Páll Bergþórsson fór í fallhlífarstökk: „Reynir meira á mann að ganga 100 metra“ Atli Ísleifsson skrifar 16. ágúst 2018 21:16 Páll stökk úr þriggja kílómetra hæð en flugvélin tók á loft frá Hellu. Mynd/Baldur Pálsson Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri, fór í fallhlífarstökk í fyrsta sinn fyrr í dag. Páll er 95 ára gamall og kveðst mjög ánægður með að hafa látið vaða. „Ég var að prófa þetta í fyrsta skipti. Þó ég hafi nú eiginlega lifað á loftinu allan tímann sem veðurfræðingur þá hef ég aldrei farið í loftköstum fyrr en núna. Ég mátti til með að prófa það,“ segir Páll í samtali við Vísi. Páll stökk úr flugvél sem tók á loft frá Hellu og segir hann stökkið hafa verið ljómandi skemmtilegt og miklu þægilegra og notalegra en hann hafði fyrirfram búist við. „Þetta reynir ekkert á mann. Það reynir meira á mann að ganga 100 metra. Það var afskaplega skemmtilegt að finna loftið leika um sig og sjá jörðina mæta manni.“ Hann stökk úr þriggja kílómetra hæð og segist hafa náð 200 kílómetra hraða á leiðinni niður áður en fallhlífin var opnuð. „Maður fann samt eiginlega ekkert fyrir því. Það var mikill vindur, en þetta var ljómandi skemmtilegt.“En hvað fær 95 ára gamlan mann til að prófa fallhlífarstökk í fyrsta skipti?„Það var tilviljun. Það voru menn sem ég þekki, sonur minn sem fór í þetta. Þá datt mér þetta í hug. Ég vissi ekki að hægt væri að fá svona þjónustu hér. Þegar ég vissi það þá var þetta ákveðið.“Nú hef ég ekki prófað fallhlífarstökk. Mælir þú með þessu?„Ég mæli með því.“Á ég ekki að bíða með það þar til að ég verð 95 ára?„Nei, þú skalt gera það heldur fyrr.“ Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira
Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri, fór í fallhlífarstökk í fyrsta sinn fyrr í dag. Páll er 95 ára gamall og kveðst mjög ánægður með að hafa látið vaða. „Ég var að prófa þetta í fyrsta skipti. Þó ég hafi nú eiginlega lifað á loftinu allan tímann sem veðurfræðingur þá hef ég aldrei farið í loftköstum fyrr en núna. Ég mátti til með að prófa það,“ segir Páll í samtali við Vísi. Páll stökk úr flugvél sem tók á loft frá Hellu og segir hann stökkið hafa verið ljómandi skemmtilegt og miklu þægilegra og notalegra en hann hafði fyrirfram búist við. „Þetta reynir ekkert á mann. Það reynir meira á mann að ganga 100 metra. Það var afskaplega skemmtilegt að finna loftið leika um sig og sjá jörðina mæta manni.“ Hann stökk úr þriggja kílómetra hæð og segist hafa náð 200 kílómetra hraða á leiðinni niður áður en fallhlífin var opnuð. „Maður fann samt eiginlega ekkert fyrir því. Það var mikill vindur, en þetta var ljómandi skemmtilegt.“En hvað fær 95 ára gamlan mann til að prófa fallhlífarstökk í fyrsta skipti?„Það var tilviljun. Það voru menn sem ég þekki, sonur minn sem fór í þetta. Þá datt mér þetta í hug. Ég vissi ekki að hægt væri að fá svona þjónustu hér. Þegar ég vissi það þá var þetta ákveðið.“Nú hef ég ekki prófað fallhlífarstökk. Mælir þú með þessu?„Ég mæli með því.“Á ég ekki að bíða með það þar til að ég verð 95 ára?„Nei, þú skalt gera það heldur fyrr.“
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira