Janis Joplin hefði orðið 75 ára þann 19. janúar 2018. Að því tilefni verður blásið til tónlistarveislu í Gamla Bíói í kvöld, þar sem að lög Janisar Joplin verða flutt.
Salka Sól Eyfeld mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og flutti hún lagið Me and Bobby McGee á sinn hátt.
Salka flytur lagið óaðfinnanlega eins og heyra má hér að neðan.