Konur tóku sér pláss á Eddunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. febrúar 2018 21:14 Kvennasamstaða einkenndi upphafsatriði Eddunnar í ár. Skjáskot af RÚV Konur frá WIFT, alþjóðlegum samtökum kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, fluttu alvöruþrungið ávarp á Edduverðlaunahátíðinni, uppskeruhátíð íslensku sjónvarps-og kvikmyndaakademíunnar sem fer fram í kvöld á RÚV. Leikkonur og dagskrárgerðarkonur á öllum aldri tóku sér stöðu á sviðinu og héldust í hendur, klæddar rauðu og svörtu og fóru með texta. „Þú, þú hérna í salnum, þú heima í stofu, hvar í veröldinni sem þú ert. Við erum hér vegna þín. Þú sem hefur upplifað ofbeldi, kúgun eða misbeitingu valds. Þú sem hefur þurft að þjást vegna kynbundinnar mismununar, við erum hér.“ Þetta voru upphafsorð ávarps kvennanna sem var eins og ljóðrænn gjörningur. Ein þeirra sem tók til máls var Sigyn Blöndal, umsjónarmaður Stundarinnar okkar. Hún talaði um þá breytingu sem orðið hefur í þjóðfélaginu þegar kemur að kynferðisofbeldi. „Þú þarft ekki lengur að þegja ef brotið er á þér. Við erum hér og hlustum ef þú kýst að tala.“ Í ávarpinu var konum í heiminum vottuð virðing fyrir að hafa náð að knýja fram breytingar í þágu jafnréttis. Það hafi krafist mikils hugrekkis af hálfu þessara kvenna. „Hugrekki til að taka sér pláss, hugrekki til að krefjast jafnréttis, virðingar, hugrekki til að segja stopp. Þögnin hefur loksins verið rofin og þess vegna stöndum við hér.“ Ávarpinu lauk með áhrifaríkum hætti því ung kona kallaði eftir auknum samtakamætti til þess að knýja fram aukið jafnrétti. „Ég er hér af því ég er framtíðin og í framtíðinni vil ég að rödd mín heyrist og að hlustað sé á mig. Ég er hér af því ég þarf á ykkur að halda til þess að heimurinn geti breyst til frambúðar fyrir mig, fyrir okkur og fyrir komandi kynslóðir. Ég er hér.“ Myllumerkin #égerhér og #metoo verða notuð á hátíðinni. Eddan MeToo Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Konur frá WIFT, alþjóðlegum samtökum kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, fluttu alvöruþrungið ávarp á Edduverðlaunahátíðinni, uppskeruhátíð íslensku sjónvarps-og kvikmyndaakademíunnar sem fer fram í kvöld á RÚV. Leikkonur og dagskrárgerðarkonur á öllum aldri tóku sér stöðu á sviðinu og héldust í hendur, klæddar rauðu og svörtu og fóru með texta. „Þú, þú hérna í salnum, þú heima í stofu, hvar í veröldinni sem þú ert. Við erum hér vegna þín. Þú sem hefur upplifað ofbeldi, kúgun eða misbeitingu valds. Þú sem hefur þurft að þjást vegna kynbundinnar mismununar, við erum hér.“ Þetta voru upphafsorð ávarps kvennanna sem var eins og ljóðrænn gjörningur. Ein þeirra sem tók til máls var Sigyn Blöndal, umsjónarmaður Stundarinnar okkar. Hún talaði um þá breytingu sem orðið hefur í þjóðfélaginu þegar kemur að kynferðisofbeldi. „Þú þarft ekki lengur að þegja ef brotið er á þér. Við erum hér og hlustum ef þú kýst að tala.“ Í ávarpinu var konum í heiminum vottuð virðing fyrir að hafa náð að knýja fram breytingar í þágu jafnréttis. Það hafi krafist mikils hugrekkis af hálfu þessara kvenna. „Hugrekki til að taka sér pláss, hugrekki til að krefjast jafnréttis, virðingar, hugrekki til að segja stopp. Þögnin hefur loksins verið rofin og þess vegna stöndum við hér.“ Ávarpinu lauk með áhrifaríkum hætti því ung kona kallaði eftir auknum samtakamætti til þess að knýja fram aukið jafnrétti. „Ég er hér af því ég er framtíðin og í framtíðinni vil ég að rödd mín heyrist og að hlustað sé á mig. Ég er hér af því ég þarf á ykkur að halda til þess að heimurinn geti breyst til frambúðar fyrir mig, fyrir okkur og fyrir komandi kynslóðir. Ég er hér.“ Myllumerkin #égerhér og #metoo verða notuð á hátíðinni.
Eddan MeToo Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira