Lýsa yfir andstöðu við þrjú þúsund tonna tilraunaeldi í Ísafjarðardjúpi Sylvía Hall skrifar 29. ágúst 2018 22:36 Fyrirhugað tilraunaeldi á að fara fram í Ísafjarðardjúpi. Fréttablaðið/Sigurjón Landssamband veiðifélaga hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið lýsir yfir eindreginni andstöðu við fyrirhugað þrjú þúsund tonna tilraunaeldi á frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi, en sambandið hefur sent Hafrannsóknarstofnun bréf þar sem afstaða þess er ítrekuð. Í yfirlýsingunni segir sambandið að verkefnið sé tilgangslítið og varar Hafrannsóknarstofnun eindregið við því að „fjármunum verði sóað“ í það.Hafrannsóknarstofnun sendi frá sér fréttatilkynningu í júlí þar sem greint var frá fyrirhuguðu tilraunaeldi og er tilgangur þess að rannsaka ákveðna þætti fiskeldis í samvinnu við eldisfyrirtæki. Þá yrðu umhverfisþættir mældir sérstaklega og umhverfi kvíanna vaktað sérstaklega með tilliti til lífríkis. Landssamband veiðifélaga segir að þeir þættir sem Hafrannsóknarstofnun ætli að rannsaka eigi að vera stofnuninni kunnir þar sem slíkar rannsóknir hafi verið stundaðar í Noregi um árabil. Þær hafi verið kynntar og ræddar opinberlega á Íslandi og því ætti stofnunin ekki að komast að neinni niðurstöðu sem er ekki þekkt nú þegar.Telja tilraunina gefa falska mynd af afleiðingum eldis Landssambandið segir tilraunina sem um ræðir vera svo takmarkaða að hún muni að öllum líkindum gefa falska mynd af afleiðingum tugþúsunda tonna eldis í hagnaðarskyni. Þá krefja þeir stofnunina „margvíslegra upplýsinga“ um hvers vegna fyrirhugaðar tilraunir verða ekki framkvæmdar hjá fyrirtækjum sem nú þegar hafa umfangsmikið eldi á frjóum laxi í sjó við Ísland. „Landssamband veiðifélaga telur að leggja beri höfuðáherslu á rannsóknir og þróun geldstofna fyrir laxeldi á Íslandi. Slíkar tilraunir verða best framkvæmdar, og ódýrastar, á þegar heimiluðum eldissvæðum og í samvinnu við þau fyrirtæki sem nú eru starfandi Notkun geldstofna sé eina trygga leiðin svo koma megi í veg fyrir að íslenskum villtum stofnum verði spillt í framtíðinni með erfðablöndun af völdum laxeldis í opnum sjókvíum,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segja þeir tilraunina vera gerða til þess að villa um fyrir þeim stofnunum sem taka ákvarðanir um hvort leyfa skuli eldi á frjóum laxi. Þá spyrja þeir að lokum hvort rætt hafi verið við fiskeldisfyrirtækið Háafell sem samstarfsaðila að tilrauninni, en Skipulagsstofnun lagðist gegn áformum Háafells um 6.800 tonna eldi á frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi í apríl. Tengdar fréttir Skipulagsstofnun leggst gegn laxeldi í Ísafjarðardjúpi Skipulagsstofnun leggst gegn eldi á allt að 6,800 tonnum af frjóum laxi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi, sem fyrirtækið Háafell hefur áformað. 5. apríl 2018 09:06 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Landssamband veiðifélaga hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið lýsir yfir eindreginni andstöðu við fyrirhugað þrjú þúsund tonna tilraunaeldi á frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi, en sambandið hefur sent Hafrannsóknarstofnun bréf þar sem afstaða þess er ítrekuð. Í yfirlýsingunni segir sambandið að verkefnið sé tilgangslítið og varar Hafrannsóknarstofnun eindregið við því að „fjármunum verði sóað“ í það.Hafrannsóknarstofnun sendi frá sér fréttatilkynningu í júlí þar sem greint var frá fyrirhuguðu tilraunaeldi og er tilgangur þess að rannsaka ákveðna þætti fiskeldis í samvinnu við eldisfyrirtæki. Þá yrðu umhverfisþættir mældir sérstaklega og umhverfi kvíanna vaktað sérstaklega með tilliti til lífríkis. Landssamband veiðifélaga segir að þeir þættir sem Hafrannsóknarstofnun ætli að rannsaka eigi að vera stofnuninni kunnir þar sem slíkar rannsóknir hafi verið stundaðar í Noregi um árabil. Þær hafi verið kynntar og ræddar opinberlega á Íslandi og því ætti stofnunin ekki að komast að neinni niðurstöðu sem er ekki þekkt nú þegar.Telja tilraunina gefa falska mynd af afleiðingum eldis Landssambandið segir tilraunina sem um ræðir vera svo takmarkaða að hún muni að öllum líkindum gefa falska mynd af afleiðingum tugþúsunda tonna eldis í hagnaðarskyni. Þá krefja þeir stofnunina „margvíslegra upplýsinga“ um hvers vegna fyrirhugaðar tilraunir verða ekki framkvæmdar hjá fyrirtækjum sem nú þegar hafa umfangsmikið eldi á frjóum laxi í sjó við Ísland. „Landssamband veiðifélaga telur að leggja beri höfuðáherslu á rannsóknir og þróun geldstofna fyrir laxeldi á Íslandi. Slíkar tilraunir verða best framkvæmdar, og ódýrastar, á þegar heimiluðum eldissvæðum og í samvinnu við þau fyrirtæki sem nú eru starfandi Notkun geldstofna sé eina trygga leiðin svo koma megi í veg fyrir að íslenskum villtum stofnum verði spillt í framtíðinni með erfðablöndun af völdum laxeldis í opnum sjókvíum,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segja þeir tilraunina vera gerða til þess að villa um fyrir þeim stofnunum sem taka ákvarðanir um hvort leyfa skuli eldi á frjóum laxi. Þá spyrja þeir að lokum hvort rætt hafi verið við fiskeldisfyrirtækið Háafell sem samstarfsaðila að tilrauninni, en Skipulagsstofnun lagðist gegn áformum Háafells um 6.800 tonna eldi á frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi í apríl.
Tengdar fréttir Skipulagsstofnun leggst gegn laxeldi í Ísafjarðardjúpi Skipulagsstofnun leggst gegn eldi á allt að 6,800 tonnum af frjóum laxi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi, sem fyrirtækið Háafell hefur áformað. 5. apríl 2018 09:06 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Skipulagsstofnun leggst gegn laxeldi í Ísafjarðardjúpi Skipulagsstofnun leggst gegn eldi á allt að 6,800 tonnum af frjóum laxi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi, sem fyrirtækið Háafell hefur áformað. 5. apríl 2018 09:06