Lögreglan rannsakar enn fall Sunnu Elvíru Birgir Olgeirsson skrifar 20. nóvember 2018 11:04 Sunna Elvíra Þorkelsdóttir lamaðist til lífstíðar á heimili sínu á Spáni síðastliðinn vetur. Ísland í dag. Rannsókn lögreglu á falli Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur á heimili hennar á Spáni í vetur er enn í gangi. Sunna Elvíra lamaðist til lífstíðar eftir að hafa fallið um fjóra metra á heimili hennar og þáverandi eiginmanns hennar Sigurðar Kristinssonar í Málaga. Þegar fyrst var greint frá rannsókn lögreglu var greint frá því að markmið rannsóknarinnar væri að finna út hvort að Sigurður hefði átt þátt í fallinu. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði rannsóknina enn í gangi en sagðist ekki geta tjáð sig frekar við fjölmiðla um hana. Rannsóknin er unnin í samstarfi við lögregluna á Spáni þar sem fallið átti sér stað á Málaga. Í viðtali við Ísland í dag í síðustu viku sagðist Sunna Elvíra hafa gefist upp á að reyna að komast að því hvað kom fyrir daginn örlagaríka sem hún féll fram af svölunum á heimili þeirra. Sagði Sunna að minnið væri ekki til staðar, hún muni illa hvað gerðist dagana á undan og eftir slysið. Hún sagðist hafa reynt að endurheimta minningarnar með aðstoð sálfræðings án árangurs og ákvað að láta þar við sitja. Sigurður er nú fyrir dómstólum þar sem hann er ákærður ásamt öðrum fyrir innflutning fíkniefna frá Spáni til Íslands í skákmunum. Þau skildu skömmu eftir að málið komst upp og sagði Sunna í Íslandi í dag að það hefði verið sameiginleg ákvörðun. Hún sagði að það hefði verið ljóst nokkuð snemma að leiðir þeirra myndu skilja en skrefin inn á skrifstofu sýslumanns til að ganga frá skilnaðinum hefðu þó verið þung og erfið. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sunna lítur á björtu hliðarnar: „Koma samt dagar þar sem ég græt bara af vonleysi“ Sunna Elvira Þorkelsdóttir hefur verið í kastljósi fjölmiðla allt frá því hún lamaðist eftir fall milli hæða í húsi sínu og fyrrverandi eiginmanns síns Sigurðar Kristinssonar á Spáni í janúar. 13. nóvember 2018 15:00 Sunna Elvíra reyndi að endurheimta minningar um fallið með aðstoð sálfræðings Segir minnið ekki hafa verið staðar og sé ekki til staðar í dag. 13. nóvember 2018 19:11 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Rannsókn lögreglu á falli Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur á heimili hennar á Spáni í vetur er enn í gangi. Sunna Elvíra lamaðist til lífstíðar eftir að hafa fallið um fjóra metra á heimili hennar og þáverandi eiginmanns hennar Sigurðar Kristinssonar í Málaga. Þegar fyrst var greint frá rannsókn lögreglu var greint frá því að markmið rannsóknarinnar væri að finna út hvort að Sigurður hefði átt þátt í fallinu. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði rannsóknina enn í gangi en sagðist ekki geta tjáð sig frekar við fjölmiðla um hana. Rannsóknin er unnin í samstarfi við lögregluna á Spáni þar sem fallið átti sér stað á Málaga. Í viðtali við Ísland í dag í síðustu viku sagðist Sunna Elvíra hafa gefist upp á að reyna að komast að því hvað kom fyrir daginn örlagaríka sem hún féll fram af svölunum á heimili þeirra. Sagði Sunna að minnið væri ekki til staðar, hún muni illa hvað gerðist dagana á undan og eftir slysið. Hún sagðist hafa reynt að endurheimta minningarnar með aðstoð sálfræðings án árangurs og ákvað að láta þar við sitja. Sigurður er nú fyrir dómstólum þar sem hann er ákærður ásamt öðrum fyrir innflutning fíkniefna frá Spáni til Íslands í skákmunum. Þau skildu skömmu eftir að málið komst upp og sagði Sunna í Íslandi í dag að það hefði verið sameiginleg ákvörðun. Hún sagði að það hefði verið ljóst nokkuð snemma að leiðir þeirra myndu skilja en skrefin inn á skrifstofu sýslumanns til að ganga frá skilnaðinum hefðu þó verið þung og erfið.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sunna lítur á björtu hliðarnar: „Koma samt dagar þar sem ég græt bara af vonleysi“ Sunna Elvira Þorkelsdóttir hefur verið í kastljósi fjölmiðla allt frá því hún lamaðist eftir fall milli hæða í húsi sínu og fyrrverandi eiginmanns síns Sigurðar Kristinssonar á Spáni í janúar. 13. nóvember 2018 15:00 Sunna Elvíra reyndi að endurheimta minningar um fallið með aðstoð sálfræðings Segir minnið ekki hafa verið staðar og sé ekki til staðar í dag. 13. nóvember 2018 19:11 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Sunna lítur á björtu hliðarnar: „Koma samt dagar þar sem ég græt bara af vonleysi“ Sunna Elvira Þorkelsdóttir hefur verið í kastljósi fjölmiðla allt frá því hún lamaðist eftir fall milli hæða í húsi sínu og fyrrverandi eiginmanns síns Sigurðar Kristinssonar á Spáni í janúar. 13. nóvember 2018 15:00
Sunna Elvíra reyndi að endurheimta minningar um fallið með aðstoð sálfræðings Segir minnið ekki hafa verið staðar og sé ekki til staðar í dag. 13. nóvember 2018 19:11