Gylfi hefði viljað sjá breiðari samstöðu innan ASÍ Heimir Már Pétursson skrifar 23. október 2018 13:28 Gylfi Arnbjörnsson lætur senn af embætti forseta ASÍ. fréttablaðið/eyþór Fráfarandi forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á að ekki tókst að koma á nýju samningalíkani á vinnumarkaðnum og að samningagerð nú geti reynst erfið. Hann hefði viljað sjá enn breiðara samflot aðildafélaga sambandsins en nú sé í spilunum en töluverðar líkur séu á átökum á vinnumarkaðnum. Þriggja daga þing Alþýðusambandsins hefst á morgun en á lokadegi þess á föstudag verður ný forysta sambandsins kjörin sem og fulltrúar í miðstjórn. Gylfi Arnbjörnsson lætur af embætti forseta en hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Afls á Austurlandi, bjóða sig fram til forseta og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, bjóða sig fram í embætti fyrsta og annars varaforseta. Síðustu almennu kjarasamnngar félaga innan ASÍ voru gerðir árið 2015. Á samningstímanum var gerð tilraun til að koma á nýju samningalíkani að norrænni fyrirmynd sem Gylfi segir stjórnvöld beri ábyrgð á að ekki tókst. „Ég vil nú meina að stjórnvöld beri talsvert mikla ábyrgð á því. Vegna þess að það módel auðvitað byggir á samkomulagi ekki bara um efnahagslegan stöðugleika heldur líka félagslegan. Þar finnst mér stjórnmálin hafa brugðist okkur. Ofan í síðan kjararáð og alla vitleysuna sem því tengist. Þetta eru atriði sem þarf dálítið að gera upp núna í hreyfingunni,” segir Gylfi. Ljóst sé og legið hafi fyrir lengi að samningalotan framundan verði erfið meðal annars vegna þessa.Líkur á átökum á vinnumarkaði„Það eru auðvitað komnir aðilar til áhrifa í verkalýðshreyfingunni sem vilja fara aðra leið. Þess vegna held ég að það sé nokkuð ljóst að þetta geti orðið býsna heitur vetur með tilliti til vinnumarkaðarins,” segir fráfarandi forseti ASÍ. Væntingarnar séu miklar og mótist af því sem á undan sé gengið varðandi kjararáð og aukna misskiptingu í samfélaginu. „Það er oft á tíðum erfitt að samræma þetta væntingastig við þær aðstæður sem eru í okkar efnahagslífi. Við slíkar aðstæður kann það alveg að koma til að það slái í brýnu á milli aðila,” segir Gylfi. Nítján aðildarfélög innan Starfsgreinasambandsins fara fram saman í komandi viðræðum og rætt hefur verið að VR og jafnvel önnur félög innan Landssambands verslunarmanna verði hluti af samflotinu. Gylfi minnir á að þessir aðilar hafi samið sameignlega í síðustu samningum árið 2015 en þá hafi verið gangrýnt að ekki hafi tekist að sameina kröfur allra félga innan ASÍ eins og tekist hafi í mörg ár þar á undan. „Þannig að mér finnst þetta tal um breiðfylkingu hluta hreyfingarinnar ekki alveg vera á sínum stað. Ég hefði gjarnan viljað sjá allan ASÍ hópinn sameinast í þessari aðkomu.”Þannig að öll aðildarfélög innan ASÍ hefðu farið saman?„Ég held að slagkraftur hreyfingarinnar verði einfaldlega miklu meiri við að ná að sameina öll aðildarfélög Alþýðusambandsins. En til þess þarf auðvitað að vinna bæði mótun kröfugerðar á stjórnvöld og atvinnurekendur sameiginlega,” segir Gylfi. Hann hafi áhyggjur af því að ekki sé unnið nægjanlega að því að sameina öll félög og sambönd innan ASÍ fyrir komandi kjarasamninga. Kjaramál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Fráfarandi forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á að ekki tókst að koma á nýju samningalíkani á vinnumarkaðnum og að samningagerð nú geti reynst erfið. Hann hefði viljað sjá enn breiðara samflot aðildafélaga sambandsins en nú sé í spilunum en töluverðar líkur séu á átökum á vinnumarkaðnum. Þriggja daga þing Alþýðusambandsins hefst á morgun en á lokadegi þess á föstudag verður ný forysta sambandsins kjörin sem og fulltrúar í miðstjórn. Gylfi Arnbjörnsson lætur af embætti forseta en hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Afls á Austurlandi, bjóða sig fram til forseta og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, bjóða sig fram í embætti fyrsta og annars varaforseta. Síðustu almennu kjarasamnngar félaga innan ASÍ voru gerðir árið 2015. Á samningstímanum var gerð tilraun til að koma á nýju samningalíkani að norrænni fyrirmynd sem Gylfi segir stjórnvöld beri ábyrgð á að ekki tókst. „Ég vil nú meina að stjórnvöld beri talsvert mikla ábyrgð á því. Vegna þess að það módel auðvitað byggir á samkomulagi ekki bara um efnahagslegan stöðugleika heldur líka félagslegan. Þar finnst mér stjórnmálin hafa brugðist okkur. Ofan í síðan kjararáð og alla vitleysuna sem því tengist. Þetta eru atriði sem þarf dálítið að gera upp núna í hreyfingunni,” segir Gylfi. Ljóst sé og legið hafi fyrir lengi að samningalotan framundan verði erfið meðal annars vegna þessa.Líkur á átökum á vinnumarkaði„Það eru auðvitað komnir aðilar til áhrifa í verkalýðshreyfingunni sem vilja fara aðra leið. Þess vegna held ég að það sé nokkuð ljóst að þetta geti orðið býsna heitur vetur með tilliti til vinnumarkaðarins,” segir fráfarandi forseti ASÍ. Væntingarnar séu miklar og mótist af því sem á undan sé gengið varðandi kjararáð og aukna misskiptingu í samfélaginu. „Það er oft á tíðum erfitt að samræma þetta væntingastig við þær aðstæður sem eru í okkar efnahagslífi. Við slíkar aðstæður kann það alveg að koma til að það slái í brýnu á milli aðila,” segir Gylfi. Nítján aðildarfélög innan Starfsgreinasambandsins fara fram saman í komandi viðræðum og rætt hefur verið að VR og jafnvel önnur félög innan Landssambands verslunarmanna verði hluti af samflotinu. Gylfi minnir á að þessir aðilar hafi samið sameignlega í síðustu samningum árið 2015 en þá hafi verið gangrýnt að ekki hafi tekist að sameina kröfur allra félga innan ASÍ eins og tekist hafi í mörg ár þar á undan. „Þannig að mér finnst þetta tal um breiðfylkingu hluta hreyfingarinnar ekki alveg vera á sínum stað. Ég hefði gjarnan viljað sjá allan ASÍ hópinn sameinast í þessari aðkomu.”Þannig að öll aðildarfélög innan ASÍ hefðu farið saman?„Ég held að slagkraftur hreyfingarinnar verði einfaldlega miklu meiri við að ná að sameina öll aðildarfélög Alþýðusambandsins. En til þess þarf auðvitað að vinna bæði mótun kröfugerðar á stjórnvöld og atvinnurekendur sameiginlega,” segir Gylfi. Hann hafi áhyggjur af því að ekki sé unnið nægjanlega að því að sameina öll félög og sambönd innan ASÍ fyrir komandi kjarasamninga.
Kjaramál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira