Lýsa yfir andstöðu við þrjú þúsund tonna tilraunaeldi í Ísafjarðardjúpi Sylvía Hall skrifar 29. ágúst 2018 22:36 Fyrirhugað tilraunaeldi á að fara fram í Ísafjarðardjúpi. Fréttablaðið/Sigurjón Landssamband veiðifélaga hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið lýsir yfir eindreginni andstöðu við fyrirhugað þrjú þúsund tonna tilraunaeldi á frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi, en sambandið hefur sent Hafrannsóknarstofnun bréf þar sem afstaða þess er ítrekuð. Í yfirlýsingunni segir sambandið að verkefnið sé tilgangslítið og varar Hafrannsóknarstofnun eindregið við því að „fjármunum verði sóað“ í það.Hafrannsóknarstofnun sendi frá sér fréttatilkynningu í júlí þar sem greint var frá fyrirhuguðu tilraunaeldi og er tilgangur þess að rannsaka ákveðna þætti fiskeldis í samvinnu við eldisfyrirtæki. Þá yrðu umhverfisþættir mældir sérstaklega og umhverfi kvíanna vaktað sérstaklega með tilliti til lífríkis. Landssamband veiðifélaga segir að þeir þættir sem Hafrannsóknarstofnun ætli að rannsaka eigi að vera stofnuninni kunnir þar sem slíkar rannsóknir hafi verið stundaðar í Noregi um árabil. Þær hafi verið kynntar og ræddar opinberlega á Íslandi og því ætti stofnunin ekki að komast að neinni niðurstöðu sem er ekki þekkt nú þegar.Telja tilraunina gefa falska mynd af afleiðingum eldis Landssambandið segir tilraunina sem um ræðir vera svo takmarkaða að hún muni að öllum líkindum gefa falska mynd af afleiðingum tugþúsunda tonna eldis í hagnaðarskyni. Þá krefja þeir stofnunina „margvíslegra upplýsinga“ um hvers vegna fyrirhugaðar tilraunir verða ekki framkvæmdar hjá fyrirtækjum sem nú þegar hafa umfangsmikið eldi á frjóum laxi í sjó við Ísland. „Landssamband veiðifélaga telur að leggja beri höfuðáherslu á rannsóknir og þróun geldstofna fyrir laxeldi á Íslandi. Slíkar tilraunir verða best framkvæmdar, og ódýrastar, á þegar heimiluðum eldissvæðum og í samvinnu við þau fyrirtæki sem nú eru starfandi Notkun geldstofna sé eina trygga leiðin svo koma megi í veg fyrir að íslenskum villtum stofnum verði spillt í framtíðinni með erfðablöndun af völdum laxeldis í opnum sjókvíum,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segja þeir tilraunina vera gerða til þess að villa um fyrir þeim stofnunum sem taka ákvarðanir um hvort leyfa skuli eldi á frjóum laxi. Þá spyrja þeir að lokum hvort rætt hafi verið við fiskeldisfyrirtækið Háafell sem samstarfsaðila að tilrauninni, en Skipulagsstofnun lagðist gegn áformum Háafells um 6.800 tonna eldi á frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi í apríl. Tengdar fréttir Skipulagsstofnun leggst gegn laxeldi í Ísafjarðardjúpi Skipulagsstofnun leggst gegn eldi á allt að 6,800 tonnum af frjóum laxi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi, sem fyrirtækið Háafell hefur áformað. 5. apríl 2018 09:06 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Sjá meira
Landssamband veiðifélaga hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið lýsir yfir eindreginni andstöðu við fyrirhugað þrjú þúsund tonna tilraunaeldi á frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi, en sambandið hefur sent Hafrannsóknarstofnun bréf þar sem afstaða þess er ítrekuð. Í yfirlýsingunni segir sambandið að verkefnið sé tilgangslítið og varar Hafrannsóknarstofnun eindregið við því að „fjármunum verði sóað“ í það.Hafrannsóknarstofnun sendi frá sér fréttatilkynningu í júlí þar sem greint var frá fyrirhuguðu tilraunaeldi og er tilgangur þess að rannsaka ákveðna þætti fiskeldis í samvinnu við eldisfyrirtæki. Þá yrðu umhverfisþættir mældir sérstaklega og umhverfi kvíanna vaktað sérstaklega með tilliti til lífríkis. Landssamband veiðifélaga segir að þeir þættir sem Hafrannsóknarstofnun ætli að rannsaka eigi að vera stofnuninni kunnir þar sem slíkar rannsóknir hafi verið stundaðar í Noregi um árabil. Þær hafi verið kynntar og ræddar opinberlega á Íslandi og því ætti stofnunin ekki að komast að neinni niðurstöðu sem er ekki þekkt nú þegar.Telja tilraunina gefa falska mynd af afleiðingum eldis Landssambandið segir tilraunina sem um ræðir vera svo takmarkaða að hún muni að öllum líkindum gefa falska mynd af afleiðingum tugþúsunda tonna eldis í hagnaðarskyni. Þá krefja þeir stofnunina „margvíslegra upplýsinga“ um hvers vegna fyrirhugaðar tilraunir verða ekki framkvæmdar hjá fyrirtækjum sem nú þegar hafa umfangsmikið eldi á frjóum laxi í sjó við Ísland. „Landssamband veiðifélaga telur að leggja beri höfuðáherslu á rannsóknir og þróun geldstofna fyrir laxeldi á Íslandi. Slíkar tilraunir verða best framkvæmdar, og ódýrastar, á þegar heimiluðum eldissvæðum og í samvinnu við þau fyrirtæki sem nú eru starfandi Notkun geldstofna sé eina trygga leiðin svo koma megi í veg fyrir að íslenskum villtum stofnum verði spillt í framtíðinni með erfðablöndun af völdum laxeldis í opnum sjókvíum,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segja þeir tilraunina vera gerða til þess að villa um fyrir þeim stofnunum sem taka ákvarðanir um hvort leyfa skuli eldi á frjóum laxi. Þá spyrja þeir að lokum hvort rætt hafi verið við fiskeldisfyrirtækið Háafell sem samstarfsaðila að tilrauninni, en Skipulagsstofnun lagðist gegn áformum Háafells um 6.800 tonna eldi á frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi í apríl.
Tengdar fréttir Skipulagsstofnun leggst gegn laxeldi í Ísafjarðardjúpi Skipulagsstofnun leggst gegn eldi á allt að 6,800 tonnum af frjóum laxi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi, sem fyrirtækið Háafell hefur áformað. 5. apríl 2018 09:06 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Sjá meira
Skipulagsstofnun leggst gegn laxeldi í Ísafjarðardjúpi Skipulagsstofnun leggst gegn eldi á allt að 6,800 tonnum af frjóum laxi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi, sem fyrirtækið Háafell hefur áformað. 5. apríl 2018 09:06