Umdeildur Kanye West hverfur af samfélagsmiðlum: „Að vera með geðsjúkdóm afsakar ekki að láta eins og fáviti“ Sylvía Hall skrifar 7. október 2018 11:07 Kanye West vekur athygli hvert sem hann fer. Vísir/Getty Aðdáendur rapparans Kanye West tóku eftir því í nótt að rapparinn hefur gert aðganga sína á samfélagsmiðlunum Instagram og Twitter óvirka og kom það mörgum að óvörum, en rapparinn hefur farið mikinn á Twitter upp á síðkastið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem rapparinn gerir aðganga sína á samfélagsmiðlum óvirka en í maí 2017 hvarf hann einnig af miðlunum og kom ekki nálægt þeim í tæplega ár. Í apríl síðastliðnum virkjaði West aðganga sína á ný með stæl og hefur verið óhræddur við að tjá sig um hin ýmsu málefni. Í vikunni sem leið hafði hann ollið miklu fjaðrafoki á meðal fylgjenda sinna þar sem hann talaði meðal annars um aðdáun sína á Donald Trump Bandaríkjaforseta og birti mynd af sér með „Make America Great Again“ derhúfu sem var eitt einkennismerki forsetans í kosningabaráttunni árið 2016. Þá sagði hann einnig að hann vildi að þrettánda ákvæði stjórnarskrárinnar yrði afnumið, en ákvæðið leggur bann við þrælahaldi.Olli fjaðrafoki í SNL Þá kom hann fram í þættinum Saturday Night Live fyrir viku síðan og hélt ræðu til stuðnings Donald Trump. Ræðan var ekki hluti af útsendingu þáttarins en áhorfendur í sal náðu ræðunni á myndband og birtu á samfélagsmiðlum. Í nýjasta þætti SNL sagði Pete Davidson, meðlimur þáttarins, að uppákoman með West hafi verið eitt það vandræðalegasta sem hann hafði séð á sínum tíma í þættinum og sagði andlega erfiðleika rapparans ekki afsaka hegðun hans, en West opinberaði það í sumar að hann hafði greinst með geðhvarfasýki. „Að vera með geðsjúkdóm afsakar ekki að láta eins og fáviti,“ sagði Davidson.Pete dropped by the Weekend Update desk to talk about last week's musical guest, Kanye West. #SNL pic.twitter.com/LFzJJFTnbV— Saturday Night Live - SNL (@nbcsnl) 7 October 2018 Tengdar fréttir Reitir netverja enn og aftur til reiði með einkennilegri yfirlýsingu um þrælahald Það var ekki aðeins derhúfan sem vakti hneykslan netverja heldur einnig textinn sem West lét fylgja myndinni. 30. september 2018 22:06 Kanye West sagði þrældóm svartra hljóma eins og „val“ Starfsmaður TMZ setti ofan í við rapparann í furðulegu sjónvarpsviðtali. 2. maí 2018 08:13 Kanye West kom fram í vatnsflöskubúning og flutti ræðu til stuðnings Trump Rapparinn Kanye West kom fram í þættinum Saturday Night Live í nótt. 30. september 2018 13:29 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Aðdáendur rapparans Kanye West tóku eftir því í nótt að rapparinn hefur gert aðganga sína á samfélagsmiðlunum Instagram og Twitter óvirka og kom það mörgum að óvörum, en rapparinn hefur farið mikinn á Twitter upp á síðkastið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem rapparinn gerir aðganga sína á samfélagsmiðlum óvirka en í maí 2017 hvarf hann einnig af miðlunum og kom ekki nálægt þeim í tæplega ár. Í apríl síðastliðnum virkjaði West aðganga sína á ný með stæl og hefur verið óhræddur við að tjá sig um hin ýmsu málefni. Í vikunni sem leið hafði hann ollið miklu fjaðrafoki á meðal fylgjenda sinna þar sem hann talaði meðal annars um aðdáun sína á Donald Trump Bandaríkjaforseta og birti mynd af sér með „Make America Great Again“ derhúfu sem var eitt einkennismerki forsetans í kosningabaráttunni árið 2016. Þá sagði hann einnig að hann vildi að þrettánda ákvæði stjórnarskrárinnar yrði afnumið, en ákvæðið leggur bann við þrælahaldi.Olli fjaðrafoki í SNL Þá kom hann fram í þættinum Saturday Night Live fyrir viku síðan og hélt ræðu til stuðnings Donald Trump. Ræðan var ekki hluti af útsendingu þáttarins en áhorfendur í sal náðu ræðunni á myndband og birtu á samfélagsmiðlum. Í nýjasta þætti SNL sagði Pete Davidson, meðlimur þáttarins, að uppákoman með West hafi verið eitt það vandræðalegasta sem hann hafði séð á sínum tíma í þættinum og sagði andlega erfiðleika rapparans ekki afsaka hegðun hans, en West opinberaði það í sumar að hann hafði greinst með geðhvarfasýki. „Að vera með geðsjúkdóm afsakar ekki að láta eins og fáviti,“ sagði Davidson.Pete dropped by the Weekend Update desk to talk about last week's musical guest, Kanye West. #SNL pic.twitter.com/LFzJJFTnbV— Saturday Night Live - SNL (@nbcsnl) 7 October 2018
Tengdar fréttir Reitir netverja enn og aftur til reiði með einkennilegri yfirlýsingu um þrælahald Það var ekki aðeins derhúfan sem vakti hneykslan netverja heldur einnig textinn sem West lét fylgja myndinni. 30. september 2018 22:06 Kanye West sagði þrældóm svartra hljóma eins og „val“ Starfsmaður TMZ setti ofan í við rapparann í furðulegu sjónvarpsviðtali. 2. maí 2018 08:13 Kanye West kom fram í vatnsflöskubúning og flutti ræðu til stuðnings Trump Rapparinn Kanye West kom fram í þættinum Saturday Night Live í nótt. 30. september 2018 13:29 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Reitir netverja enn og aftur til reiði með einkennilegri yfirlýsingu um þrælahald Það var ekki aðeins derhúfan sem vakti hneykslan netverja heldur einnig textinn sem West lét fylgja myndinni. 30. september 2018 22:06
Kanye West sagði þrældóm svartra hljóma eins og „val“ Starfsmaður TMZ setti ofan í við rapparann í furðulegu sjónvarpsviðtali. 2. maí 2018 08:13
Kanye West kom fram í vatnsflöskubúning og flutti ræðu til stuðnings Trump Rapparinn Kanye West kom fram í þættinum Saturday Night Live í nótt. 30. september 2018 13:29