Átta mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi á Öxnadalsheiði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. febrúar 2018 06:00 Frá vettvangi slyssins. RNSA Karlmaður á fimmtugsaldri var fyrir viku í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Sex mánuðir refsingarinnar eru bundnir almennu skilorði til tveggja ára.Maðurinn ók ónothæfri bifreið ökuréttindalaus á ofsahraða, allt að 162 km/klst., á Öxnadalsheiði í júní 2016. Við tilraun til framúraksturs ók hann aftan á aðra bifreið sem kastaðist í veg fyrir rútu sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður bifreiðarinnar sem ekið var aftan á lést nær samstundis og farþegi í rútunni slasaðist. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) um slysið var kallað eftir því að skipaður yrði starfshópur sem myndi gera tillögur um breytingar á lagaumhverfi sem snýr að áfengis- og/eða vímuakstri. Sú tillaga er ítrekun úr skýrslu nefndarinnar vegna banaslyss sem varð árið 2012 í Hrútafirði.Sjá einnig: Banaslysið á Öxnadalsheiði: Ók ónýtum bíl á ofsahraða undir áhrifum lyfja Hinn sakfelldi kom fyrir dóm og játaði sök. Hann á að baki langan sakaferil og hefur frá árinu 2013 ítrekað verið sektaður fyrir vímuefnaakstur og sviptur ökurétti af sömu sökum. Auk refsingarinnar var hann sviptur ökuréttindum frá og með 1. september 2019 í eitt ár en þann 31. ágúst 2019 rennur núverandi ökuréttindasvipting hans sitt skeið. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða laun og útlagðan kostnað verjanda síns, tæplega 1,3 milljónir króna. Annar kostnaður sem hlaust af umfangsmikilli rannsókn málsins greiðist hins vegar úr ríkissjóði. Athygli vekur að málið var dómtekið 3. nóvember á síðasta ári og játaði maðurinn sök strax. Dómur var hins vegar ekki kveðinn upp fyrr en 5. febrúar síðastliðinn. Í dómsorði er þess ekki getið hví dómsuppsaga dróst með þessum hætti. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Banaslysið á Öxnadalsheiði: Ók ónýtum bíl á ofsahraða undir áhrifum lyfja Karlmaður á fimmtugsaldri sætir ákæru fyrir manndráp af gáleysi. 2. nóvember 2017 14:30 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri var fyrir viku í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Sex mánuðir refsingarinnar eru bundnir almennu skilorði til tveggja ára.Maðurinn ók ónothæfri bifreið ökuréttindalaus á ofsahraða, allt að 162 km/klst., á Öxnadalsheiði í júní 2016. Við tilraun til framúraksturs ók hann aftan á aðra bifreið sem kastaðist í veg fyrir rútu sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður bifreiðarinnar sem ekið var aftan á lést nær samstundis og farþegi í rútunni slasaðist. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) um slysið var kallað eftir því að skipaður yrði starfshópur sem myndi gera tillögur um breytingar á lagaumhverfi sem snýr að áfengis- og/eða vímuakstri. Sú tillaga er ítrekun úr skýrslu nefndarinnar vegna banaslyss sem varð árið 2012 í Hrútafirði.Sjá einnig: Banaslysið á Öxnadalsheiði: Ók ónýtum bíl á ofsahraða undir áhrifum lyfja Hinn sakfelldi kom fyrir dóm og játaði sök. Hann á að baki langan sakaferil og hefur frá árinu 2013 ítrekað verið sektaður fyrir vímuefnaakstur og sviptur ökurétti af sömu sökum. Auk refsingarinnar var hann sviptur ökuréttindum frá og með 1. september 2019 í eitt ár en þann 31. ágúst 2019 rennur núverandi ökuréttindasvipting hans sitt skeið. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða laun og útlagðan kostnað verjanda síns, tæplega 1,3 milljónir króna. Annar kostnaður sem hlaust af umfangsmikilli rannsókn málsins greiðist hins vegar úr ríkissjóði. Athygli vekur að málið var dómtekið 3. nóvember á síðasta ári og játaði maðurinn sök strax. Dómur var hins vegar ekki kveðinn upp fyrr en 5. febrúar síðastliðinn. Í dómsorði er þess ekki getið hví dómsuppsaga dróst með þessum hætti.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Banaslysið á Öxnadalsheiði: Ók ónýtum bíl á ofsahraða undir áhrifum lyfja Karlmaður á fimmtugsaldri sætir ákæru fyrir manndráp af gáleysi. 2. nóvember 2017 14:30 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Banaslysið á Öxnadalsheiði: Ók ónýtum bíl á ofsahraða undir áhrifum lyfja Karlmaður á fimmtugsaldri sætir ákæru fyrir manndráp af gáleysi. 2. nóvember 2017 14:30