Konur tóku sér pláss á Eddunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. febrúar 2018 21:14 Kvennasamstaða einkenndi upphafsatriði Eddunnar í ár. Skjáskot af RÚV Konur frá WIFT, alþjóðlegum samtökum kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, fluttu alvöruþrungið ávarp á Edduverðlaunahátíðinni, uppskeruhátíð íslensku sjónvarps-og kvikmyndaakademíunnar sem fer fram í kvöld á RÚV. Leikkonur og dagskrárgerðarkonur á öllum aldri tóku sér stöðu á sviðinu og héldust í hendur, klæddar rauðu og svörtu og fóru með texta. „Þú, þú hérna í salnum, þú heima í stofu, hvar í veröldinni sem þú ert. Við erum hér vegna þín. Þú sem hefur upplifað ofbeldi, kúgun eða misbeitingu valds. Þú sem hefur þurft að þjást vegna kynbundinnar mismununar, við erum hér.“ Þetta voru upphafsorð ávarps kvennanna sem var eins og ljóðrænn gjörningur. Ein þeirra sem tók til máls var Sigyn Blöndal, umsjónarmaður Stundarinnar okkar. Hún talaði um þá breytingu sem orðið hefur í þjóðfélaginu þegar kemur að kynferðisofbeldi. „Þú þarft ekki lengur að þegja ef brotið er á þér. Við erum hér og hlustum ef þú kýst að tala.“ Í ávarpinu var konum í heiminum vottuð virðing fyrir að hafa náð að knýja fram breytingar í þágu jafnréttis. Það hafi krafist mikils hugrekkis af hálfu þessara kvenna. „Hugrekki til að taka sér pláss, hugrekki til að krefjast jafnréttis, virðingar, hugrekki til að segja stopp. Þögnin hefur loksins verið rofin og þess vegna stöndum við hér.“ Ávarpinu lauk með áhrifaríkum hætti því ung kona kallaði eftir auknum samtakamætti til þess að knýja fram aukið jafnrétti. „Ég er hér af því ég er framtíðin og í framtíðinni vil ég að rödd mín heyrist og að hlustað sé á mig. Ég er hér af því ég þarf á ykkur að halda til þess að heimurinn geti breyst til frambúðar fyrir mig, fyrir okkur og fyrir komandi kynslóðir. Ég er hér.“ Myllumerkin #égerhér og #metoo verða notuð á hátíðinni. Eddan MeToo Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Konur frá WIFT, alþjóðlegum samtökum kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, fluttu alvöruþrungið ávarp á Edduverðlaunahátíðinni, uppskeruhátíð íslensku sjónvarps-og kvikmyndaakademíunnar sem fer fram í kvöld á RÚV. Leikkonur og dagskrárgerðarkonur á öllum aldri tóku sér stöðu á sviðinu og héldust í hendur, klæddar rauðu og svörtu og fóru með texta. „Þú, þú hérna í salnum, þú heima í stofu, hvar í veröldinni sem þú ert. Við erum hér vegna þín. Þú sem hefur upplifað ofbeldi, kúgun eða misbeitingu valds. Þú sem hefur þurft að þjást vegna kynbundinnar mismununar, við erum hér.“ Þetta voru upphafsorð ávarps kvennanna sem var eins og ljóðrænn gjörningur. Ein þeirra sem tók til máls var Sigyn Blöndal, umsjónarmaður Stundarinnar okkar. Hún talaði um þá breytingu sem orðið hefur í þjóðfélaginu þegar kemur að kynferðisofbeldi. „Þú þarft ekki lengur að þegja ef brotið er á þér. Við erum hér og hlustum ef þú kýst að tala.“ Í ávarpinu var konum í heiminum vottuð virðing fyrir að hafa náð að knýja fram breytingar í þágu jafnréttis. Það hafi krafist mikils hugrekkis af hálfu þessara kvenna. „Hugrekki til að taka sér pláss, hugrekki til að krefjast jafnréttis, virðingar, hugrekki til að segja stopp. Þögnin hefur loksins verið rofin og þess vegna stöndum við hér.“ Ávarpinu lauk með áhrifaríkum hætti því ung kona kallaði eftir auknum samtakamætti til þess að knýja fram aukið jafnrétti. „Ég er hér af því ég er framtíðin og í framtíðinni vil ég að rödd mín heyrist og að hlustað sé á mig. Ég er hér af því ég þarf á ykkur að halda til þess að heimurinn geti breyst til frambúðar fyrir mig, fyrir okkur og fyrir komandi kynslóðir. Ég er hér.“ Myllumerkin #égerhér og #metoo verða notuð á hátíðinni.
Eddan MeToo Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent