Lýsa yfir andstöðu við þrjú þúsund tonna tilraunaeldi í Ísafjarðardjúpi Sylvía Hall skrifar 29. ágúst 2018 22:36 Fyrirhugað tilraunaeldi á að fara fram í Ísafjarðardjúpi. Fréttablaðið/Sigurjón Landssamband veiðifélaga hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið lýsir yfir eindreginni andstöðu við fyrirhugað þrjú þúsund tonna tilraunaeldi á frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi, en sambandið hefur sent Hafrannsóknarstofnun bréf þar sem afstaða þess er ítrekuð. Í yfirlýsingunni segir sambandið að verkefnið sé tilgangslítið og varar Hafrannsóknarstofnun eindregið við því að „fjármunum verði sóað“ í það.Hafrannsóknarstofnun sendi frá sér fréttatilkynningu í júlí þar sem greint var frá fyrirhuguðu tilraunaeldi og er tilgangur þess að rannsaka ákveðna þætti fiskeldis í samvinnu við eldisfyrirtæki. Þá yrðu umhverfisþættir mældir sérstaklega og umhverfi kvíanna vaktað sérstaklega með tilliti til lífríkis. Landssamband veiðifélaga segir að þeir þættir sem Hafrannsóknarstofnun ætli að rannsaka eigi að vera stofnuninni kunnir þar sem slíkar rannsóknir hafi verið stundaðar í Noregi um árabil. Þær hafi verið kynntar og ræddar opinberlega á Íslandi og því ætti stofnunin ekki að komast að neinni niðurstöðu sem er ekki þekkt nú þegar.Telja tilraunina gefa falska mynd af afleiðingum eldis Landssambandið segir tilraunina sem um ræðir vera svo takmarkaða að hún muni að öllum líkindum gefa falska mynd af afleiðingum tugþúsunda tonna eldis í hagnaðarskyni. Þá krefja þeir stofnunina „margvíslegra upplýsinga“ um hvers vegna fyrirhugaðar tilraunir verða ekki framkvæmdar hjá fyrirtækjum sem nú þegar hafa umfangsmikið eldi á frjóum laxi í sjó við Ísland. „Landssamband veiðifélaga telur að leggja beri höfuðáherslu á rannsóknir og þróun geldstofna fyrir laxeldi á Íslandi. Slíkar tilraunir verða best framkvæmdar, og ódýrastar, á þegar heimiluðum eldissvæðum og í samvinnu við þau fyrirtæki sem nú eru starfandi Notkun geldstofna sé eina trygga leiðin svo koma megi í veg fyrir að íslenskum villtum stofnum verði spillt í framtíðinni með erfðablöndun af völdum laxeldis í opnum sjókvíum,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segja þeir tilraunina vera gerða til þess að villa um fyrir þeim stofnunum sem taka ákvarðanir um hvort leyfa skuli eldi á frjóum laxi. Þá spyrja þeir að lokum hvort rætt hafi verið við fiskeldisfyrirtækið Háafell sem samstarfsaðila að tilrauninni, en Skipulagsstofnun lagðist gegn áformum Háafells um 6.800 tonna eldi á frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi í apríl. Tengdar fréttir Skipulagsstofnun leggst gegn laxeldi í Ísafjarðardjúpi Skipulagsstofnun leggst gegn eldi á allt að 6,800 tonnum af frjóum laxi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi, sem fyrirtækið Háafell hefur áformað. 5. apríl 2018 09:06 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Landssamband veiðifélaga hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið lýsir yfir eindreginni andstöðu við fyrirhugað þrjú þúsund tonna tilraunaeldi á frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi, en sambandið hefur sent Hafrannsóknarstofnun bréf þar sem afstaða þess er ítrekuð. Í yfirlýsingunni segir sambandið að verkefnið sé tilgangslítið og varar Hafrannsóknarstofnun eindregið við því að „fjármunum verði sóað“ í það.Hafrannsóknarstofnun sendi frá sér fréttatilkynningu í júlí þar sem greint var frá fyrirhuguðu tilraunaeldi og er tilgangur þess að rannsaka ákveðna þætti fiskeldis í samvinnu við eldisfyrirtæki. Þá yrðu umhverfisþættir mældir sérstaklega og umhverfi kvíanna vaktað sérstaklega með tilliti til lífríkis. Landssamband veiðifélaga segir að þeir þættir sem Hafrannsóknarstofnun ætli að rannsaka eigi að vera stofnuninni kunnir þar sem slíkar rannsóknir hafi verið stundaðar í Noregi um árabil. Þær hafi verið kynntar og ræddar opinberlega á Íslandi og því ætti stofnunin ekki að komast að neinni niðurstöðu sem er ekki þekkt nú þegar.Telja tilraunina gefa falska mynd af afleiðingum eldis Landssambandið segir tilraunina sem um ræðir vera svo takmarkaða að hún muni að öllum líkindum gefa falska mynd af afleiðingum tugþúsunda tonna eldis í hagnaðarskyni. Þá krefja þeir stofnunina „margvíslegra upplýsinga“ um hvers vegna fyrirhugaðar tilraunir verða ekki framkvæmdar hjá fyrirtækjum sem nú þegar hafa umfangsmikið eldi á frjóum laxi í sjó við Ísland. „Landssamband veiðifélaga telur að leggja beri höfuðáherslu á rannsóknir og þróun geldstofna fyrir laxeldi á Íslandi. Slíkar tilraunir verða best framkvæmdar, og ódýrastar, á þegar heimiluðum eldissvæðum og í samvinnu við þau fyrirtæki sem nú eru starfandi Notkun geldstofna sé eina trygga leiðin svo koma megi í veg fyrir að íslenskum villtum stofnum verði spillt í framtíðinni með erfðablöndun af völdum laxeldis í opnum sjókvíum,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segja þeir tilraunina vera gerða til þess að villa um fyrir þeim stofnunum sem taka ákvarðanir um hvort leyfa skuli eldi á frjóum laxi. Þá spyrja þeir að lokum hvort rætt hafi verið við fiskeldisfyrirtækið Háafell sem samstarfsaðila að tilrauninni, en Skipulagsstofnun lagðist gegn áformum Háafells um 6.800 tonna eldi á frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi í apríl.
Tengdar fréttir Skipulagsstofnun leggst gegn laxeldi í Ísafjarðardjúpi Skipulagsstofnun leggst gegn eldi á allt að 6,800 tonnum af frjóum laxi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi, sem fyrirtækið Háafell hefur áformað. 5. apríl 2018 09:06 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Skipulagsstofnun leggst gegn laxeldi í Ísafjarðardjúpi Skipulagsstofnun leggst gegn eldi á allt að 6,800 tonnum af frjóum laxi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi, sem fyrirtækið Háafell hefur áformað. 5. apríl 2018 09:06