Segir hvalveiðimenn með góða samvisku og sofa vel Kristján Már Unnarsson skrifar 9. maí 2018 20:45 Ólafur Ólafsson, skipstjóri á Hval 9, í Reykjavíkurhöfn í dag. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Starfsmenn Hvals hf. eru byrjaðir að undirbúa hvalvertíð sumarsins, þá fyrstu eftir nærri þriggja ára hlé, og í dag var annar hvalbátanna dreginn upp í slipp í Reykjavíkurhöfn. Rætt var við Ólaf Ólafsson, skipstjóra á Hval 9, í fréttum Stöðvar 2. Stórhveli voru síðast veidd við Íslandsstrendur haustið 2015. En áður en veiðarnar geta hafist að nýju þurfa hvalbátarnir að fara í klössun. Það var minni og eldri báturinn, Hvalur 8, sem dreginn var upp í slipp Stálsmiðjunnar Framtaks í Reykjavíkurhöfn í dag. Síðar í mánuðinum kemur röðin að Hval 9 en þrjú ár eru frá því bátarnir fóru síðast í slipp. Hvalur 8 dreginn upp í slippinn í dag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það þarf að botnhreinsa þá og zinka þá. Það er svona ýmislegt sem þarf að dytta að,” segir Ólafur. Rétt eins og hvalbátarnir eru tæki slippsins komin til ára sinna en gera þó enn sitt gagn en því fylgir átak að draga slík skip upp á þurrt. Ólafur býst við að milli 160 og 170 manns starfi á hvalvertíðinni í sumar og segir stemmninguna meðal starfsmanna mjög góða. „Við erum búnir að hvíla okkur í tvö ár svoleiðis að það er kominn tími til að fara af stað núna. Sem við og gerum, fljótlega í júní. Þá ætlum við að leggja í hann.”Sverir stálvírar eru notaðir til að draga skipið upp í slippinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann segir mótmæli gegn hvalveiðum litlu breyta gagnvart starfsmönnum. Veiðikvóti sé gefinn út á grundvelli mats mjög góðra íslenskra vísindamanna hjá Hafrannsóknastofnun. „Það er talað um 20 til 25 þúsund dýr sem eru hér á Norður-Atlantshafinu. Við erum að taka þetta 130-140 og upp í 150 dýr. Nú er kvótinn 161 dýr. Við höfum ekki miklar áhyggjur af þessu svokallaða mótmælaliði, því miður. Það gengur ekkert inn í okkur. Við erum orðnir ýmsu vanir gagnvart þeim.” -Þannig að þið hafið góða samvisku gagnvart þessum veiðum? „Mjög góða og sofum vel,” svarar skipstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45 Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan Formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands vonaði að hvalveiðisögu Íslendinga væri lokið. Hvalur hf. hyggst hefja veiðar á ný í sumar eftir tveggja ára hlé. Boða fæðubótarefni úr afurðum gegn járnskorti. Áhyggjur af viðbrögðum erlendis. 19. apríl 2018 08:00 Segir heiminn ekki skilja hvers vegna við stundum enn hvalveiðar Framkvæmdastjóri Eldingar hefur áhyggjur af ímynd Íslands. 22. apríl 2018 12:54 Gert verði ítarlegt mat áður en ákvörðun verður tekin um framtíð hvalveiða við Íslandsstrendur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ekki beita sér sérstaklega fyrir því að fyrirhuguðum hvalveiðum sem hefjast í sumar verði afstýrt. 2. maí 2018 20:00 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Starfsmenn Hvals hf. eru byrjaðir að undirbúa hvalvertíð sumarsins, þá fyrstu eftir nærri þriggja ára hlé, og í dag var annar hvalbátanna dreginn upp í slipp í Reykjavíkurhöfn. Rætt var við Ólaf Ólafsson, skipstjóra á Hval 9, í fréttum Stöðvar 2. Stórhveli voru síðast veidd við Íslandsstrendur haustið 2015. En áður en veiðarnar geta hafist að nýju þurfa hvalbátarnir að fara í klössun. Það var minni og eldri báturinn, Hvalur 8, sem dreginn var upp í slipp Stálsmiðjunnar Framtaks í Reykjavíkurhöfn í dag. Síðar í mánuðinum kemur röðin að Hval 9 en þrjú ár eru frá því bátarnir fóru síðast í slipp. Hvalur 8 dreginn upp í slippinn í dag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það þarf að botnhreinsa þá og zinka þá. Það er svona ýmislegt sem þarf að dytta að,” segir Ólafur. Rétt eins og hvalbátarnir eru tæki slippsins komin til ára sinna en gera þó enn sitt gagn en því fylgir átak að draga slík skip upp á þurrt. Ólafur býst við að milli 160 og 170 manns starfi á hvalvertíðinni í sumar og segir stemmninguna meðal starfsmanna mjög góða. „Við erum búnir að hvíla okkur í tvö ár svoleiðis að það er kominn tími til að fara af stað núna. Sem við og gerum, fljótlega í júní. Þá ætlum við að leggja í hann.”Sverir stálvírar eru notaðir til að draga skipið upp í slippinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann segir mótmæli gegn hvalveiðum litlu breyta gagnvart starfsmönnum. Veiðikvóti sé gefinn út á grundvelli mats mjög góðra íslenskra vísindamanna hjá Hafrannsóknastofnun. „Það er talað um 20 til 25 þúsund dýr sem eru hér á Norður-Atlantshafinu. Við erum að taka þetta 130-140 og upp í 150 dýr. Nú er kvótinn 161 dýr. Við höfum ekki miklar áhyggjur af þessu svokallaða mótmælaliði, því miður. Það gengur ekkert inn í okkur. Við erum orðnir ýmsu vanir gagnvart þeim.” -Þannig að þið hafið góða samvisku gagnvart þessum veiðum? „Mjög góða og sofum vel,” svarar skipstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45 Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan Formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands vonaði að hvalveiðisögu Íslendinga væri lokið. Hvalur hf. hyggst hefja veiðar á ný í sumar eftir tveggja ára hlé. Boða fæðubótarefni úr afurðum gegn járnskorti. Áhyggjur af viðbrögðum erlendis. 19. apríl 2018 08:00 Segir heiminn ekki skilja hvers vegna við stundum enn hvalveiðar Framkvæmdastjóri Eldingar hefur áhyggjur af ímynd Íslands. 22. apríl 2018 12:54 Gert verði ítarlegt mat áður en ákvörðun verður tekin um framtíð hvalveiða við Íslandsstrendur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ekki beita sér sérstaklega fyrir því að fyrirhuguðum hvalveiðum sem hefjast í sumar verði afstýrt. 2. maí 2018 20:00 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45
Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan Formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands vonaði að hvalveiðisögu Íslendinga væri lokið. Hvalur hf. hyggst hefja veiðar á ný í sumar eftir tveggja ára hlé. Boða fæðubótarefni úr afurðum gegn járnskorti. Áhyggjur af viðbrögðum erlendis. 19. apríl 2018 08:00
Segir heiminn ekki skilja hvers vegna við stundum enn hvalveiðar Framkvæmdastjóri Eldingar hefur áhyggjur af ímynd Íslands. 22. apríl 2018 12:54
Gert verði ítarlegt mat áður en ákvörðun verður tekin um framtíð hvalveiða við Íslandsstrendur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ekki beita sér sérstaklega fyrir því að fyrirhuguðum hvalveiðum sem hefjast í sumar verði afstýrt. 2. maí 2018 20:00