Íbúum á tjaldstæðinu í Laugardal boðinn leigusamningur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. nóvember 2018 19:00 Íbúum í húsbílum á tjaldstæðinu í Laugardal stendur til boða að gera leigusamninga við Farfugla fyrir veturinn. Einn þeirra segir að ástand húsnæðismála í höfuðborginni sé hörmulegt, það vanti sárlega hjólhýsagarð. Hann er ánægður með búsetuformið en svaf lítið í óveðrinu í nótt. Í fréttum okkar í haust kom fram að ekki yrði heimilt að vera með hjólhýsi eða húsbíla til lengri tíma yfir vetrartímann á tjaldstæðinu í Laugardal. Farfuglar hafa unnið að lausn fyrir þá sem eru í brýnum húsnæðisvanda í samstarfi við Reykjavíkurborg og nú hefur íbúum verið boðið að gera leigusamninga fyrir veturinn. Mánaðarleiga hljóðar uppá 43.000 krónur ásamt rafmagni. Einar hefur ásamt sambýliskonu sinni búið á tjaldstæðinu í þrjár vikur. Ekkert annað hafi verið í boði. „Ég er hérna vegna húsnæðisleysis. Við bjuggum um hríð hjá vini mínum en svo gekk það ekki lengur. Það er mjög erfitt að leigja og erfitt að finna húsnæði. Ég get ekki boðið konunni minni að búa í herbergi ásamt öðrum. Ég ákvað því að kaupa þetta hjólhýsi og búa í því,“ segir Einar. Hann gagnrýnir húsnæðismál á höfuðborgarsvæðinu. „Ástandið í húsnæðismálum er alveg hörmulegt. Ég hef þurft að flýja með konuna til útlanda til að fá húsnæði. Þetta er eins og rándýragarður þar sem allir eru uppi á bakinu á hver öðrum. Það er mikið að ófullnægjandi húsnæði, mjög litlu húsnæði, mjög dýru húsnæði og mjög erfitt að fá það og það sem vantar hér á Reykjavíkursvæðinu er hjóhýsagarður þar sem gilda strangar umgengnisreglur þar sem fólk getur dvalið í sínum húsbílum í lengri tíma. Slíkt er í boði alls staðar í löndunum í kringum okkur, “ segir hann. Einar segir að flestir þeir sem búi á tjaldstæðinu séu á aldrinum 40-60 ára og samkomulagið sé gott. Hann er ánægður í húsbílnum sínum en svaf þó lítið í nótt vegna óveðurs. „Síðasta nótt var mjög erfið. Mjög mikið rok og hjólhýsið lék á reiðiskjálfi. Ég þarf líklega að strappa það niður í svona miklu roki svo það fari nú ekki að fjúka,“ segir Einar að lokum. Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Íbúum í húsbílum á tjaldstæðinu í Laugardal stendur til boða að gera leigusamninga við Farfugla fyrir veturinn. Einn þeirra segir að ástand húsnæðismála í höfuðborginni sé hörmulegt, það vanti sárlega hjólhýsagarð. Hann er ánægður með búsetuformið en svaf lítið í óveðrinu í nótt. Í fréttum okkar í haust kom fram að ekki yrði heimilt að vera með hjólhýsi eða húsbíla til lengri tíma yfir vetrartímann á tjaldstæðinu í Laugardal. Farfuglar hafa unnið að lausn fyrir þá sem eru í brýnum húsnæðisvanda í samstarfi við Reykjavíkurborg og nú hefur íbúum verið boðið að gera leigusamninga fyrir veturinn. Mánaðarleiga hljóðar uppá 43.000 krónur ásamt rafmagni. Einar hefur ásamt sambýliskonu sinni búið á tjaldstæðinu í þrjár vikur. Ekkert annað hafi verið í boði. „Ég er hérna vegna húsnæðisleysis. Við bjuggum um hríð hjá vini mínum en svo gekk það ekki lengur. Það er mjög erfitt að leigja og erfitt að finna húsnæði. Ég get ekki boðið konunni minni að búa í herbergi ásamt öðrum. Ég ákvað því að kaupa þetta hjólhýsi og búa í því,“ segir Einar. Hann gagnrýnir húsnæðismál á höfuðborgarsvæðinu. „Ástandið í húsnæðismálum er alveg hörmulegt. Ég hef þurft að flýja með konuna til útlanda til að fá húsnæði. Þetta er eins og rándýragarður þar sem allir eru uppi á bakinu á hver öðrum. Það er mikið að ófullnægjandi húsnæði, mjög litlu húsnæði, mjög dýru húsnæði og mjög erfitt að fá það og það sem vantar hér á Reykjavíkursvæðinu er hjóhýsagarður þar sem gilda strangar umgengnisreglur þar sem fólk getur dvalið í sínum húsbílum í lengri tíma. Slíkt er í boði alls staðar í löndunum í kringum okkur, “ segir hann. Einar segir að flestir þeir sem búi á tjaldstæðinu séu á aldrinum 40-60 ára og samkomulagið sé gott. Hann er ánægður í húsbílnum sínum en svaf þó lítið í nótt vegna óveðurs. „Síðasta nótt var mjög erfið. Mjög mikið rok og hjólhýsið lék á reiðiskjálfi. Ég þarf líklega að strappa það niður í svona miklu roki svo það fari nú ekki að fjúka,“ segir Einar að lokum.
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira