Landsmótið fær frítt vinnuafl allt næsta ár Sveinn Arnarsson skrifar 8. desember 2018 08:33 Byggðarráð Rangárþings ytra mat það sem svo að verkefnið væri gott fyrir sveitarfélagið. Fréttablaðið/Anton Brink Rangárþing ytra ætlar að veita einkahlutafélagi styrk í formi vinnuframlags kynningar- og markaðsfulltrúa bæjarins allt árið 2019. Mun hann sinna vinnu við að auglýsa landsmót hestamanna sem á að halda á Rangárbökkum við Hellu árið 2020. Minnihlutinn undrast þennan styrk og segir hann fordæmisgefandi. „Þess ber að geta að mekka íslenska hestsins er nú bara í Rangárvallasýslu. Hér eru flest og öflugustu ræktunarbúin og atvinnuhestamennirnir flestir búa hér. Þannig er það nú bara,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra. Stjórn Rangárbakka ehf. óskaði eftir því við sveitarstjórnina að markaðs- og kynningarfulltrúi sveitarfélagsins myndi vinna fyrir einkahlutafélagið að kynningu landsmóts. Landsmótið verður haldið fyrstu helgina í júlí árið 2020. Tillagan, sem samþykkt var af byggðarráði Rangárþings ytra, er að verða við beiðninni og borga laun fulltrúans á meðan hann vinnur fyrir einkahlutafélagið. Skilgreint er að um 25 prósent starf sé að ræða. „Það kom erindi til byggðarráðs um málið. Tillagan var sú að verða við þessu og veita þeim styrk í formi vinnuframlags. Umræðan í byggðarráðinu var á þá leið að þetta væri þannig verkefni að það væri gott fyrir sveitarfélagið og hefði áhrif á marga bæjarbúa,“ segir Ágúst. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, fulltrúi minnihluta í Rangárþingi ytra, segir málið alvarlegt. „Styrkbeiðandi er einkahlutafélag í eigu fyrirtækja, hestamannafélaga og sveitarfélaga. Tel ég það afar slæmt fordæmi að einkahlutafélög geti sótt um slíka styrki á forsendum sem þessum. Ef styrkbeiðni þessi verður samþykkt tel ég að sett verði fordæmi sem erfitt verður að vinda ofan af ef gæta á jafnræðis við önnur fyrirtæki sem gætu sótt um álíka styrki í framtíðinni. Ekki liggur heldur fyrir í gögnum hve umbeðinn styrkur er hár í krónum talið,“ er haft eftir Margréti í fundargerð byggðarráðs. „Einkahlutafélagið er í eigu hestamannafélaga og sveitarfélaga að stærstum hluta og það er breytt form á landsmótum núna þar sem heimamenn halda mótin. Þetta er stærsti viðburður sem haldinn er á Íslandi og okkur þykir hann mjög mikilvægur,“ bætir Ágúst við. Birtist í Fréttablaðinu Rangárþing ytra Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Sjá meira
Rangárþing ytra ætlar að veita einkahlutafélagi styrk í formi vinnuframlags kynningar- og markaðsfulltrúa bæjarins allt árið 2019. Mun hann sinna vinnu við að auglýsa landsmót hestamanna sem á að halda á Rangárbökkum við Hellu árið 2020. Minnihlutinn undrast þennan styrk og segir hann fordæmisgefandi. „Þess ber að geta að mekka íslenska hestsins er nú bara í Rangárvallasýslu. Hér eru flest og öflugustu ræktunarbúin og atvinnuhestamennirnir flestir búa hér. Þannig er það nú bara,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra. Stjórn Rangárbakka ehf. óskaði eftir því við sveitarstjórnina að markaðs- og kynningarfulltrúi sveitarfélagsins myndi vinna fyrir einkahlutafélagið að kynningu landsmóts. Landsmótið verður haldið fyrstu helgina í júlí árið 2020. Tillagan, sem samþykkt var af byggðarráði Rangárþings ytra, er að verða við beiðninni og borga laun fulltrúans á meðan hann vinnur fyrir einkahlutafélagið. Skilgreint er að um 25 prósent starf sé að ræða. „Það kom erindi til byggðarráðs um málið. Tillagan var sú að verða við þessu og veita þeim styrk í formi vinnuframlags. Umræðan í byggðarráðinu var á þá leið að þetta væri þannig verkefni að það væri gott fyrir sveitarfélagið og hefði áhrif á marga bæjarbúa,“ segir Ágúst. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, fulltrúi minnihluta í Rangárþingi ytra, segir málið alvarlegt. „Styrkbeiðandi er einkahlutafélag í eigu fyrirtækja, hestamannafélaga og sveitarfélaga. Tel ég það afar slæmt fordæmi að einkahlutafélög geti sótt um slíka styrki á forsendum sem þessum. Ef styrkbeiðni þessi verður samþykkt tel ég að sett verði fordæmi sem erfitt verður að vinda ofan af ef gæta á jafnræðis við önnur fyrirtæki sem gætu sótt um álíka styrki í framtíðinni. Ekki liggur heldur fyrir í gögnum hve umbeðinn styrkur er hár í krónum talið,“ er haft eftir Margréti í fundargerð byggðarráðs. „Einkahlutafélagið er í eigu hestamannafélaga og sveitarfélaga að stærstum hluta og það er breytt form á landsmótum núna þar sem heimamenn halda mótin. Þetta er stærsti viðburður sem haldinn er á Íslandi og okkur þykir hann mjög mikilvægur,“ bætir Ágúst við.
Birtist í Fréttablaðinu Rangárþing ytra Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Sjá meira