Furðar sig á gjaldtöku á fiskeldisfyrirtæki á uppbyggingarskeiði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. desember 2018 07:30 Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssamtaka fiskeldisfyrirtækja FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Áætlað er að gjald á ræktun lax og regnbogasilungs í eldiskvíum í sjó muni skila ríkissjóði rétt rúmum milljarði króna á ári í tekjur frá árinu 2023. Þetta kemur fram í frumvarpsdrögum um gjald vegna nýtingar eldissvæða í sjó sem kynnt var í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í gær. Fyrirhugað er að frumvarpið verði lagt fyrir á komandi vorþingi og gert ráð fyrir að lögin taki gildi 1. janúar 2020. Til ársins 2022 munu rekstrarleyfishafar þurfa að greiða tíu krónur fyrir hvert kíló af frjóum eldislaxi en helmingi lægri upphæð fyrir kílóið af ófrjóum laxi, regnbogasilungi og eldi með lokuðum eldisbúnaði. Frá og með 2023 mun upphæðin hækka um helming, það er fimmtán krónur greiðist fyrir kílóið af frjóum laxi en 7,5 krónur á hvert kíló af öðrum tegundum. Ekki er lagt til að gjaldið renni í sérstakan uppbyggingarsjóð á eldissvæðum til uppbyggingar innviða. Í drögunum kemur fram að í upphafi verði gjaldið ákveðið lægra til að koma til móts við fyrirtæki í greininni sem mörg eru nú að byggja upp framleiðslu sína. „Fiskeldi er núna á uppbyggingarskeiði og því fylgir mikil fjárfesting. Mér sýnist í fljótu bragði þarna lagðar til umtalsverðar hækkanir á fiskeldisfyrirtæki og á þessu uppbyggingarstigi verður það að teljast harla óvenjulegt,“ segir Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva. „Við höfum sagt að okkur þyki eðlilegt að greinin greiði eðlilegt gjald en við höfum alltaf lagt mikla áherslu á að það hljóti að gerast eftir að uppbyggingarskeiði lýkur og framleiðsla er komin á skrið.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Áætlað er að gjald á ræktun lax og regnbogasilungs í eldiskvíum í sjó muni skila ríkissjóði rétt rúmum milljarði króna á ári í tekjur frá árinu 2023. Þetta kemur fram í frumvarpsdrögum um gjald vegna nýtingar eldissvæða í sjó sem kynnt var í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í gær. Fyrirhugað er að frumvarpið verði lagt fyrir á komandi vorþingi og gert ráð fyrir að lögin taki gildi 1. janúar 2020. Til ársins 2022 munu rekstrarleyfishafar þurfa að greiða tíu krónur fyrir hvert kíló af frjóum eldislaxi en helmingi lægri upphæð fyrir kílóið af ófrjóum laxi, regnbogasilungi og eldi með lokuðum eldisbúnaði. Frá og með 2023 mun upphæðin hækka um helming, það er fimmtán krónur greiðist fyrir kílóið af frjóum laxi en 7,5 krónur á hvert kíló af öðrum tegundum. Ekki er lagt til að gjaldið renni í sérstakan uppbyggingarsjóð á eldissvæðum til uppbyggingar innviða. Í drögunum kemur fram að í upphafi verði gjaldið ákveðið lægra til að koma til móts við fyrirtæki í greininni sem mörg eru nú að byggja upp framleiðslu sína. „Fiskeldi er núna á uppbyggingarskeiði og því fylgir mikil fjárfesting. Mér sýnist í fljótu bragði þarna lagðar til umtalsverðar hækkanir á fiskeldisfyrirtæki og á þessu uppbyggingarstigi verður það að teljast harla óvenjulegt,“ segir Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva. „Við höfum sagt að okkur þyki eðlilegt að greinin greiði eðlilegt gjald en við höfum alltaf lagt mikla áherslu á að það hljóti að gerast eftir að uppbyggingarskeiði lýkur og framleiðsla er komin á skrið.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira