Segir hvalveiðimenn með góða samvisku og sofa vel Kristján Már Unnarsson skrifar 9. maí 2018 20:45 Ólafur Ólafsson, skipstjóri á Hval 9, í Reykjavíkurhöfn í dag. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Starfsmenn Hvals hf. eru byrjaðir að undirbúa hvalvertíð sumarsins, þá fyrstu eftir nærri þriggja ára hlé, og í dag var annar hvalbátanna dreginn upp í slipp í Reykjavíkurhöfn. Rætt var við Ólaf Ólafsson, skipstjóra á Hval 9, í fréttum Stöðvar 2. Stórhveli voru síðast veidd við Íslandsstrendur haustið 2015. En áður en veiðarnar geta hafist að nýju þurfa hvalbátarnir að fara í klössun. Það var minni og eldri báturinn, Hvalur 8, sem dreginn var upp í slipp Stálsmiðjunnar Framtaks í Reykjavíkurhöfn í dag. Síðar í mánuðinum kemur röðin að Hval 9 en þrjú ár eru frá því bátarnir fóru síðast í slipp. Hvalur 8 dreginn upp í slippinn í dag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það þarf að botnhreinsa þá og zinka þá. Það er svona ýmislegt sem þarf að dytta að,” segir Ólafur. Rétt eins og hvalbátarnir eru tæki slippsins komin til ára sinna en gera þó enn sitt gagn en því fylgir átak að draga slík skip upp á þurrt. Ólafur býst við að milli 160 og 170 manns starfi á hvalvertíðinni í sumar og segir stemmninguna meðal starfsmanna mjög góða. „Við erum búnir að hvíla okkur í tvö ár svoleiðis að það er kominn tími til að fara af stað núna. Sem við og gerum, fljótlega í júní. Þá ætlum við að leggja í hann.”Sverir stálvírar eru notaðir til að draga skipið upp í slippinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann segir mótmæli gegn hvalveiðum litlu breyta gagnvart starfsmönnum. Veiðikvóti sé gefinn út á grundvelli mats mjög góðra íslenskra vísindamanna hjá Hafrannsóknastofnun. „Það er talað um 20 til 25 þúsund dýr sem eru hér á Norður-Atlantshafinu. Við erum að taka þetta 130-140 og upp í 150 dýr. Nú er kvótinn 161 dýr. Við höfum ekki miklar áhyggjur af þessu svokallaða mótmælaliði, því miður. Það gengur ekkert inn í okkur. Við erum orðnir ýmsu vanir gagnvart þeim.” -Þannig að þið hafið góða samvisku gagnvart þessum veiðum? „Mjög góða og sofum vel,” svarar skipstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45 Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan Formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands vonaði að hvalveiðisögu Íslendinga væri lokið. Hvalur hf. hyggst hefja veiðar á ný í sumar eftir tveggja ára hlé. Boða fæðubótarefni úr afurðum gegn járnskorti. Áhyggjur af viðbrögðum erlendis. 19. apríl 2018 08:00 Segir heiminn ekki skilja hvers vegna við stundum enn hvalveiðar Framkvæmdastjóri Eldingar hefur áhyggjur af ímynd Íslands. 22. apríl 2018 12:54 Gert verði ítarlegt mat áður en ákvörðun verður tekin um framtíð hvalveiða við Íslandsstrendur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ekki beita sér sérstaklega fyrir því að fyrirhuguðum hvalveiðum sem hefjast í sumar verði afstýrt. 2. maí 2018 20:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira
Starfsmenn Hvals hf. eru byrjaðir að undirbúa hvalvertíð sumarsins, þá fyrstu eftir nærri þriggja ára hlé, og í dag var annar hvalbátanna dreginn upp í slipp í Reykjavíkurhöfn. Rætt var við Ólaf Ólafsson, skipstjóra á Hval 9, í fréttum Stöðvar 2. Stórhveli voru síðast veidd við Íslandsstrendur haustið 2015. En áður en veiðarnar geta hafist að nýju þurfa hvalbátarnir að fara í klössun. Það var minni og eldri báturinn, Hvalur 8, sem dreginn var upp í slipp Stálsmiðjunnar Framtaks í Reykjavíkurhöfn í dag. Síðar í mánuðinum kemur röðin að Hval 9 en þrjú ár eru frá því bátarnir fóru síðast í slipp. Hvalur 8 dreginn upp í slippinn í dag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það þarf að botnhreinsa þá og zinka þá. Það er svona ýmislegt sem þarf að dytta að,” segir Ólafur. Rétt eins og hvalbátarnir eru tæki slippsins komin til ára sinna en gera þó enn sitt gagn en því fylgir átak að draga slík skip upp á þurrt. Ólafur býst við að milli 160 og 170 manns starfi á hvalvertíðinni í sumar og segir stemmninguna meðal starfsmanna mjög góða. „Við erum búnir að hvíla okkur í tvö ár svoleiðis að það er kominn tími til að fara af stað núna. Sem við og gerum, fljótlega í júní. Þá ætlum við að leggja í hann.”Sverir stálvírar eru notaðir til að draga skipið upp í slippinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann segir mótmæli gegn hvalveiðum litlu breyta gagnvart starfsmönnum. Veiðikvóti sé gefinn út á grundvelli mats mjög góðra íslenskra vísindamanna hjá Hafrannsóknastofnun. „Það er talað um 20 til 25 þúsund dýr sem eru hér á Norður-Atlantshafinu. Við erum að taka þetta 130-140 og upp í 150 dýr. Nú er kvótinn 161 dýr. Við höfum ekki miklar áhyggjur af þessu svokallaða mótmælaliði, því miður. Það gengur ekkert inn í okkur. Við erum orðnir ýmsu vanir gagnvart þeim.” -Þannig að þið hafið góða samvisku gagnvart þessum veiðum? „Mjög góða og sofum vel,” svarar skipstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45 Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan Formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands vonaði að hvalveiðisögu Íslendinga væri lokið. Hvalur hf. hyggst hefja veiðar á ný í sumar eftir tveggja ára hlé. Boða fæðubótarefni úr afurðum gegn járnskorti. Áhyggjur af viðbrögðum erlendis. 19. apríl 2018 08:00 Segir heiminn ekki skilja hvers vegna við stundum enn hvalveiðar Framkvæmdastjóri Eldingar hefur áhyggjur af ímynd Íslands. 22. apríl 2018 12:54 Gert verði ítarlegt mat áður en ákvörðun verður tekin um framtíð hvalveiða við Íslandsstrendur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ekki beita sér sérstaklega fyrir því að fyrirhuguðum hvalveiðum sem hefjast í sumar verði afstýrt. 2. maí 2018 20:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira
Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45
Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan Formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands vonaði að hvalveiðisögu Íslendinga væri lokið. Hvalur hf. hyggst hefja veiðar á ný í sumar eftir tveggja ára hlé. Boða fæðubótarefni úr afurðum gegn járnskorti. Áhyggjur af viðbrögðum erlendis. 19. apríl 2018 08:00
Segir heiminn ekki skilja hvers vegna við stundum enn hvalveiðar Framkvæmdastjóri Eldingar hefur áhyggjur af ímynd Íslands. 22. apríl 2018 12:54
Gert verði ítarlegt mat áður en ákvörðun verður tekin um framtíð hvalveiða við Íslandsstrendur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ekki beita sér sérstaklega fyrir því að fyrirhuguðum hvalveiðum sem hefjast í sumar verði afstýrt. 2. maí 2018 20:00