Jólamarkaður CCTV og Child um helgina Stefán Þór Hjartarson skrifar 21. desember 2018 09:30 Jón Ingi, Sigurður Ýmir, Guðmundur Magnússon og Aron Freyr Kristjónsson, ásamt Pétri Kiernan sem er staddur í Víetnam og því ekki á myndinni, opna jólamarkað með vörum sínum í kvöld. Fréttablaðið/Anton Brink Jólamarkaður fatamerkjanna CCTV og Child hefst í kvöld við Ingólfsstræti 6. Bæði merkin hafa vakið töluverða athygli á þeim stutta tíma síðan þau ruddust inn á „streetwear“-markaðinn á Íslandi – til að mynda vakti skothelt vesti CCTV mikla athygli á sínum tíma. Merkin deila vinnustofu úti á Granda og hafa yfirleitt verið eldsnögg að selja upp hverja einustu spjör þegar þau opna dyrnar fyrir kaupóðu tískuáhugafólki. Benedikt Andrason hjá Child sagði í fyrra í viðtali við Lífið að þeim hefði þótt vanta eitthvað agressívara á tískumarkaðinn hér á landi og það virðist hafa verið rétt hjá honum. „Þetta hefur verið mislengi í vinnslu en allt sem verður til sölu er óútgefið. Við verðum líka með nýjar útfærslur af gömlu dóti. Við verðum meðal annars með peysur og boli úr okkar samstarfi. Við höfum deilt sömu vinnustofu nánast síðan bæði merkin byrjuðu og okkur fannst þetta vera rétti tíminn til að gera „collab“, segir Pétur Kiernan, tískupostuli sem er viðloðandi bæði merkin. Aðspurður hvort þarna verði eitthvað óvenjulegt á boðstólum á borð við skotheld vesti eða eitthvað í þá áttina segir hann að það verði meira úrval en venjulega og einnig að þarna verði til að mynda gallabuxur falar, en merkin hafa að mestu haldið sig við toppa hingað til, og „utility“ vesti – eins konar vinnuvesti með slatta af vösum. „Þetta verða að mestu leyti föt en við verðum þó með hálsmen til sölu sem Child gerði í samstarfi við Trausta Má AKA Frosty.“ Pétur segir að upplagið á markaðnum í þetta sinn verði töluvert meira en það hefur verið hingað til enda hafa bæði merkin eins og áður segir verið gífurlega vinsæl og fólk hefur þurft frá að hverfa þegar allt fatakyns hefur selst upp og búðinni lokað löngu áður en auglýstur opnunartími er liðinn. „En ef allt selst fyrr en við búumst við munum við þurfa að loka búðinni. Fyrstur kemur fyrstur fær,“ segir Pétur en bætir því þó við að jólaandinn muni svífa yfir vötnum og mikið stuð verði á meðan opið er – hversu lengi sem það muni verða. Samkvæmt Facebook-síðu markaðarins mun hann standa yfir frá klukkan 17 í kvöld og til 22, frá 12 til 22 á morgun og að lokum frá 12 til 23 á Þorláksmessu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira
Jólamarkaður fatamerkjanna CCTV og Child hefst í kvöld við Ingólfsstræti 6. Bæði merkin hafa vakið töluverða athygli á þeim stutta tíma síðan þau ruddust inn á „streetwear“-markaðinn á Íslandi – til að mynda vakti skothelt vesti CCTV mikla athygli á sínum tíma. Merkin deila vinnustofu úti á Granda og hafa yfirleitt verið eldsnögg að selja upp hverja einustu spjör þegar þau opna dyrnar fyrir kaupóðu tískuáhugafólki. Benedikt Andrason hjá Child sagði í fyrra í viðtali við Lífið að þeim hefði þótt vanta eitthvað agressívara á tískumarkaðinn hér á landi og það virðist hafa verið rétt hjá honum. „Þetta hefur verið mislengi í vinnslu en allt sem verður til sölu er óútgefið. Við verðum líka með nýjar útfærslur af gömlu dóti. Við verðum meðal annars með peysur og boli úr okkar samstarfi. Við höfum deilt sömu vinnustofu nánast síðan bæði merkin byrjuðu og okkur fannst þetta vera rétti tíminn til að gera „collab“, segir Pétur Kiernan, tískupostuli sem er viðloðandi bæði merkin. Aðspurður hvort þarna verði eitthvað óvenjulegt á boðstólum á borð við skotheld vesti eða eitthvað í þá áttina segir hann að það verði meira úrval en venjulega og einnig að þarna verði til að mynda gallabuxur falar, en merkin hafa að mestu haldið sig við toppa hingað til, og „utility“ vesti – eins konar vinnuvesti með slatta af vösum. „Þetta verða að mestu leyti föt en við verðum þó með hálsmen til sölu sem Child gerði í samstarfi við Trausta Má AKA Frosty.“ Pétur segir að upplagið á markaðnum í þetta sinn verði töluvert meira en það hefur verið hingað til enda hafa bæði merkin eins og áður segir verið gífurlega vinsæl og fólk hefur þurft frá að hverfa þegar allt fatakyns hefur selst upp og búðinni lokað löngu áður en auglýstur opnunartími er liðinn. „En ef allt selst fyrr en við búumst við munum við þurfa að loka búðinni. Fyrstur kemur fyrstur fær,“ segir Pétur en bætir því þó við að jólaandinn muni svífa yfir vötnum og mikið stuð verði á meðan opið er – hversu lengi sem það muni verða. Samkvæmt Facebook-síðu markaðarins mun hann standa yfir frá klukkan 17 í kvöld og til 22, frá 12 til 22 á morgun og að lokum frá 12 til 23 á Þorláksmessu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira