Gluggaþvottur í Hörpu alls ekki fyrir lofthrædda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. janúar 2018 21:00 Það er svo sannarlega ekki fyrir lofthrædda að annast gluggaþvott í tónlistarhúsinu Hörpu en byggingin er ekki síður þekkt fyrir sinn föngulega glerhjúp. Hjúpurinn samanstendur af fleiri þúsund rúðum sem þrífa þarf reglulega og er heilmikið verk. Glerhjúpurinn er um 12.000 fermetrar og samanstendur af hvorki meira né minna en 9.300 rúðum. Hann er hannaður af listamanninum Ólafi Elíassyni líkt og þekkt er en það eru verktakar sem annast regluleg þrif hjúpsins. „Þeir eru teknir einu sinni á ári að innan og utan og síðan höfum við farið, reyndar ekki nema einu sinni og þrifið inni í hjúpnum sjálfum. Það mæðir minna á þar,“ segir Sigurbjörn Sævarsson, starfsmaður hjá Sigmönnum ehf., sem annast gluggaþvottinn í Hörpu. Þegar hjúpurinn er þrifinn að innan hífa gluggaþvottamennirnir hvern annan upp í rjáfur Hörpunnar og þaðan síga þeir hægt og rólega niður, hlaðnir búnaði og pússa glerið, rúðu fyrir rúðu. Það getur tekið sinn tíma. Þegar hjúpurinn er þrifinn að utanverðu er yfirleitt notast við körfubíla en vandast svo málið þegar kemur að þeim hluta er snýr til sjávar. „Annað hérna næst bara úr körfubílnum og þá er því bara sinnt þannig. Þannig að við fáum að síga og svo er bara slembilukka hvort við lendum í sjónum eða hittum á bátinn sem bíður okkar,” segir Sigurbjörn. Hann segir ljóst að verkið sé ekki fyrir lofthrædda. „Það er allt í lagi smá lofthræðsla, það heldur manni á tánum að vera öruggur en það má ekki vera neitt meira en það.“ Sigurbjörn segir verkið í senn krefjandi og skemmtilegt. Þegar sólin getur það reynst erfitt við gluggaþvottinn en þá er aðeins eitt til ráða. „Stundum þarf maður að hafa sólgleraugu, þó maður sé inni ef það er of bjart.” Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Það er svo sannarlega ekki fyrir lofthrædda að annast gluggaþvott í tónlistarhúsinu Hörpu en byggingin er ekki síður þekkt fyrir sinn föngulega glerhjúp. Hjúpurinn samanstendur af fleiri þúsund rúðum sem þrífa þarf reglulega og er heilmikið verk. Glerhjúpurinn er um 12.000 fermetrar og samanstendur af hvorki meira né minna en 9.300 rúðum. Hann er hannaður af listamanninum Ólafi Elíassyni líkt og þekkt er en það eru verktakar sem annast regluleg þrif hjúpsins. „Þeir eru teknir einu sinni á ári að innan og utan og síðan höfum við farið, reyndar ekki nema einu sinni og þrifið inni í hjúpnum sjálfum. Það mæðir minna á þar,“ segir Sigurbjörn Sævarsson, starfsmaður hjá Sigmönnum ehf., sem annast gluggaþvottinn í Hörpu. Þegar hjúpurinn er þrifinn að innan hífa gluggaþvottamennirnir hvern annan upp í rjáfur Hörpunnar og þaðan síga þeir hægt og rólega niður, hlaðnir búnaði og pússa glerið, rúðu fyrir rúðu. Það getur tekið sinn tíma. Þegar hjúpurinn er þrifinn að utanverðu er yfirleitt notast við körfubíla en vandast svo málið þegar kemur að þeim hluta er snýr til sjávar. „Annað hérna næst bara úr körfubílnum og þá er því bara sinnt þannig. Þannig að við fáum að síga og svo er bara slembilukka hvort við lendum í sjónum eða hittum á bátinn sem bíður okkar,” segir Sigurbjörn. Hann segir ljóst að verkið sé ekki fyrir lofthrædda. „Það er allt í lagi smá lofthræðsla, það heldur manni á tánum að vera öruggur en það má ekki vera neitt meira en það.“ Sigurbjörn segir verkið í senn krefjandi og skemmtilegt. Þegar sólin getur það reynst erfitt við gluggaþvottinn en þá er aðeins eitt til ráða. „Stundum þarf maður að hafa sólgleraugu, þó maður sé inni ef það er of bjart.”
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira