Þeir Auddi og Steindi fengu þá áskorun við tökur á Suður-ameríska drauminum að fara Dauðaveginn svokallaða í Bólivíu, og það á hjóli. Dauðavegurinn er 56 kílómetrar að lengd og er talinn einn hættulegasti vegur heims. Þar hafa nokkur hundruð manns týnt lífinu á undanförnum árum.
Það sem gerði ferðina verri fyrir strákana var að aðstæður til hjólreiðamennsku voru vægast sagt ekki góðar. Mikil rigning var á svæðinu og hjólið sem strákarnir þurftu að fara á verður seint kallað torfæruhjól. Þá urðu strákarnir fyrir smá óhappi eftir að framdekk hjólsins sprakk.
Hjóluðu niður dauðaveginn í Bólivíu
Tengdar fréttir

Suður-ameríski draumurinn: Þurftu að taka þátt í hættulegu nautahlaupi
Þeir Sveppi og Pétur Jóhann fengu vægast sagt krefjandi áskorun í Kostaríka við upptökur á Suður-ameríska draumnum.