Krabbameinssjúklingar eyða stórfé í frjósemismeðferðir Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. janúar 2018 20:00 Fyrsta maí síðastliðinn tók nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna heilbrigðisþjónustu gildi þar sem ákveðið þak er á greiðslum. Aftur á móti er allur annar kostnaður, sem tengist þó veikindum fólks beint, enn óniðurgreiddur að mestu. Af þeim sökum sækja margir um styrk í neyðarsjóð Krafts, stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og sýna þá reikninga sína síðustu tvö ár. Hér er eitt lýsandi dæmi frá síðasta hausti um reikninga námsmanns í krabbameinsmeðferð. Lækniskostnaður: 133.239 Lyfjakaup: 80.261 Frjósemismeðferð: 707.000 Hjálpartæki: 23.854 Sálfræðikostnaður: 29.000Samtals 973.354Ástrós Rut Sigurðardóttir, formaður Krafts er eiginkona manns sem hefur barist við krabbamein í fimm ár. Hún segir undarlegt að ekki skuli vera þak á lyfjakostnaði krabbameinssjúklinga en einnig að ungt fólk með krabbamein skuli ekki fá fjárhagslegan stuðning við frjósemismeðferðir en lyfjameðferðir geta valdið ófrjósemi. „Þetta er gífurlegur kostnaður. Það þarf að greiða fyrir eggheimtu, hormónameðferð, uppsetningu og alls kyns annan kostnað sem fylgir þessu. Þetta er bæði erfitt líkamlega og andlega.“Lífið er núna!Ástrós segir einnig erfitt og sligandi að safna pening í fleiri mánuði og jafnvel ár til að eignast barn þegar krabbameinið og bati eru efst í huga sjúklinga og aðstandenda. „Af því að þú þarft að sneiða frá svo miklu til að hafa efni á meðferðinni. Ein meðferð hefur kostað okkur hjónin 900 þúsund og það þarf oft margar meðferðir. En ég er ólétt í dag þannig að þetta tókst! Sem betur fer eigum við góða að sem hafa hjálpað okkur fjárhagslega - annars hefðum við ekki getað látið þennan draum rætast,“ segir Ástrós Rut. Þessa dagana er Kraftur með átak þar sem sjónum er einmitt beint að aðstæðum ungs fólks með krabbamein og aflað er fjár, til að mynda fyrir neyðarsjóðinn, með sölu armbanda þar sem stendur „Lífið er núna.“ Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Fyrsta maí síðastliðinn tók nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna heilbrigðisþjónustu gildi þar sem ákveðið þak er á greiðslum. Aftur á móti er allur annar kostnaður, sem tengist þó veikindum fólks beint, enn óniðurgreiddur að mestu. Af þeim sökum sækja margir um styrk í neyðarsjóð Krafts, stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og sýna þá reikninga sína síðustu tvö ár. Hér er eitt lýsandi dæmi frá síðasta hausti um reikninga námsmanns í krabbameinsmeðferð. Lækniskostnaður: 133.239 Lyfjakaup: 80.261 Frjósemismeðferð: 707.000 Hjálpartæki: 23.854 Sálfræðikostnaður: 29.000Samtals 973.354Ástrós Rut Sigurðardóttir, formaður Krafts er eiginkona manns sem hefur barist við krabbamein í fimm ár. Hún segir undarlegt að ekki skuli vera þak á lyfjakostnaði krabbameinssjúklinga en einnig að ungt fólk með krabbamein skuli ekki fá fjárhagslegan stuðning við frjósemismeðferðir en lyfjameðferðir geta valdið ófrjósemi. „Þetta er gífurlegur kostnaður. Það þarf að greiða fyrir eggheimtu, hormónameðferð, uppsetningu og alls kyns annan kostnað sem fylgir þessu. Þetta er bæði erfitt líkamlega og andlega.“Lífið er núna!Ástrós segir einnig erfitt og sligandi að safna pening í fleiri mánuði og jafnvel ár til að eignast barn þegar krabbameinið og bati eru efst í huga sjúklinga og aðstandenda. „Af því að þú þarft að sneiða frá svo miklu til að hafa efni á meðferðinni. Ein meðferð hefur kostað okkur hjónin 900 þúsund og það þarf oft margar meðferðir. En ég er ólétt í dag þannig að þetta tókst! Sem betur fer eigum við góða að sem hafa hjálpað okkur fjárhagslega - annars hefðum við ekki getað látið þennan draum rætast,“ segir Ástrós Rut. Þessa dagana er Kraftur með átak þar sem sjónum er einmitt beint að aðstæðum ungs fólks með krabbamein og aflað er fjár, til að mynda fyrir neyðarsjóðinn, með sölu armbanda þar sem stendur „Lífið er núna.“
Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu