Mætti reka kirkjuna með hagnaði bara með tekjum af turninum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. nóvember 2018 06:00 Hallgrímskirkja gæti rekið sig með hagnaði bara á tekjum af turninum. Fréttablaðið/Anton Brink Tekjur Hallgrímskirkju af seldum ferðum upp í útsýnispall kirkjuturnsins námu rúmlega 279 milljónum króna á síðasta ári. Það er aukning um ríflega 17 prósent milli ára en líkt og Fréttablaðið greindi frá í fyrra voru tekjur af útsýnispallinum 238 milljónir árið 2016 en það var aukning um 77 milljónir milli ára. Til samanburðar þá námu tekjur af turnferðum 27 milljónum árið 2010. Fjölgun ferðamanna hefur skilað sér í umtalsverðum tekjum fyrir kirkjuna. Hallgrímssókn hefur í raun algjöra sérstöðu íslenskra sókna í tekjum samkvæmt nýbirtu yfirliti Ríkisendurskoðunar yfir ársreikninga sókna fyrir árið 2016. Þar má sjá að heildartekjur Hallgrímssóknar námu 377 milljónum. Þar af voru rúmar 32 milljónir í sóknargjöld frá ríkinu, 28,8 milljónir í önnur framlög og styrki en mest munar um liðinn „aðrar tekjur“ sem nemur 301 milljón. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðun á þeim lið frá kirkjunni og þar má sjá að tekjur af útsýnisturninum eru um 279,3 milljónir, önnur sala nam 21,8 milljónum og sala minningarkorta nam 64 þúsund krónum. Eins og sjá má þénar kirkjan ríflega 250 milljónum meira en hún fær frá ríkinu í formi sóknargjalda, í styrki og önnur framlög sem samtals námu 61 milljón króna. Tekjuafgangur Hallgrímssóknar nam á síðasta ári 66 milljónum. Ef opinberra styrkja nyti ekki við hefði kirkjan samt skilað fimm milljóna hagnaði á síðasta ári. Aðgangseyrir að turninum er í dag 1.000 krónur fyrir fullorðna og hefur hækkað um hundrað krónur milli ára, en gjaldið fyrir börn 6-16 ára er óbreytt í hundrað krónum. „Það er mjög ánægjulegt að Hallgrímskirkja skuli hafa tekjur af turni og fleiru til að geta staðið undir rekstri kirkjunnar auk viðhalds sem hefur verið gríðarlega kostnaðarsamt á undanförnum árum,“ segir Sigríður Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju. Hún segir ekki enn sjá fyrir endann á framkvæmdum þar sem fram undan sé enn frekara viðhald, viðgerðir og endurnýjun. „Að auki er unnið að því að greiða niður lán vegna viðgerðar sem lauk árið 2008.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hallgrímskirkjuturn heldur áfram að mala gull Hallgrímskirkja var rekin með 66,5 milljón króna hagnaði árið 2017 13. nóvember 2018 12:07 Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Tekjur Hallgrímskirkju af seldum ferðum upp í útsýnispall kirkjuturnsins námu rúmlega 279 milljónum króna á síðasta ári. Það er aukning um ríflega 17 prósent milli ára en líkt og Fréttablaðið greindi frá í fyrra voru tekjur af útsýnispallinum 238 milljónir árið 2016 en það var aukning um 77 milljónir milli ára. Til samanburðar þá námu tekjur af turnferðum 27 milljónum árið 2010. Fjölgun ferðamanna hefur skilað sér í umtalsverðum tekjum fyrir kirkjuna. Hallgrímssókn hefur í raun algjöra sérstöðu íslenskra sókna í tekjum samkvæmt nýbirtu yfirliti Ríkisendurskoðunar yfir ársreikninga sókna fyrir árið 2016. Þar má sjá að heildartekjur Hallgrímssóknar námu 377 milljónum. Þar af voru rúmar 32 milljónir í sóknargjöld frá ríkinu, 28,8 milljónir í önnur framlög og styrki en mest munar um liðinn „aðrar tekjur“ sem nemur 301 milljón. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðun á þeim lið frá kirkjunni og þar má sjá að tekjur af útsýnisturninum eru um 279,3 milljónir, önnur sala nam 21,8 milljónum og sala minningarkorta nam 64 þúsund krónum. Eins og sjá má þénar kirkjan ríflega 250 milljónum meira en hún fær frá ríkinu í formi sóknargjalda, í styrki og önnur framlög sem samtals námu 61 milljón króna. Tekjuafgangur Hallgrímssóknar nam á síðasta ári 66 milljónum. Ef opinberra styrkja nyti ekki við hefði kirkjan samt skilað fimm milljóna hagnaði á síðasta ári. Aðgangseyrir að turninum er í dag 1.000 krónur fyrir fullorðna og hefur hækkað um hundrað krónur milli ára, en gjaldið fyrir börn 6-16 ára er óbreytt í hundrað krónum. „Það er mjög ánægjulegt að Hallgrímskirkja skuli hafa tekjur af turni og fleiru til að geta staðið undir rekstri kirkjunnar auk viðhalds sem hefur verið gríðarlega kostnaðarsamt á undanförnum árum,“ segir Sigríður Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju. Hún segir ekki enn sjá fyrir endann á framkvæmdum þar sem fram undan sé enn frekara viðhald, viðgerðir og endurnýjun. „Að auki er unnið að því að greiða niður lán vegna viðgerðar sem lauk árið 2008.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hallgrímskirkjuturn heldur áfram að mala gull Hallgrímskirkja var rekin með 66,5 milljón króna hagnaði árið 2017 13. nóvember 2018 12:07 Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Hallgrímskirkjuturn heldur áfram að mala gull Hallgrímskirkja var rekin með 66,5 milljón króna hagnaði árið 2017 13. nóvember 2018 12:07