Það verði engin sókn í velferðarmálum án starfsfólksins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. apríl 2018 12:51 Hanna Katrín Friðriksson og Drífa Snædal töluðu um leiðir til að bæta kjör og starfsumhverfi kvenna. Vísir/t.v.: ernir eyjólfsson og t.v. gunnar v. Andrésson Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir að það sé ekki hægt að tala um sókn í velferðarmálum ef velferðarkerfin hafi ekkert fólk til að leiða þá sókn. Hanna tekur mið af hinum mikla fólksflótta sem orðið hefur í kvennastéttum, svokölluðu, hjá hinu opinbera. Hún, ásamt þingflokki sínum, Viðreisn, lögðu fram þingsályktunartillögu um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, tekur undir með orðum Hönnu en bendir jafnframt á að kvennastéttir, á borð við ljósmæður, vilji vekja athygli á því mikla álagi sem fylgir starfinu, sem þyrfti að létta á. Þetta sögðu þær Hanna Katrín og Drífa í stjórnmálaþættinum Silfrinu á RÚV. Í þingsályktunartillögunni er farið þess á leit að Alþingi leiði samtal á milli ríkis og sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins í samstilltu átaki um bætt kjör kvennastétta. Hanna Katrín segir að þó að talað sé um bætt kjör sé í raun og veru verið að tala um leiðréttingu á launum, umfram allt annað. „Afleiðing er sú að við erum að horfa fram á fólksflótta úr þessum stéttum. Ef um væri að ræða stéttir á hinum almenna markaði þá mundu samspil eftirspurnar og framboðs lagfæra þetta á einhvern hátt, það gerist ekki vegna þess að þetta er hjá hinu opinbera og er háð kjarasamningum,“ segir Hanna Katrín. Við vinnslu þingsályktunartillögunnar las Hanna Katrín stjórnarsáttmála langt aftur í tímann og sá að stjórnmálamenn hafa löngum viðurkennt þennan vanda; vandamálið hafi verið gegnumgangandi en sökum þess að kvennastéttir eru yfirleitt fjölmennar þyrfti stórar fjárhæðir til að leysa verkefnið. „...en við erum komin að þeim mörkum núna að það kostar meira að gera ekki neitt. Við getum ekki talað um sókn í velferðarmálum og í menntamálum með því að setja einhverja fjármuni inn í grunninn ef við höfum ekki fólk til að leiða þessa sókn.“Segir líka mikilvægt að létta álagiðDrífa Snædal tekur undir með Hönnu og segir mikilvægt að meta störf til kjara með réttlátari hætti en bendir jafnframt á að launakjör eru ekki það eina vandamálið sem kvennastéttir eiga við. „Konum fjölgar hressilega á örorku, það er líka út af því að það er meira álag í kvennastörfum heldur en karlastörfum. Þau eru meira krefjandi, líkamlega og andlega,“ segir Drífa. Hún segir kjarabaráttu ljósmæðra varpa ljósi á þetta. Hún bendir á að vaktavinna sé mjög algeng og einkennandi fyrir umönnunar-og heilbrigðisgeirann. Ljósmæður eru þar engin undantekning. Henni finnst krafan um að 80% starf verði ígildi 100% starfs sanngjörn í ljósi álagsins sem fylgi slíkum vinnutímum.Vonast eftir stefnubreytingu Þingsályktunartillaga Viðreisnar um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta bíður afgreiðslu í nefnd Alþingis. Hanna Katrín segir að tíminn sé vissulega naumur en hún vonast til þess að með þingsályktunartillögunni verði stefnubreyting í málefnum kvennastétta. Tengdar fréttir Yfir 30 ljósmæður hafa sagt upp Deila ljósmæðra harðnar dag frá degi. 6. apríl 2018 19:45 Þjóðarsátt um kjör kvennastétta Kynbundinn launamunur er staðreynd á íslenskum vinnumarkaði. Konur hafa að meðaltali 13% lægri laun en karlar. Óútskýrður launamunur er 5,7%. Í síðustu kosningabaráttu lagði Viðreisn áherslu á lögbindingu jafnlaunavottunar og Alþingi samþykkti þann 1. júní lög þess efnis. 13. október 2017 07:00 Neyðarástand gæti skapast á fæðingardeildum í sumar Nokkrar af þeim ljósmæðrum sem hafa sagt upp störfum sínum hafa þegar ráðið sig til annarra starfa að sögn formanns kjaranefndar ljósmæðra. Ef ekki takist að semja í kjaradeilunni á næstu mánuðum gæti skapast neyðarástand á fæðingardeildum í sumar. 7. apríl 2018 19:48 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir að það sé ekki hægt að tala um sókn í velferðarmálum ef velferðarkerfin hafi ekkert fólk til að leiða þá sókn. Hanna tekur mið af hinum mikla fólksflótta sem orðið hefur í kvennastéttum, svokölluðu, hjá hinu opinbera. Hún, ásamt þingflokki sínum, Viðreisn, lögðu fram þingsályktunartillögu um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, tekur undir með orðum Hönnu en bendir jafnframt á að kvennastéttir, á borð við ljósmæður, vilji vekja athygli á því mikla álagi sem fylgir starfinu, sem þyrfti að létta á. Þetta sögðu þær Hanna Katrín og Drífa í stjórnmálaþættinum Silfrinu á RÚV. Í þingsályktunartillögunni er farið þess á leit að Alþingi leiði samtal á milli ríkis og sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins í samstilltu átaki um bætt kjör kvennastétta. Hanna Katrín segir að þó að talað sé um bætt kjör sé í raun og veru verið að tala um leiðréttingu á launum, umfram allt annað. „Afleiðing er sú að við erum að horfa fram á fólksflótta úr þessum stéttum. Ef um væri að ræða stéttir á hinum almenna markaði þá mundu samspil eftirspurnar og framboðs lagfæra þetta á einhvern hátt, það gerist ekki vegna þess að þetta er hjá hinu opinbera og er háð kjarasamningum,“ segir Hanna Katrín. Við vinnslu þingsályktunartillögunnar las Hanna Katrín stjórnarsáttmála langt aftur í tímann og sá að stjórnmálamenn hafa löngum viðurkennt þennan vanda; vandamálið hafi verið gegnumgangandi en sökum þess að kvennastéttir eru yfirleitt fjölmennar þyrfti stórar fjárhæðir til að leysa verkefnið. „...en við erum komin að þeim mörkum núna að það kostar meira að gera ekki neitt. Við getum ekki talað um sókn í velferðarmálum og í menntamálum með því að setja einhverja fjármuni inn í grunninn ef við höfum ekki fólk til að leiða þessa sókn.“Segir líka mikilvægt að létta álagiðDrífa Snædal tekur undir með Hönnu og segir mikilvægt að meta störf til kjara með réttlátari hætti en bendir jafnframt á að launakjör eru ekki það eina vandamálið sem kvennastéttir eiga við. „Konum fjölgar hressilega á örorku, það er líka út af því að það er meira álag í kvennastörfum heldur en karlastörfum. Þau eru meira krefjandi, líkamlega og andlega,“ segir Drífa. Hún segir kjarabaráttu ljósmæðra varpa ljósi á þetta. Hún bendir á að vaktavinna sé mjög algeng og einkennandi fyrir umönnunar-og heilbrigðisgeirann. Ljósmæður eru þar engin undantekning. Henni finnst krafan um að 80% starf verði ígildi 100% starfs sanngjörn í ljósi álagsins sem fylgi slíkum vinnutímum.Vonast eftir stefnubreytingu Þingsályktunartillaga Viðreisnar um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta bíður afgreiðslu í nefnd Alþingis. Hanna Katrín segir að tíminn sé vissulega naumur en hún vonast til þess að með þingsályktunartillögunni verði stefnubreyting í málefnum kvennastétta.
Tengdar fréttir Yfir 30 ljósmæður hafa sagt upp Deila ljósmæðra harðnar dag frá degi. 6. apríl 2018 19:45 Þjóðarsátt um kjör kvennastétta Kynbundinn launamunur er staðreynd á íslenskum vinnumarkaði. Konur hafa að meðaltali 13% lægri laun en karlar. Óútskýrður launamunur er 5,7%. Í síðustu kosningabaráttu lagði Viðreisn áherslu á lögbindingu jafnlaunavottunar og Alþingi samþykkti þann 1. júní lög þess efnis. 13. október 2017 07:00 Neyðarástand gæti skapast á fæðingardeildum í sumar Nokkrar af þeim ljósmæðrum sem hafa sagt upp störfum sínum hafa þegar ráðið sig til annarra starfa að sögn formanns kjaranefndar ljósmæðra. Ef ekki takist að semja í kjaradeilunni á næstu mánuðum gæti skapast neyðarástand á fæðingardeildum í sumar. 7. apríl 2018 19:48 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Sjá meira
Þjóðarsátt um kjör kvennastétta Kynbundinn launamunur er staðreynd á íslenskum vinnumarkaði. Konur hafa að meðaltali 13% lægri laun en karlar. Óútskýrður launamunur er 5,7%. Í síðustu kosningabaráttu lagði Viðreisn áherslu á lögbindingu jafnlaunavottunar og Alþingi samþykkti þann 1. júní lög þess efnis. 13. október 2017 07:00
Neyðarástand gæti skapast á fæðingardeildum í sumar Nokkrar af þeim ljósmæðrum sem hafa sagt upp störfum sínum hafa þegar ráðið sig til annarra starfa að sögn formanns kjaranefndar ljósmæðra. Ef ekki takist að semja í kjaradeilunni á næstu mánuðum gæti skapast neyðarástand á fæðingardeildum í sumar. 7. apríl 2018 19:48