Segir það fallegt af forsætisráðherra að biðja sig afsökunar Birgir Olgeirsson skrifar 28. september 2018 14:03 Guðjón Skarphéðinsson, einn af sakborningum í Guðmundar og Geirfinnsmálunum, segir það fallegt af forsætisráðherra að biðja sakborninga afsökunar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hún bað sakborninga þessa máls, aðstandendur þeirra og aðra sem hafa átt um sárt að binda vegna málsins, afsökunar. Gerði Katrín það vegna dóms Hæstaréttar Íslands um að sýkna fimm karla af ákæru um að hafa banað Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni árið 1974. Guðjón var dæmdur til tíu ára fangelsisvistar árið 1980 þegar dómarar komust að þeirri niðurstöðu að hann hefði tekið þátt í að bana Geirfinni árið 1974. Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti Íslands, veitt Guðjóni uppreist æru vegna dómsins árið 1995. Guðjón sat í fangelsi í fjögur og hálft ár auk þess sem hann var vistaður í einangrun svo mánuðum skipti vegna rannsóknar málsins. „Það er ljómandi fallegt af forsætisráðherra, enda væn stúlka,“ segir Guðjón í samtali við Vísi um afsökunarbeiðni forsætisráðherra. Guðjón var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu í Hæstarétti í gær þar sem hann var sýknaður. Hann starfar sem sóknarprestur og var önnum kafinn við að semja ræðu sem hann mun flytja á morgun þegar hann gefur par saman. Guðjón segist ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar. „Það var mál til komið að rétturinn kvæði upp úr með það.“ Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Katrín biður sakborninga og aðstandendur afsökunar Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hefur fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands beðist afsökunar „á því ranglæti,“ sem sakborningar, aðstandendur þeirra og aðrir sem hafa „átt um sárt að binda“ vegna Guðmundar-og Geirfinnsmálanna. 28. september 2018 12:19 Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Hæstiréttur sýknaði í dag þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. 27. september 2018 14:04 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Guðjón Skarphéðinsson, einn af sakborningum í Guðmundar og Geirfinnsmálunum, segir það fallegt af forsætisráðherra að biðja sakborninga afsökunar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hún bað sakborninga þessa máls, aðstandendur þeirra og aðra sem hafa átt um sárt að binda vegna málsins, afsökunar. Gerði Katrín það vegna dóms Hæstaréttar Íslands um að sýkna fimm karla af ákæru um að hafa banað Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni árið 1974. Guðjón var dæmdur til tíu ára fangelsisvistar árið 1980 þegar dómarar komust að þeirri niðurstöðu að hann hefði tekið þátt í að bana Geirfinni árið 1974. Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti Íslands, veitt Guðjóni uppreist æru vegna dómsins árið 1995. Guðjón sat í fangelsi í fjögur og hálft ár auk þess sem hann var vistaður í einangrun svo mánuðum skipti vegna rannsóknar málsins. „Það er ljómandi fallegt af forsætisráðherra, enda væn stúlka,“ segir Guðjón í samtali við Vísi um afsökunarbeiðni forsætisráðherra. Guðjón var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu í Hæstarétti í gær þar sem hann var sýknaður. Hann starfar sem sóknarprestur og var önnum kafinn við að semja ræðu sem hann mun flytja á morgun þegar hann gefur par saman. Guðjón segist ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar. „Það var mál til komið að rétturinn kvæði upp úr með það.“
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Katrín biður sakborninga og aðstandendur afsökunar Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hefur fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands beðist afsökunar „á því ranglæti,“ sem sakborningar, aðstandendur þeirra og aðrir sem hafa „átt um sárt að binda“ vegna Guðmundar-og Geirfinnsmálanna. 28. september 2018 12:19 Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Hæstiréttur sýknaði í dag þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. 27. september 2018 14:04 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Katrín biður sakborninga og aðstandendur afsökunar Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hefur fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands beðist afsökunar „á því ranglæti,“ sem sakborningar, aðstandendur þeirra og aðrir sem hafa „átt um sárt að binda“ vegna Guðmundar-og Geirfinnsmálanna. 28. september 2018 12:19
Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Hæstiréttur sýknaði í dag þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. 27. september 2018 14:04