Segir hvalveiðimenn með góða samvisku og sofa vel Kristján Már Unnarsson skrifar 9. maí 2018 20:45 Ólafur Ólafsson, skipstjóri á Hval 9, í Reykjavíkurhöfn í dag. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Starfsmenn Hvals hf. eru byrjaðir að undirbúa hvalvertíð sumarsins, þá fyrstu eftir nærri þriggja ára hlé, og í dag var annar hvalbátanna dreginn upp í slipp í Reykjavíkurhöfn. Rætt var við Ólaf Ólafsson, skipstjóra á Hval 9, í fréttum Stöðvar 2. Stórhveli voru síðast veidd við Íslandsstrendur haustið 2015. En áður en veiðarnar geta hafist að nýju þurfa hvalbátarnir að fara í klössun. Það var minni og eldri báturinn, Hvalur 8, sem dreginn var upp í slipp Stálsmiðjunnar Framtaks í Reykjavíkurhöfn í dag. Síðar í mánuðinum kemur röðin að Hval 9 en þrjú ár eru frá því bátarnir fóru síðast í slipp. Hvalur 8 dreginn upp í slippinn í dag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það þarf að botnhreinsa þá og zinka þá. Það er svona ýmislegt sem þarf að dytta að,” segir Ólafur. Rétt eins og hvalbátarnir eru tæki slippsins komin til ára sinna en gera þó enn sitt gagn en því fylgir átak að draga slík skip upp á þurrt. Ólafur býst við að milli 160 og 170 manns starfi á hvalvertíðinni í sumar og segir stemmninguna meðal starfsmanna mjög góða. „Við erum búnir að hvíla okkur í tvö ár svoleiðis að það er kominn tími til að fara af stað núna. Sem við og gerum, fljótlega í júní. Þá ætlum við að leggja í hann.”Sverir stálvírar eru notaðir til að draga skipið upp í slippinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann segir mótmæli gegn hvalveiðum litlu breyta gagnvart starfsmönnum. Veiðikvóti sé gefinn út á grundvelli mats mjög góðra íslenskra vísindamanna hjá Hafrannsóknastofnun. „Það er talað um 20 til 25 þúsund dýr sem eru hér á Norður-Atlantshafinu. Við erum að taka þetta 130-140 og upp í 150 dýr. Nú er kvótinn 161 dýr. Við höfum ekki miklar áhyggjur af þessu svokallaða mótmælaliði, því miður. Það gengur ekkert inn í okkur. Við erum orðnir ýmsu vanir gagnvart þeim.” -Þannig að þið hafið góða samvisku gagnvart þessum veiðum? „Mjög góða og sofum vel,” svarar skipstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45 Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan Formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands vonaði að hvalveiðisögu Íslendinga væri lokið. Hvalur hf. hyggst hefja veiðar á ný í sumar eftir tveggja ára hlé. Boða fæðubótarefni úr afurðum gegn járnskorti. Áhyggjur af viðbrögðum erlendis. 19. apríl 2018 08:00 Segir heiminn ekki skilja hvers vegna við stundum enn hvalveiðar Framkvæmdastjóri Eldingar hefur áhyggjur af ímynd Íslands. 22. apríl 2018 12:54 Gert verði ítarlegt mat áður en ákvörðun verður tekin um framtíð hvalveiða við Íslandsstrendur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ekki beita sér sérstaklega fyrir því að fyrirhuguðum hvalveiðum sem hefjast í sumar verði afstýrt. 2. maí 2018 20:00 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Sjá meira
Starfsmenn Hvals hf. eru byrjaðir að undirbúa hvalvertíð sumarsins, þá fyrstu eftir nærri þriggja ára hlé, og í dag var annar hvalbátanna dreginn upp í slipp í Reykjavíkurhöfn. Rætt var við Ólaf Ólafsson, skipstjóra á Hval 9, í fréttum Stöðvar 2. Stórhveli voru síðast veidd við Íslandsstrendur haustið 2015. En áður en veiðarnar geta hafist að nýju þurfa hvalbátarnir að fara í klössun. Það var minni og eldri báturinn, Hvalur 8, sem dreginn var upp í slipp Stálsmiðjunnar Framtaks í Reykjavíkurhöfn í dag. Síðar í mánuðinum kemur röðin að Hval 9 en þrjú ár eru frá því bátarnir fóru síðast í slipp. Hvalur 8 dreginn upp í slippinn í dag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það þarf að botnhreinsa þá og zinka þá. Það er svona ýmislegt sem þarf að dytta að,” segir Ólafur. Rétt eins og hvalbátarnir eru tæki slippsins komin til ára sinna en gera þó enn sitt gagn en því fylgir átak að draga slík skip upp á þurrt. Ólafur býst við að milli 160 og 170 manns starfi á hvalvertíðinni í sumar og segir stemmninguna meðal starfsmanna mjög góða. „Við erum búnir að hvíla okkur í tvö ár svoleiðis að það er kominn tími til að fara af stað núna. Sem við og gerum, fljótlega í júní. Þá ætlum við að leggja í hann.”Sverir stálvírar eru notaðir til að draga skipið upp í slippinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann segir mótmæli gegn hvalveiðum litlu breyta gagnvart starfsmönnum. Veiðikvóti sé gefinn út á grundvelli mats mjög góðra íslenskra vísindamanna hjá Hafrannsóknastofnun. „Það er talað um 20 til 25 þúsund dýr sem eru hér á Norður-Atlantshafinu. Við erum að taka þetta 130-140 og upp í 150 dýr. Nú er kvótinn 161 dýr. Við höfum ekki miklar áhyggjur af þessu svokallaða mótmælaliði, því miður. Það gengur ekkert inn í okkur. Við erum orðnir ýmsu vanir gagnvart þeim.” -Þannig að þið hafið góða samvisku gagnvart þessum veiðum? „Mjög góða og sofum vel,” svarar skipstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45 Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan Formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands vonaði að hvalveiðisögu Íslendinga væri lokið. Hvalur hf. hyggst hefja veiðar á ný í sumar eftir tveggja ára hlé. Boða fæðubótarefni úr afurðum gegn járnskorti. Áhyggjur af viðbrögðum erlendis. 19. apríl 2018 08:00 Segir heiminn ekki skilja hvers vegna við stundum enn hvalveiðar Framkvæmdastjóri Eldingar hefur áhyggjur af ímynd Íslands. 22. apríl 2018 12:54 Gert verði ítarlegt mat áður en ákvörðun verður tekin um framtíð hvalveiða við Íslandsstrendur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ekki beita sér sérstaklega fyrir því að fyrirhuguðum hvalveiðum sem hefjast í sumar verði afstýrt. 2. maí 2018 20:00 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Sjá meira
Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45
Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan Formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands vonaði að hvalveiðisögu Íslendinga væri lokið. Hvalur hf. hyggst hefja veiðar á ný í sumar eftir tveggja ára hlé. Boða fæðubótarefni úr afurðum gegn járnskorti. Áhyggjur af viðbrögðum erlendis. 19. apríl 2018 08:00
Segir heiminn ekki skilja hvers vegna við stundum enn hvalveiðar Framkvæmdastjóri Eldingar hefur áhyggjur af ímynd Íslands. 22. apríl 2018 12:54
Gert verði ítarlegt mat áður en ákvörðun verður tekin um framtíð hvalveiða við Íslandsstrendur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ekki beita sér sérstaklega fyrir því að fyrirhuguðum hvalveiðum sem hefjast í sumar verði afstýrt. 2. maí 2018 20:00