Hér sjá róbótar um að gefa kúnum, mjólka þær og hreinsa undan þeim Kristján Már Unnarsson skrifar 8. apríl 2018 21:00 Sigurður Baldursson í nýja fjósinu á Páfastöðum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Nýjasta fjós Skagafjarðar kostaði yfir tvöhundruð milljónir króna og gæti verið það fullkomnasta á landinu. Róbótar sjá um að gefa kúnum, mjólka þær og moka flórinn, og felst starf bóndast núna aðallega í því að fylgjast með því að allt gangi vel. Rætt var við Sigurð Baldursson, bónda á Páfastöðum, í fréttum Stöðvar 2. Kúabændur í Skagafirði eru um fimmtíu talsins. Um tuttugu þeirra standa nú í fjósbyggingum, eru að undirbúa slíkt, eða nýbúnir að reisa fjós. Þeirra á meðal er bóndinn á Páfastöðum. Kunnugir telja að þar sé fullkomnasta fjós Skagafjarðar og jafnvel á öllu landinu.Þessi róbót ekur um fjósið og skammtar fóðrið í kýrnar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Það er ekki nýtt að róbótar sjái um að mjólka kýrnar. Hér hafa vélmenni leyst mannshöndina af við öll helstu erfiðisverk. Þannig sér róbót um heygjöfina. Bóndinn hefði annars þurft að moka sjálfur tveimur tonnum af heyi í kýrnar á hverjum degi. Hann þarf heldur ekki að moka flórinn lengur. Sérstakur róbót sér um að halda fjósinu snyrtilegu. En þetta kostar sitt; 230 milljónir króna kostaði nýju fjósið á Páfastöðum með öllu, segir bóndinn. Hugmyndafræðin er að kúnum líði vel í fjósinu, þannig mjólka þær líka meira, segir hann. Frá Páfastöðum í Skagafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bylgja fjósbygginga gengur nú yfir héraðið. „Það var kominn líka tími á endurnýjun. Við vorum með gömul fjós. Eins og hérna. Þetta voru 30-40-50 ára gömul fjós og það var kominn tími á endurnýjun. Ef maður ætlar að vera í þessu þá þarf maður að endurnýja framleiðsluaðstöðuna, eins og allt annað,” segir bóndinn. Við fjöllum nánar um þetta veglega fjós í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 klukkan 19.25 annaðkvöld, mánudagskvöld. Hér má sjá myndir úr nýja fjósinu og viðtal við Sigurð bónda: Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Áburðarflutningar boða vorkomuna í Skagafirði Bændur eru farnir að huga að vorverkunum. Einn af vorboðunum til sveita eru áburðarflutningar til bænda, sem nú eru hafnir. 23. mars 2018 20:30 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Nýjasta fjós Skagafjarðar kostaði yfir tvöhundruð milljónir króna og gæti verið það fullkomnasta á landinu. Róbótar sjá um að gefa kúnum, mjólka þær og moka flórinn, og felst starf bóndast núna aðallega í því að fylgjast með því að allt gangi vel. Rætt var við Sigurð Baldursson, bónda á Páfastöðum, í fréttum Stöðvar 2. Kúabændur í Skagafirði eru um fimmtíu talsins. Um tuttugu þeirra standa nú í fjósbyggingum, eru að undirbúa slíkt, eða nýbúnir að reisa fjós. Þeirra á meðal er bóndinn á Páfastöðum. Kunnugir telja að þar sé fullkomnasta fjós Skagafjarðar og jafnvel á öllu landinu.Þessi róbót ekur um fjósið og skammtar fóðrið í kýrnar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Það er ekki nýtt að róbótar sjái um að mjólka kýrnar. Hér hafa vélmenni leyst mannshöndina af við öll helstu erfiðisverk. Þannig sér róbót um heygjöfina. Bóndinn hefði annars þurft að moka sjálfur tveimur tonnum af heyi í kýrnar á hverjum degi. Hann þarf heldur ekki að moka flórinn lengur. Sérstakur róbót sér um að halda fjósinu snyrtilegu. En þetta kostar sitt; 230 milljónir króna kostaði nýju fjósið á Páfastöðum með öllu, segir bóndinn. Hugmyndafræðin er að kúnum líði vel í fjósinu, þannig mjólka þær líka meira, segir hann. Frá Páfastöðum í Skagafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bylgja fjósbygginga gengur nú yfir héraðið. „Það var kominn líka tími á endurnýjun. Við vorum með gömul fjós. Eins og hérna. Þetta voru 30-40-50 ára gömul fjós og það var kominn tími á endurnýjun. Ef maður ætlar að vera í þessu þá þarf maður að endurnýja framleiðsluaðstöðuna, eins og allt annað,” segir bóndinn. Við fjöllum nánar um þetta veglega fjós í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 klukkan 19.25 annaðkvöld, mánudagskvöld. Hér má sjá myndir úr nýja fjósinu og viðtal við Sigurð bónda:
Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Áburðarflutningar boða vorkomuna í Skagafirði Bændur eru farnir að huga að vorverkunum. Einn af vorboðunum til sveita eru áburðarflutningar til bænda, sem nú eru hafnir. 23. mars 2018 20:30 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Áburðarflutningar boða vorkomuna í Skagafirði Bændur eru farnir að huga að vorverkunum. Einn af vorboðunum til sveita eru áburðarflutningar til bænda, sem nú eru hafnir. 23. mars 2018 20:30