Bæjarstjórar undrast útboð um breikkun Suðurlandsvegar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. ágúst 2018 18:49 Bæjarstjórar Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar undrast að útboð um breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Árborgar verði opnuð í þessum mánuði og að hugsanlega geti framkvæmdir hafist á þessu ári. Enn er óljóst hvenær tvöföldun Reykjanesbrautar verður lokið. Vegagerðin stefnir að því að opna útboð í fyrsta áfanga um breikkun Suðurlandsvega milli Hveragerðis og Árborgar í þessum mánuði. RÚV greindi fyrst frá málinu en þar var haft eftir fulltrúa Vegagerðarinnar að framkvæmdir gætu hafist síðar á árinu. Enn á eftir að ljúka við tvöföldun Reykjanesbrautar á tveimur stöðum, annars vegar í Hafnarfirði og hins vegar í Reykjanesbæ og upp að flugstöð. Menn spyrja sig hvort ekki eigi að klára þessa tvöföldun áður en ráðist er í tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Árborgar.Mörg alvarleg umferðarslysMörg alvarleg umferðarslys hafa orðið á síðustu misserum á þeim tveimur vegarköflum sem um ræðir. Síðast í morgun lentu fjórir bílar í árekstri við Reykjanesbraut þar sem ein aksturstefna er í hvora átt í Hafnarfirði. Bæjarstjórar tveggja sveitarfélaga, þar sem Reykjanesbraut liggur í gegn undrast forgangsröðun Vegargerðarinnar. „Ef menn ætla að fara að ráðast í tvöföldun á Suðurlandsvegi þá er það bara fínt mál. En við erum ekki sátt við það ef það verður til þess að tefja þessar tímasetningar sem menn hafa verið að varpa fram með tvöföldun hjá okkur,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Í sama streng tekur Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og óskar eftir skýrum svörum. „Þessar fréttir að Reykjanesbrautin sé ekki að fara í útboð á þessum tíma sem við vorum búin að binda miklar vonir við og þrýsta á í langan tíma, þær eru okkur mikil vonbrigði og í kjölfar þeirra munum við núna strax krefjast svara,“ segir Rósa.Þurfa að halda málstaðnum á loftiKjartan segist ekki vilja gera lítið úr mikilvægi þess að tvöfalda Suðurlandsveginn. „En við þurfum að halda áfram að halda okkar málstað á lofti í samráði við þingmenn og ráðherra.“ Rósa bendir á að það séu 600 milljónir í fjárlögum til Reykjanesbrautarinnar á þessu ári. „Og við viljum sjá það að þeir fjármunir fari að vinna á réttum stað og því eru þetta mikil vonbrigði að sjá að það sé ekki verið að fara í útboð á Reykjanesbrautinni," segir hún. Samgöngur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Bæjarstjórar Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar undrast að útboð um breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Árborgar verði opnuð í þessum mánuði og að hugsanlega geti framkvæmdir hafist á þessu ári. Enn er óljóst hvenær tvöföldun Reykjanesbrautar verður lokið. Vegagerðin stefnir að því að opna útboð í fyrsta áfanga um breikkun Suðurlandsvega milli Hveragerðis og Árborgar í þessum mánuði. RÚV greindi fyrst frá málinu en þar var haft eftir fulltrúa Vegagerðarinnar að framkvæmdir gætu hafist síðar á árinu. Enn á eftir að ljúka við tvöföldun Reykjanesbrautar á tveimur stöðum, annars vegar í Hafnarfirði og hins vegar í Reykjanesbæ og upp að flugstöð. Menn spyrja sig hvort ekki eigi að klára þessa tvöföldun áður en ráðist er í tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Árborgar.Mörg alvarleg umferðarslysMörg alvarleg umferðarslys hafa orðið á síðustu misserum á þeim tveimur vegarköflum sem um ræðir. Síðast í morgun lentu fjórir bílar í árekstri við Reykjanesbraut þar sem ein aksturstefna er í hvora átt í Hafnarfirði. Bæjarstjórar tveggja sveitarfélaga, þar sem Reykjanesbraut liggur í gegn undrast forgangsröðun Vegargerðarinnar. „Ef menn ætla að fara að ráðast í tvöföldun á Suðurlandsvegi þá er það bara fínt mál. En við erum ekki sátt við það ef það verður til þess að tefja þessar tímasetningar sem menn hafa verið að varpa fram með tvöföldun hjá okkur,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Í sama streng tekur Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og óskar eftir skýrum svörum. „Þessar fréttir að Reykjanesbrautin sé ekki að fara í útboð á þessum tíma sem við vorum búin að binda miklar vonir við og þrýsta á í langan tíma, þær eru okkur mikil vonbrigði og í kjölfar þeirra munum við núna strax krefjast svara,“ segir Rósa.Þurfa að halda málstaðnum á loftiKjartan segist ekki vilja gera lítið úr mikilvægi þess að tvöfalda Suðurlandsveginn. „En við þurfum að halda áfram að halda okkar málstað á lofti í samráði við þingmenn og ráðherra.“ Rósa bendir á að það séu 600 milljónir í fjárlögum til Reykjanesbrautarinnar á þessu ári. „Og við viljum sjá það að þeir fjármunir fari að vinna á réttum stað og því eru þetta mikil vonbrigði að sjá að það sé ekki verið að fara í útboð á Reykjanesbrautinni," segir hún.
Samgöngur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira