Hefur 150 klukkustundir til að hlaupa 400 kílómetra í Góbí eyðimörkinni Sylvía Hall skrifar 30. september 2018 16:16 Elísabet er ofurhlaupari í orðsins fyllstu merkingu. Fréttablaðið/Eyþór Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og ofurhlaupari, reynir við eitt erfiðasta hlaup í heimi sem stendur. Hún er stödd í Kína þar sem hún hleypur 400 kílómetra langa leið í gegnum Góbí-eyðimörkina og þarf að ljúka hlaupinu á 150 klukkustundum, eða rúmlega sex sólarhringum. Elísabet er reyndur hlaupari og hefur tekið þátt í mörgum ofurhlaupum í gegnum tíðina, þar á meðal Ultra Trail du Mt. Blanc og Ultra Trail Mt. Fuji. Þau hlaup eru þó töluvert styttri en það sem hún reynir við núna. Á Facebook-síðu Elísabetar má fylgjast með gangi hlaupsins og hvernig henni miðar áfram. Elísabet lagði af stað seinni part fimmtudags á íslenskum tíma og í hádeginu í dag hafði hún hlaupið rúmlega 266 kílómetra á tæplega 70 klukkustundum. Hún lagði af stað frá sjöundu hvíldarstöð fyrir þremur klukkustundum síðan. Líkt og áður sagði hefur Elísabet 150 klukkustundir til þess að ljúka hlaupinu. Í hlaupinu eru miklar hitabreytingar og mun Elísabet hlaupa í dagsbirtu og að næturlagi. Þá þurfa hlauparar einnig að hlaupa yfir vötn, grófa stíga og gljúfur og rúmlega 2500 metra upphækkun er á fyrri hluta leiðarinnar. Leiðin er því gríðarlega erfið og hefur Elísabet ekki farið varhluta af því en á leið sinni að fjórðu hvíldarstöðinni þurfti hún að vaða straumharða á í tíu gráðu frosti og fékk hún aðhlynningu á hvíldarstöðinni þegar þangað var komið. Hér má sjá upphækkunina á hlaupaleiðinni.ULTRA GOBIÞátttakendur njóta aðstoðar lækna og nuddara á meðan hlaupinu stendur og er vel fylgst með þátttakendum á leiðinni. Sem stendur er Elísabet í níunda sæti yfir heildina og lang fremst meðal kvenna, en af 50 þátttakendum eru sjö konur.Elísabet er þaulreyndur ofurhlaupari.FacebookElísabet er fyrst Íslendinga til þess að reyna við þetta ofurhlaup og lagði hún af stað með það markmið að klára hlaupið á fjórum dögum og hlaupa 100 kílómetra á sólarhring. Hægt er að fylgjast með Elísabetu á Facebook-síðu hennar sem og á kortinu hér að neðan. Íþróttir Tengdar fréttir Hljóp 170 kílómetra: Fimmtánda konan í mark í "mekka fjallahlaupanna“ Elísabet Margeirsdóttir, ofurhlaupakona, hljóp 100 kílómetra með brotinn fingur. "Þannig að þetta var frekar erfitt.“ 1. september 2015 14:07 Hlaupið á fjöllum í fjóra daga Elísabet Margeirsdóttir tók þátt í einu svakalegasta fjallahlaupi í Evrópu í fyrra. Hún segir frá því á Fjallakvöldi í Háskólabíói næsta þriðjudagskvöld og gefur fólki um leið innsýn í líf fjallahlauparans. 15. febrúar 2017 12:00 Kláraði 169 kílómetra ofurhlaup í Japan "Það má segja að ég hafi hlaupið þetta að mestu í einum rykk með stoppum á þeim drykkjarstöðvum sem voru á leiðinni til að bæta á mig vökva og næringu,“ segir Elísabet Margeirsdóttir. 15. maí 2014 12:00 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og ofurhlaupari, reynir við eitt erfiðasta hlaup í heimi sem stendur. Hún er stödd í Kína þar sem hún hleypur 400 kílómetra langa leið í gegnum Góbí-eyðimörkina og þarf að ljúka hlaupinu á 150 klukkustundum, eða rúmlega sex sólarhringum. Elísabet er reyndur hlaupari og hefur tekið þátt í mörgum ofurhlaupum í gegnum tíðina, þar á meðal Ultra Trail du Mt. Blanc og Ultra Trail Mt. Fuji. Þau hlaup eru þó töluvert styttri en það sem hún reynir við núna. Á Facebook-síðu Elísabetar má fylgjast með gangi hlaupsins og hvernig henni miðar áfram. Elísabet lagði af stað seinni part fimmtudags á íslenskum tíma og í hádeginu í dag hafði hún hlaupið rúmlega 266 kílómetra á tæplega 70 klukkustundum. Hún lagði af stað frá sjöundu hvíldarstöð fyrir þremur klukkustundum síðan. Líkt og áður sagði hefur Elísabet 150 klukkustundir til þess að ljúka hlaupinu. Í hlaupinu eru miklar hitabreytingar og mun Elísabet hlaupa í dagsbirtu og að næturlagi. Þá þurfa hlauparar einnig að hlaupa yfir vötn, grófa stíga og gljúfur og rúmlega 2500 metra upphækkun er á fyrri hluta leiðarinnar. Leiðin er því gríðarlega erfið og hefur Elísabet ekki farið varhluta af því en á leið sinni að fjórðu hvíldarstöðinni þurfti hún að vaða straumharða á í tíu gráðu frosti og fékk hún aðhlynningu á hvíldarstöðinni þegar þangað var komið. Hér má sjá upphækkunina á hlaupaleiðinni.ULTRA GOBIÞátttakendur njóta aðstoðar lækna og nuddara á meðan hlaupinu stendur og er vel fylgst með þátttakendum á leiðinni. Sem stendur er Elísabet í níunda sæti yfir heildina og lang fremst meðal kvenna, en af 50 þátttakendum eru sjö konur.Elísabet er þaulreyndur ofurhlaupari.FacebookElísabet er fyrst Íslendinga til þess að reyna við þetta ofurhlaup og lagði hún af stað með það markmið að klára hlaupið á fjórum dögum og hlaupa 100 kílómetra á sólarhring. Hægt er að fylgjast með Elísabetu á Facebook-síðu hennar sem og á kortinu hér að neðan.
Íþróttir Tengdar fréttir Hljóp 170 kílómetra: Fimmtánda konan í mark í "mekka fjallahlaupanna“ Elísabet Margeirsdóttir, ofurhlaupakona, hljóp 100 kílómetra með brotinn fingur. "Þannig að þetta var frekar erfitt.“ 1. september 2015 14:07 Hlaupið á fjöllum í fjóra daga Elísabet Margeirsdóttir tók þátt í einu svakalegasta fjallahlaupi í Evrópu í fyrra. Hún segir frá því á Fjallakvöldi í Háskólabíói næsta þriðjudagskvöld og gefur fólki um leið innsýn í líf fjallahlauparans. 15. febrúar 2017 12:00 Kláraði 169 kílómetra ofurhlaup í Japan "Það má segja að ég hafi hlaupið þetta að mestu í einum rykk með stoppum á þeim drykkjarstöðvum sem voru á leiðinni til að bæta á mig vökva og næringu,“ segir Elísabet Margeirsdóttir. 15. maí 2014 12:00 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Hljóp 170 kílómetra: Fimmtánda konan í mark í "mekka fjallahlaupanna“ Elísabet Margeirsdóttir, ofurhlaupakona, hljóp 100 kílómetra með brotinn fingur. "Þannig að þetta var frekar erfitt.“ 1. september 2015 14:07
Hlaupið á fjöllum í fjóra daga Elísabet Margeirsdóttir tók þátt í einu svakalegasta fjallahlaupi í Evrópu í fyrra. Hún segir frá því á Fjallakvöldi í Háskólabíói næsta þriðjudagskvöld og gefur fólki um leið innsýn í líf fjallahlauparans. 15. febrúar 2017 12:00
Kláraði 169 kílómetra ofurhlaup í Japan "Það má segja að ég hafi hlaupið þetta að mestu í einum rykk með stoppum á þeim drykkjarstöðvum sem voru á leiðinni til að bæta á mig vökva og næringu,“ segir Elísabet Margeirsdóttir. 15. maí 2014 12:00