Er stundum ruglað saman við Amish-fólk Sighvatur Arnmundsson skrifar 7. september 2018 07:00 Emilee Matheson og Taylor Sanford gerðu báðar hlé á háskólanámi til að sinna mormónatrúboði í átján mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Við erum mjög spenntar fyrir dvöl okkar hér á Íslandi,“ segja þær Emilee Matheson og Taylor Sanford sem munu dvelja hér á landi næstu þrjá mánuðina við mormónatrúboð. Þær eru báðar tvítugar að aldri og koma frá Utah-ríki í Bandaríkjunum. „Við vissum það bara fyrir um mánuði að við værum að koma til Íslands. Ég var svo spennt að ég þurfti að setjast niður þegar ég fékk fréttirnar,“ segir Emilee. Um tvö hundruð manns eru í söfnuðinum á Íslandi og eru að jafnaði átta trúboðar að störfum í einu. Þær Emilee og Taylor eru fyrstu kvenkyns trúboðarnir sem koma til starfa hérlendis. „Við erum byrjaðar að læra íslensku en það gengur mjög hægt. Vonandi náum við því að geta haldið uppi einföldum samræðum áður en við förum héðan. Við viljum læra eins mikið og við getum en þetta er erfitt tungumál,“ segir Emilee. Á heimsvísu eru starfandi 75 þúsund trúboðar og er hver þeirra við störf í átján mánuði en allt eru þetta sjálfboðaliðar. Emilee og Taylor voru sendar til Danmerkur þar sem þær dvöldu í fimmtán mánuði áður en ákveðið var að senda þær til Íslands til að verja síðustu þremur mánuðunum. Þær segja viðtökurnar við boðskapnum misjafnar en langflestir séu kurteisir þótt þeir hafi ekki áhuga. Margir séu samt áhugasamir og vilji ræða við þær um guð og trúna. Það komi þó reglulega fyrir að fólk haldi að þær séu Amish-fólk en flestir séu ágætlega upplýstir. Taylor segir að fólk sé forvitið um það hvers vegna þær séu komnar alla þessa leið til að boða trú sína fyrir ókunnugu fólki. „Fólki finnst þetta skrýtin tilhugsun, að ungt fólk sé að gera þetta. Við erum að þessu því þetta veitir okkur hamingju og við viljum að aðrir séu líka hamingjusamir.“ Þær segja að það sé engin pressa á trúboðunum að ná að snúa fólki til mormónatrúar. „Það skiptir ekki máli hversu mörgum við náum til okkar. Þegar við vorum í Danmörku fórum við út og hittum fólk á hverjum einasta degi. Ég hitti bara eina manneskju sem ákvað að láta skíra sig til mormónatrúar. Það var frábært að upplifa það,“ segir Emilee. Báðar koma þær úr fjölskyldum trúboða. Pabbi Emilee var trúboði í Póllandi og mamma hennar í Texas. Þá á hún tvær systur sem voru trúboðar í Argentínu og á Fídjíeyjum. Pabbi Taylor var trúboði í Japan og systir hennar í Síle. Þegar þær fara aftur heim til Utah er stefnan að halda áfram háskólanámi sem þær gerðu hlé á. Emilee stundaði nám í alþjóðastjórnmálum en Taylor stefnir á að verða kennari. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
„Við erum mjög spenntar fyrir dvöl okkar hér á Íslandi,“ segja þær Emilee Matheson og Taylor Sanford sem munu dvelja hér á landi næstu þrjá mánuðina við mormónatrúboð. Þær eru báðar tvítugar að aldri og koma frá Utah-ríki í Bandaríkjunum. „Við vissum það bara fyrir um mánuði að við værum að koma til Íslands. Ég var svo spennt að ég þurfti að setjast niður þegar ég fékk fréttirnar,“ segir Emilee. Um tvö hundruð manns eru í söfnuðinum á Íslandi og eru að jafnaði átta trúboðar að störfum í einu. Þær Emilee og Taylor eru fyrstu kvenkyns trúboðarnir sem koma til starfa hérlendis. „Við erum byrjaðar að læra íslensku en það gengur mjög hægt. Vonandi náum við því að geta haldið uppi einföldum samræðum áður en við förum héðan. Við viljum læra eins mikið og við getum en þetta er erfitt tungumál,“ segir Emilee. Á heimsvísu eru starfandi 75 þúsund trúboðar og er hver þeirra við störf í átján mánuði en allt eru þetta sjálfboðaliðar. Emilee og Taylor voru sendar til Danmerkur þar sem þær dvöldu í fimmtán mánuði áður en ákveðið var að senda þær til Íslands til að verja síðustu þremur mánuðunum. Þær segja viðtökurnar við boðskapnum misjafnar en langflestir séu kurteisir þótt þeir hafi ekki áhuga. Margir séu samt áhugasamir og vilji ræða við þær um guð og trúna. Það komi þó reglulega fyrir að fólk haldi að þær séu Amish-fólk en flestir séu ágætlega upplýstir. Taylor segir að fólk sé forvitið um það hvers vegna þær séu komnar alla þessa leið til að boða trú sína fyrir ókunnugu fólki. „Fólki finnst þetta skrýtin tilhugsun, að ungt fólk sé að gera þetta. Við erum að þessu því þetta veitir okkur hamingju og við viljum að aðrir séu líka hamingjusamir.“ Þær segja að það sé engin pressa á trúboðunum að ná að snúa fólki til mormónatrúar. „Það skiptir ekki máli hversu mörgum við náum til okkar. Þegar við vorum í Danmörku fórum við út og hittum fólk á hverjum einasta degi. Ég hitti bara eina manneskju sem ákvað að láta skíra sig til mormónatrúar. Það var frábært að upplifa það,“ segir Emilee. Báðar koma þær úr fjölskyldum trúboða. Pabbi Emilee var trúboði í Póllandi og mamma hennar í Texas. Þá á hún tvær systur sem voru trúboðar í Argentínu og á Fídjíeyjum. Pabbi Taylor var trúboði í Japan og systir hennar í Síle. Þegar þær fara aftur heim til Utah er stefnan að halda áfram háskólanámi sem þær gerðu hlé á. Emilee stundaði nám í alþjóðastjórnmálum en Taylor stefnir á að verða kennari.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira