Law & Order stjarna kom til Íslands til þess að kenna dótturinni á lífið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2018 19:30 Röhm ásamt dóttur hennar, Easton August. Instagram/Elizabeth Röhm. Hollywood-leikkonan Elisabeth Röhm, sem best er þekkt fyrir leik sinn í Law & Order þáttunum lífsseigu var nýverið stödd á Íslandi ásamt dóttur sinni, hinni tíu ára gömlu Easton August. Ástæða ferðarinnar var að sögn Röhm að sýna dóttur hennar að það væri ekkert í heiminum sem hún gæti ekki gert.Röhm skrifar um upplifun sína á Íslandi ávef tímaritsins Peopleen ef marka má Instagram-síðu Röhm voru mæðgurnar staddar hér á landi um miðbik síðasta mánaðar.Hin þýsk-bandaríska leikkona á að baki fjölbreyttan leikferil en er helst þekkt fyrir að hafa leikið saksóknarann Serena Southerlyn í Law & Order um fimm ára skeið. Þá hefur hún einnig hlotið góða dóma fyrir leik hennar í verðlaunamyndunum American Hustle og Joy.Í færslunni á vef People segir að hún hafi sjálf lært mikið þegar hún fór ein í ferð með foreldrum sínum til Grikklands og Japan, því hafi hún ákveðið að leyfa dóttur sinni að upplifa það sama. View this post on InstagramI my adventuresome girl #elisabethrohm A post shared by Elisabeth Rohm (@elisabethrohm) on Nov 17, 2018 at 3:45pm PST „Það opnar augu barnanna þegar þau sjá hvað heimurinn er stór,“ skrifar Röhm. Hún ákvað því að fara í mæðgnaferð til Íslands sem hún segir í raun hafa verið umfangsmikið fjögurra daga bílferð. Strax við komuna leigðu þær sér bílaleigubíl til þess að halda á Suðurlandið og það sem það hefur upp á að bjóða. „Verandi að koma frá Los Angeles leið okkur eins við værum komnar í Lord of the Rings,“ skrifar Röhm. Eftir að hafa skoðað Reynisfjöru og ýmislegt annað skelltu þær sér einnig upp á jökul. Rigning setti svip sinn á ferðina en þær mæðgur virðast þó hafa verið ánægðar með ferðina. Röhm telur einnig að ferðin muni hafa jákvæð áhrif á dóttur hennar. View this post on InstagramA post shared by Elisabeth Rohm (@elisabethrohm) on Nov 18, 2018 at 7:44am PST „Ég efast stórlega um það, að eftir þessa ferð, geti dóttir mín komist upp með það að segja „Ég get ekki gert þetta“ eða „Þetta er of erfitt.“ Þessi ferð reyndi mjög mikið á okkur og ég held að ferðin hafi styrkt okkur,“ skrifar Röhm. „Ég vona að Easton sé hugrökk, kraftmikil og forvitin um þennan stóra heim sem við búum í, og að hún viti að hún geti allt sem hún vilji taka sér fyrir hendar. Ég vona að þessi ferð hafi styrkt hana í þessum efnum,“ skrifar Röhm að lokum.Færslu hennar má lesa hér. Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Sjá meira
Hollywood-leikkonan Elisabeth Röhm, sem best er þekkt fyrir leik sinn í Law & Order þáttunum lífsseigu var nýverið stödd á Íslandi ásamt dóttur sinni, hinni tíu ára gömlu Easton August. Ástæða ferðarinnar var að sögn Röhm að sýna dóttur hennar að það væri ekkert í heiminum sem hún gæti ekki gert.Röhm skrifar um upplifun sína á Íslandi ávef tímaritsins Peopleen ef marka má Instagram-síðu Röhm voru mæðgurnar staddar hér á landi um miðbik síðasta mánaðar.Hin þýsk-bandaríska leikkona á að baki fjölbreyttan leikferil en er helst þekkt fyrir að hafa leikið saksóknarann Serena Southerlyn í Law & Order um fimm ára skeið. Þá hefur hún einnig hlotið góða dóma fyrir leik hennar í verðlaunamyndunum American Hustle og Joy.Í færslunni á vef People segir að hún hafi sjálf lært mikið þegar hún fór ein í ferð með foreldrum sínum til Grikklands og Japan, því hafi hún ákveðið að leyfa dóttur sinni að upplifa það sama. View this post on InstagramI my adventuresome girl #elisabethrohm A post shared by Elisabeth Rohm (@elisabethrohm) on Nov 17, 2018 at 3:45pm PST „Það opnar augu barnanna þegar þau sjá hvað heimurinn er stór,“ skrifar Röhm. Hún ákvað því að fara í mæðgnaferð til Íslands sem hún segir í raun hafa verið umfangsmikið fjögurra daga bílferð. Strax við komuna leigðu þær sér bílaleigubíl til þess að halda á Suðurlandið og það sem það hefur upp á að bjóða. „Verandi að koma frá Los Angeles leið okkur eins við værum komnar í Lord of the Rings,“ skrifar Röhm. Eftir að hafa skoðað Reynisfjöru og ýmislegt annað skelltu þær sér einnig upp á jökul. Rigning setti svip sinn á ferðina en þær mæðgur virðast þó hafa verið ánægðar með ferðina. Röhm telur einnig að ferðin muni hafa jákvæð áhrif á dóttur hennar. View this post on InstagramA post shared by Elisabeth Rohm (@elisabethrohm) on Nov 18, 2018 at 7:44am PST „Ég efast stórlega um það, að eftir þessa ferð, geti dóttir mín komist upp með það að segja „Ég get ekki gert þetta“ eða „Þetta er of erfitt.“ Þessi ferð reyndi mjög mikið á okkur og ég held að ferðin hafi styrkt okkur,“ skrifar Röhm. „Ég vona að Easton sé hugrökk, kraftmikil og forvitin um þennan stóra heim sem við búum í, og að hún viti að hún geti allt sem hún vilji taka sér fyrir hendar. Ég vona að þessi ferð hafi styrkt hana í þessum efnum,“ skrifar Röhm að lokum.Færslu hennar má lesa hér.
Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Sjá meira