Stúlkan dregin á bak við hól á leikvelli Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. ágúst 2018 12:30 Frá Garðabæ. Ráðist var á tvær ungar stúlkur í Garðabæ í gær og eru nú fimm sambærileg tilvik til rannsóknar. Að sögn lögreglu er málið í algjörum forgangi og unnið er út frá því að sami maður sé að verki. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því í gærkvöldi að hún hefði til rannsóknar tvö ný tilvik þar sem ráðist var á stúlkur á gangi í Garðabæ. Eru því alls fimm sambærilegar árásir til rannsóknar hjá lögreglu. Nýjustu atvikin áttu sér stað á milli klukkan fjögur og sex, síðdegis í gær og var þetta á svipuðum stað og þar sem ráðist var á stúlku á fimmtudag, en það var á göngustíg við Arnarnesmýri, meðfram Gullakri og Góðakri. Allar stúlkurnar sem veist hefur verið að eru á svipuðum aldri, eða um átta til tíu ára gamlar. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti önnur árásin í gær sér stað á leikvelli milli Holtsbúðar og Reykjanesbrautar. Árásarmaðurinn hafi verið á unglingsaldri, klæddur grárri hettupeysu, svörtum gallabuxum og svörtum strigaskóm. Stúlkan hafi verið að leik með vinkonu sinni þegar maðurinn greip hana og dró á bak við hól á leikvellinum. Þegar stúlkan öskraði sleppti hann takinu.Málið er í forgangi hjá lögreglu.Vísir/VilhelmKarl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir gengið út frá því að sami maður sé að verki. „Við nálgumst málið út frá því að þessi tilvik séu öll tengd. Við höfum samt ekki útilokað að það geti verið um fleiri en einn að ræða en við höfum þó hallast að því að þetta sé með þessum hætti,“ segir Karl Steinar. Hann segir rannsóknina þokast áfram en enginn hefur þó verið kallaður í skýrslutöku. „Við erum að vinna úr ábendingum og upplýsingum sem eru núna fyrirliggjandi. Við erum alla vega að setja allt það sem við eigum í þetta í augnablikinu. Þetta er í algjörum forgangi hjá okkur.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur málið vakið mikinn ugg meðal íbúa í hverfinu og óttast sum börn að vera ein á ferli. Telja íbúar sem fréttastofa ræddi við að meira mætti leggja í eftirlit á svæðinu. Karl Steinar segir eftirlitið hafa verið aukið til muna. „Það er aukinn þungi og hann er að aukast með hverjum deginum. Við erum ekkert að gefa eftir í því.“En íbúar hafa gert athugasemdir við að þarna séu einungis lögreglumenn á bílum. Hins vegar þurfi að fara fótgangangi að þessu svæði? „Þarna hafa verið fullt af fótgangandi lögreglumönnum. Þeir hafa bara ekki þekkt þá,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tengdar fréttir Óupplýstar líkamsárásir á stúlkur í Garðabæ vekja óhug Móðir stúlku sem ráðist var á í Garðabæ fyrir tveimur vikum segir íbúa í bænum vera mjög skelkaða. Þrjár árásir hafa átt sér stað í bænum frá því í desember, sú síðasta á fimmtudaginn. 25. ágúst 2018 18:45 Vilja ná tali af tveimur manneskjum vegna rannsóknar á árás á stúlku í Garðabæ Nokkrar ábendingar hafa borist. 28. ágúst 2018 16:41 Líta árás á stúlku í Garðabæ alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14.15. Árásin er litin alvarlegum augum af lögreglunni. 24. ágúst 2018 15:56 Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Sjá meira
Ráðist var á tvær ungar stúlkur í Garðabæ í gær og eru nú fimm sambærileg tilvik til rannsóknar. Að sögn lögreglu er málið í algjörum forgangi og unnið er út frá því að sami maður sé að verki. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því í gærkvöldi að hún hefði til rannsóknar tvö ný tilvik þar sem ráðist var á stúlkur á gangi í Garðabæ. Eru því alls fimm sambærilegar árásir til rannsóknar hjá lögreglu. Nýjustu atvikin áttu sér stað á milli klukkan fjögur og sex, síðdegis í gær og var þetta á svipuðum stað og þar sem ráðist var á stúlku á fimmtudag, en það var á göngustíg við Arnarnesmýri, meðfram Gullakri og Góðakri. Allar stúlkurnar sem veist hefur verið að eru á svipuðum aldri, eða um átta til tíu ára gamlar. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti önnur árásin í gær sér stað á leikvelli milli Holtsbúðar og Reykjanesbrautar. Árásarmaðurinn hafi verið á unglingsaldri, klæddur grárri hettupeysu, svörtum gallabuxum og svörtum strigaskóm. Stúlkan hafi verið að leik með vinkonu sinni þegar maðurinn greip hana og dró á bak við hól á leikvellinum. Þegar stúlkan öskraði sleppti hann takinu.Málið er í forgangi hjá lögreglu.Vísir/VilhelmKarl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir gengið út frá því að sami maður sé að verki. „Við nálgumst málið út frá því að þessi tilvik séu öll tengd. Við höfum samt ekki útilokað að það geti verið um fleiri en einn að ræða en við höfum þó hallast að því að þetta sé með þessum hætti,“ segir Karl Steinar. Hann segir rannsóknina þokast áfram en enginn hefur þó verið kallaður í skýrslutöku. „Við erum að vinna úr ábendingum og upplýsingum sem eru núna fyrirliggjandi. Við erum alla vega að setja allt það sem við eigum í þetta í augnablikinu. Þetta er í algjörum forgangi hjá okkur.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur málið vakið mikinn ugg meðal íbúa í hverfinu og óttast sum börn að vera ein á ferli. Telja íbúar sem fréttastofa ræddi við að meira mætti leggja í eftirlit á svæðinu. Karl Steinar segir eftirlitið hafa verið aukið til muna. „Það er aukinn þungi og hann er að aukast með hverjum deginum. Við erum ekkert að gefa eftir í því.“En íbúar hafa gert athugasemdir við að þarna séu einungis lögreglumenn á bílum. Hins vegar þurfi að fara fótgangangi að þessu svæði? „Þarna hafa verið fullt af fótgangandi lögreglumönnum. Þeir hafa bara ekki þekkt þá,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Tengdar fréttir Óupplýstar líkamsárásir á stúlkur í Garðabæ vekja óhug Móðir stúlku sem ráðist var á í Garðabæ fyrir tveimur vikum segir íbúa í bænum vera mjög skelkaða. Þrjár árásir hafa átt sér stað í bænum frá því í desember, sú síðasta á fimmtudaginn. 25. ágúst 2018 18:45 Vilja ná tali af tveimur manneskjum vegna rannsóknar á árás á stúlku í Garðabæ Nokkrar ábendingar hafa borist. 28. ágúst 2018 16:41 Líta árás á stúlku í Garðabæ alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14.15. Árásin er litin alvarlegum augum af lögreglunni. 24. ágúst 2018 15:56 Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Sjá meira
Óupplýstar líkamsárásir á stúlkur í Garðabæ vekja óhug Móðir stúlku sem ráðist var á í Garðabæ fyrir tveimur vikum segir íbúa í bænum vera mjög skelkaða. Þrjár árásir hafa átt sér stað í bænum frá því í desember, sú síðasta á fimmtudaginn. 25. ágúst 2018 18:45
Vilja ná tali af tveimur manneskjum vegna rannsóknar á árás á stúlku í Garðabæ Nokkrar ábendingar hafa borist. 28. ágúst 2018 16:41
Líta árás á stúlku í Garðabæ alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14.15. Árásin er litin alvarlegum augum af lögreglunni. 24. ágúst 2018 15:56