Gluggaþvottur í Hörpu alls ekki fyrir lofthrædda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. janúar 2018 21:00 Það er svo sannarlega ekki fyrir lofthrædda að annast gluggaþvott í tónlistarhúsinu Hörpu en byggingin er ekki síður þekkt fyrir sinn föngulega glerhjúp. Hjúpurinn samanstendur af fleiri þúsund rúðum sem þrífa þarf reglulega og er heilmikið verk. Glerhjúpurinn er um 12.000 fermetrar og samanstendur af hvorki meira né minna en 9.300 rúðum. Hann er hannaður af listamanninum Ólafi Elíassyni líkt og þekkt er en það eru verktakar sem annast regluleg þrif hjúpsins. „Þeir eru teknir einu sinni á ári að innan og utan og síðan höfum við farið, reyndar ekki nema einu sinni og þrifið inni í hjúpnum sjálfum. Það mæðir minna á þar,“ segir Sigurbjörn Sævarsson, starfsmaður hjá Sigmönnum ehf., sem annast gluggaþvottinn í Hörpu. Þegar hjúpurinn er þrifinn að innan hífa gluggaþvottamennirnir hvern annan upp í rjáfur Hörpunnar og þaðan síga þeir hægt og rólega niður, hlaðnir búnaði og pússa glerið, rúðu fyrir rúðu. Það getur tekið sinn tíma. Þegar hjúpurinn er þrifinn að utanverðu er yfirleitt notast við körfubíla en vandast svo málið þegar kemur að þeim hluta er snýr til sjávar. „Annað hérna næst bara úr körfubílnum og þá er því bara sinnt þannig. Þannig að við fáum að síga og svo er bara slembilukka hvort við lendum í sjónum eða hittum á bátinn sem bíður okkar,” segir Sigurbjörn. Hann segir ljóst að verkið sé ekki fyrir lofthrædda. „Það er allt í lagi smá lofthræðsla, það heldur manni á tánum að vera öruggur en það má ekki vera neitt meira en það.“ Sigurbjörn segir verkið í senn krefjandi og skemmtilegt. Þegar sólin getur það reynst erfitt við gluggaþvottinn en þá er aðeins eitt til ráða. „Stundum þarf maður að hafa sólgleraugu, þó maður sé inni ef það er of bjart.” Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Það er svo sannarlega ekki fyrir lofthrædda að annast gluggaþvott í tónlistarhúsinu Hörpu en byggingin er ekki síður þekkt fyrir sinn föngulega glerhjúp. Hjúpurinn samanstendur af fleiri þúsund rúðum sem þrífa þarf reglulega og er heilmikið verk. Glerhjúpurinn er um 12.000 fermetrar og samanstendur af hvorki meira né minna en 9.300 rúðum. Hann er hannaður af listamanninum Ólafi Elíassyni líkt og þekkt er en það eru verktakar sem annast regluleg þrif hjúpsins. „Þeir eru teknir einu sinni á ári að innan og utan og síðan höfum við farið, reyndar ekki nema einu sinni og þrifið inni í hjúpnum sjálfum. Það mæðir minna á þar,“ segir Sigurbjörn Sævarsson, starfsmaður hjá Sigmönnum ehf., sem annast gluggaþvottinn í Hörpu. Þegar hjúpurinn er þrifinn að innan hífa gluggaþvottamennirnir hvern annan upp í rjáfur Hörpunnar og þaðan síga þeir hægt og rólega niður, hlaðnir búnaði og pússa glerið, rúðu fyrir rúðu. Það getur tekið sinn tíma. Þegar hjúpurinn er þrifinn að utanverðu er yfirleitt notast við körfubíla en vandast svo málið þegar kemur að þeim hluta er snýr til sjávar. „Annað hérna næst bara úr körfubílnum og þá er því bara sinnt þannig. Þannig að við fáum að síga og svo er bara slembilukka hvort við lendum í sjónum eða hittum á bátinn sem bíður okkar,” segir Sigurbjörn. Hann segir ljóst að verkið sé ekki fyrir lofthrædda. „Það er allt í lagi smá lofthræðsla, það heldur manni á tánum að vera öruggur en það má ekki vera neitt meira en það.“ Sigurbjörn segir verkið í senn krefjandi og skemmtilegt. Þegar sólin getur það reynst erfitt við gluggaþvottinn en þá er aðeins eitt til ráða. „Stundum þarf maður að hafa sólgleraugu, þó maður sé inni ef það er of bjart.”
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira