Forsætisráðherra vísar til fjölmiðlafrelsis vegna gagnrýni sendiherra á Stundina Kjartan Kjartansson skrifar 19. nóvember 2018 15:52 Katrín Jakobsdóttir segir það ekki íslenskra stjórnvalda að svara fyrir umfjöllun frjálsra fjölmiðla. Stundin sagði frá umdeildri sjálfstæðisgöngu í Varsjá þar sem öfgamenn gengu á eftir ráðamönnum. Vísir Gagnrýni pólska sendiherrans á umfjöllun Stundarinnar ætti ekki að beina til íslenskra stjórnvalda enda ríkir fjölmiðlafrelsi á Íslandi, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Sendiherrann sendi forsætisráðuneytinu og fleiri ráðuneytum afrit af bréfi sem hann Stundinni til að mótmæla umfjöllun um göngu í tilefni af sjálfstæðisafmæli Póllands í síðustu viku. Gerard Pokruzynski, sendiherra Póllands á Íslandi, sagði við RÚV í dag að umfjöllun Stundarinnar um gönguna gæti haft „slæm áhrif á samstarf Íslands og Póllands“. Hann sendi afrit af bréfi til Stundarinnar til skrifstofu forseta Íslands, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og Alþingis. Óánægja hans beinist að því að í umfjöllun Stundarinnar voru stjórnmálaleiðtogar Póllands sagðir hafa „marsérað“ með nýfasistum og öðrum öfgahægrimönnum um götur Varsjár á fjöldasamkomu þjóðernissinna sunnudaginn 11. nóvember. Sakaði Pokrunzynski Stundina um að flytja „falsfrétt“ og fór fram á að blaðið bæði Pólverja afsökunar. Í samtali við Vísi segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að hún hafi ekki séð bréfið sendiherrans til Stundarinnar sjálf en staðfestir að ráðuneyti hennar hafi borist afrit af því. Bréfið hafi hins vegar ekki beinst að ráðuneytinu sjálfu. „Það liggur auðvitað fyrir að það ríkir frelsi fjölmiðla á Íslandi og stjórnvöld eru ekki rétti aðilinn til að leita til ef maður telur á sig hallað í einhverri fjölmiðlaumfjöllun þannig að við munum ekkert aðhafast vegna þessa máls enda hafa íslensk stjórnvöld ekkert með það að gera. Það er bara þannig að það eru ákveðnar grundvallarreglur hjá okkur eins og í öllum lýðræðisríkjum. Þær snúast meðal annars um frelsi fjölmiðla og þær virðum við,“ segir Katrín.Duda forseti fór fyrir göngunni. Öfgamennirnir eru sagðir hafa gengið nokkur hundruð metrum fyrir aftan. Herlögregla gekk á milli hópanna.Vísir/EPAStjórnvöld náðu samkomulagi við þjóðernissinna um gönguna Gangan sem Stundin fjallaði um á þann hátt sem fór svo fyrir brjóstið á pólska sendiherranum var gengin á fyrir rúmri viku og var ætlað að fagna aldarsjálfstæðisafmæli Póllands. Hún varð hins vegar að stóru deilumáli vegna þátttöku þjóðernissinna og hægriöfgamanna.The Guardian, sem Stundin vísaði meðal annars til í umfjöllun sinni, segir að þjóðernissinnar hafi skipulagt sjálfstæðisgönguna undanfarin ár. Henni hafi vaxið ásmegin að undanförnu og um sextíu þúsund manns hafi gengið í fyrra. Sú ganga hafi hins vegar verið mörkuð af borðum með rasískum slagorðum og ofbeldis göngumanna gegn mótmælendum þeirra. Þeir eru meðal annars sagðir hafa hrópað: „Hreint Pólland, hvítt Pólland“. Pólsk yfirvöld hafi haft áhyggjur af því að gangan árleg skyggði á opinber hátíðarhöld í tilefni aldarafmælisins. Fráfarandi borgarstjóri Varsjár lagði þannig bann við henni í vikunni á undan. Vísaði hann til áhyggna af öryggi og „harðsnúinnar þjóðernishyggju“. Andrzej Duda, forseti Póllands, tilkynnti í kjölfarið að stjórnvöld ætluðu að skipuleggja eigin göngu á sama tíma og eftir sömu leið og öfgahægrimennirnir höfðu boðað. Dómari sneri banninu hins vegar við. Stjórnvöld og skipuleggjendur upphaflegu göngunnar náðu í kjölfarið samkomulagi um að opinbera gangan yrði í fararbroddi en þjóðernissinnar og öfgahægrimenn gætu gengið þar á eftir með herlögreglumenn á milli hópanna. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu fyrirkomulagið og sögðu stjórnvöld láta öfgamönnum eftir sjálfstæðisdag þjóðarinnar. Þeir sniðgengu gönguna.Fánar ítölsku nýfasistahreyfingarinnar Forza Nuova sáust í göngunni í Varsjá. Sjálfstæðisgangan hefur laðað að sér öfgamenn frá fleiri löndum undanfarin ár.Vísir/GettyFer tvennum sögum af hvernig göngufólk hegðaði sér Þannig varð úr að öfgamenn sem eru þekktir fyrir rasisma, andúð á samkynhneigðum og hvíta þjóðernishyggju gengu nokkur hundruð metrum fyrir aftan Duda og fleiri stjórnmálaleiðtoga í sjálfstæðisgöngunni, að því er sagði í frétt New York Times sem Stundin byggði umfjöllun sína meðal annars á. Auk Duda fóru Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra, og Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi stjórnarflokksins Laga og réttlætis, fyrir göngunni. Í frétt Stundarinnar var fullyrt að þeir hefðu „fylkt liði með nýfasistum og öðrum þjóðernissinnum sem marséruðu eftir götum Varsjár“. Leiðtogarnir hafi átt þátt í að ganga hafi aldrei verið stærri með því að hvetja landsmenn til að mæta. Á þriðja hundrað þúsund manna tóku þátt í göngunni en frásögnum erlendra miðla af göngunni ber ekki fyllilega saman um hvernig hún fór fram. New York Times sagði að þúsundir þjóðernissinna hafi hrópað ofbeldisfull slagorð gegn vinstrimönnum. Aðrir hafi hrópað „Hvítt Pólland“. Fánar ítalskra nýfasistasamtaka hafi einnig sést á lofti þar.Breska ríkisútvarpið BBC sagði hins vegar að gangan hafi farið friðsamlega fram og að ekki hafi borist tilkynningar um særandi borða eða slagorð. The Guardian sagði að minna hafi borið á rasískum borðum og táknum en í fyrra. Tekið var fram í frétt Stundarinnar að margir þeirra sem tóku þátt í göngunni hafi einungis komið til að fagna fullveldi Póllands og vilji ekki láta bendla sig við öfgahægrimenn. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira
Gagnrýni pólska sendiherrans á umfjöllun Stundarinnar ætti ekki að beina til íslenskra stjórnvalda enda ríkir fjölmiðlafrelsi á Íslandi, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Sendiherrann sendi forsætisráðuneytinu og fleiri ráðuneytum afrit af bréfi sem hann Stundinni til að mótmæla umfjöllun um göngu í tilefni af sjálfstæðisafmæli Póllands í síðustu viku. Gerard Pokruzynski, sendiherra Póllands á Íslandi, sagði við RÚV í dag að umfjöllun Stundarinnar um gönguna gæti haft „slæm áhrif á samstarf Íslands og Póllands“. Hann sendi afrit af bréfi til Stundarinnar til skrifstofu forseta Íslands, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og Alþingis. Óánægja hans beinist að því að í umfjöllun Stundarinnar voru stjórnmálaleiðtogar Póllands sagðir hafa „marsérað“ með nýfasistum og öðrum öfgahægrimönnum um götur Varsjár á fjöldasamkomu þjóðernissinna sunnudaginn 11. nóvember. Sakaði Pokrunzynski Stundina um að flytja „falsfrétt“ og fór fram á að blaðið bæði Pólverja afsökunar. Í samtali við Vísi segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að hún hafi ekki séð bréfið sendiherrans til Stundarinnar sjálf en staðfestir að ráðuneyti hennar hafi borist afrit af því. Bréfið hafi hins vegar ekki beinst að ráðuneytinu sjálfu. „Það liggur auðvitað fyrir að það ríkir frelsi fjölmiðla á Íslandi og stjórnvöld eru ekki rétti aðilinn til að leita til ef maður telur á sig hallað í einhverri fjölmiðlaumfjöllun þannig að við munum ekkert aðhafast vegna þessa máls enda hafa íslensk stjórnvöld ekkert með það að gera. Það er bara þannig að það eru ákveðnar grundvallarreglur hjá okkur eins og í öllum lýðræðisríkjum. Þær snúast meðal annars um frelsi fjölmiðla og þær virðum við,“ segir Katrín.Duda forseti fór fyrir göngunni. Öfgamennirnir eru sagðir hafa gengið nokkur hundruð metrum fyrir aftan. Herlögregla gekk á milli hópanna.Vísir/EPAStjórnvöld náðu samkomulagi við þjóðernissinna um gönguna Gangan sem Stundin fjallaði um á þann hátt sem fór svo fyrir brjóstið á pólska sendiherranum var gengin á fyrir rúmri viku og var ætlað að fagna aldarsjálfstæðisafmæli Póllands. Hún varð hins vegar að stóru deilumáli vegna þátttöku þjóðernissinna og hægriöfgamanna.The Guardian, sem Stundin vísaði meðal annars til í umfjöllun sinni, segir að þjóðernissinnar hafi skipulagt sjálfstæðisgönguna undanfarin ár. Henni hafi vaxið ásmegin að undanförnu og um sextíu þúsund manns hafi gengið í fyrra. Sú ganga hafi hins vegar verið mörkuð af borðum með rasískum slagorðum og ofbeldis göngumanna gegn mótmælendum þeirra. Þeir eru meðal annars sagðir hafa hrópað: „Hreint Pólland, hvítt Pólland“. Pólsk yfirvöld hafi haft áhyggjur af því að gangan árleg skyggði á opinber hátíðarhöld í tilefni aldarafmælisins. Fráfarandi borgarstjóri Varsjár lagði þannig bann við henni í vikunni á undan. Vísaði hann til áhyggna af öryggi og „harðsnúinnar þjóðernishyggju“. Andrzej Duda, forseti Póllands, tilkynnti í kjölfarið að stjórnvöld ætluðu að skipuleggja eigin göngu á sama tíma og eftir sömu leið og öfgahægrimennirnir höfðu boðað. Dómari sneri banninu hins vegar við. Stjórnvöld og skipuleggjendur upphaflegu göngunnar náðu í kjölfarið samkomulagi um að opinbera gangan yrði í fararbroddi en þjóðernissinnar og öfgahægrimenn gætu gengið þar á eftir með herlögreglumenn á milli hópanna. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu fyrirkomulagið og sögðu stjórnvöld láta öfgamönnum eftir sjálfstæðisdag þjóðarinnar. Þeir sniðgengu gönguna.Fánar ítölsku nýfasistahreyfingarinnar Forza Nuova sáust í göngunni í Varsjá. Sjálfstæðisgangan hefur laðað að sér öfgamenn frá fleiri löndum undanfarin ár.Vísir/GettyFer tvennum sögum af hvernig göngufólk hegðaði sér Þannig varð úr að öfgamenn sem eru þekktir fyrir rasisma, andúð á samkynhneigðum og hvíta þjóðernishyggju gengu nokkur hundruð metrum fyrir aftan Duda og fleiri stjórnmálaleiðtoga í sjálfstæðisgöngunni, að því er sagði í frétt New York Times sem Stundin byggði umfjöllun sína meðal annars á. Auk Duda fóru Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra, og Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi stjórnarflokksins Laga og réttlætis, fyrir göngunni. Í frétt Stundarinnar var fullyrt að þeir hefðu „fylkt liði með nýfasistum og öðrum þjóðernissinnum sem marséruðu eftir götum Varsjár“. Leiðtogarnir hafi átt þátt í að ganga hafi aldrei verið stærri með því að hvetja landsmenn til að mæta. Á þriðja hundrað þúsund manna tóku þátt í göngunni en frásögnum erlendra miðla af göngunni ber ekki fyllilega saman um hvernig hún fór fram. New York Times sagði að þúsundir þjóðernissinna hafi hrópað ofbeldisfull slagorð gegn vinstrimönnum. Aðrir hafi hrópað „Hvítt Pólland“. Fánar ítalskra nýfasistasamtaka hafi einnig sést á lofti þar.Breska ríkisútvarpið BBC sagði hins vegar að gangan hafi farið friðsamlega fram og að ekki hafi borist tilkynningar um særandi borða eða slagorð. The Guardian sagði að minna hafi borið á rasískum borðum og táknum en í fyrra. Tekið var fram í frétt Stundarinnar að margir þeirra sem tóku þátt í göngunni hafi einungis komið til að fagna fullveldi Póllands og vilji ekki láta bendla sig við öfgahægrimenn.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira