Varamaður Tom Brady orðinn launahæstur í NFL eftir að byrja aðeins sjö leiki Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. febrúar 2018 11:00 Jimmy Garoppolo á nú fyrir salti í grautinn. getty Leikstjórnandinn Jimmy Garoppolo varð í gærkvöldi launahæsti leikmaður sögunnar í NFL-deildinni í amerískum fótbolta þegar að hann skrifaði undir fimm ára langan samning við San Francisco 49ers. Garoppolo fær litlar 137,5 milljónir dollara í laun yfir þennan tíma eða 27,5 milljónir á ári. Litlu munar á honum og Matthew Stafford, leikstjórnanda Detroit Lions, sem er næstlaunahæstur með 27 milljónir dollara á ári. Það sem er áhugaverðast við þetta allt saman er að Garoppolo, eða Jimmy G eins og hann er kallaður, hefur aðeins byrjað sjö leiki í NFL-deildinni. Allir hinir 100 milljóna dollara mennirnir í deildinni hafa sannað gildi sitt á nokkrum árum og/eða hreinlega unnið Super Bowl. Garoppolo var fenginn til New England Patriots í annarri umferð nýliðavalsins árið 2014 og fannst sérfræðingum strax athyglivert að liðið væri að taka leikstjórnanda svona snemma í valinu þegar það er með Tom Brady. Var talið nánast öruggt að Bill Belichick, þjálfari Patriots, vissi eitthvað sem aðrir vissu ekki og þarna væri arftaki Tom Brady á ferðinni.vísir/gettyGaroppolo sat á bekknum hjá Patriots, rólegur, í þrjú ár, en spilaði tvo leiki í byrjun tímabilsins 2016 þegar að Tom Brady var í banni. Hann vann báða leikina og spilaði mjög vel. Sannfærðust menn enn frekar um að þarna væri á ferð maðurinn sem myndi taka við af Brady. Nýliðasamningur hans átti að renna út í sumar og var honum óvænt skipt til San Francisco á miðju tímabili fyrir valrétt í annarri umferð nýliðavalsins. Frisco-liðið þakkaði pent fyrir sig og vann síðustu fimm leiki tímabilsins með Jimmy G í brúnni. Framkvæmdastjóri og þjálfari 49ers voru sannfærðir; Garoppolo er framtíðin. Því var gerður þessi ofursamningur við strákinn þrátt fyrir að hann hefur ekki einu sinni spilað samtals hálfa leiktíð í NFL-deildinni. Jimmy Garoppolo fær nú töluvert meira borgað en Tom Brady sem er 15. launahæsti leikmaður deildarinnar með rétt ríflega 20 milljónir dollara í árslaun. NFL Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Leikstjórnandinn Jimmy Garoppolo varð í gærkvöldi launahæsti leikmaður sögunnar í NFL-deildinni í amerískum fótbolta þegar að hann skrifaði undir fimm ára langan samning við San Francisco 49ers. Garoppolo fær litlar 137,5 milljónir dollara í laun yfir þennan tíma eða 27,5 milljónir á ári. Litlu munar á honum og Matthew Stafford, leikstjórnanda Detroit Lions, sem er næstlaunahæstur með 27 milljónir dollara á ári. Það sem er áhugaverðast við þetta allt saman er að Garoppolo, eða Jimmy G eins og hann er kallaður, hefur aðeins byrjað sjö leiki í NFL-deildinni. Allir hinir 100 milljóna dollara mennirnir í deildinni hafa sannað gildi sitt á nokkrum árum og/eða hreinlega unnið Super Bowl. Garoppolo var fenginn til New England Patriots í annarri umferð nýliðavalsins árið 2014 og fannst sérfræðingum strax athyglivert að liðið væri að taka leikstjórnanda svona snemma í valinu þegar það er með Tom Brady. Var talið nánast öruggt að Bill Belichick, þjálfari Patriots, vissi eitthvað sem aðrir vissu ekki og þarna væri arftaki Tom Brady á ferðinni.vísir/gettyGaroppolo sat á bekknum hjá Patriots, rólegur, í þrjú ár, en spilaði tvo leiki í byrjun tímabilsins 2016 þegar að Tom Brady var í banni. Hann vann báða leikina og spilaði mjög vel. Sannfærðust menn enn frekar um að þarna væri á ferð maðurinn sem myndi taka við af Brady. Nýliðasamningur hans átti að renna út í sumar og var honum óvænt skipt til San Francisco á miðju tímabili fyrir valrétt í annarri umferð nýliðavalsins. Frisco-liðið þakkaði pent fyrir sig og vann síðustu fimm leiki tímabilsins með Jimmy G í brúnni. Framkvæmdastjóri og þjálfari 49ers voru sannfærðir; Garoppolo er framtíðin. Því var gerður þessi ofursamningur við strákinn þrátt fyrir að hann hefur ekki einu sinni spilað samtals hálfa leiktíð í NFL-deildinni. Jimmy Garoppolo fær nú töluvert meira borgað en Tom Brady sem er 15. launahæsti leikmaður deildarinnar með rétt ríflega 20 milljónir dollara í árslaun.
NFL Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira