Vilja bætta stjórnsýslu og aukna valddreifingu á Seltjarnarnesi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. maí 2018 23:12 Viðreisn/Neslistinn, sem býður fram lista til bæjarstjórnar Seltjarnarness hefur gefið út stefnuskrá sína fyrir komandi kjörtímabil. Vísir/Stefán Viðreisn/Neslistinn, sem býður fram lista til bæjarstjórnar Seltjarnarness hefur gefið út stefnuskrá sína fyrir komandi kjörtímabil. „Það sem ber hæst í stefnuskránni eru áherslur listans um bætta stjórnsýslu og aukna valddreifingu á Seltjarnarnesi, þar sem sami flokkur hefur verið í hreinum meirihluta frá 1950, eða í 68 ár. Málefni skóla eru fyrirferðarmikil í stefnuskránni. Þannig vill framboðið hækka laun kennara, byggja leikskóla fyrir 300 börn og setja aukinn metnað í þróun skólastarfs, með það að markmiði að Grunnskóli Seltjarnarness taki faglega forystu á landsvísu,“ segir í fréttatilkynningu frá Karli Pétri Jónssyni, sem leiðir listann. „Framboðið leggur ríka áherslu á málefni eldri borgara. Leggur framboðið til að Öldungaráð Seltjarnarnesbæjar fái fulltrúa í öllum nefndum og ráðum bæjarins, á sama hátt og Ungmennaráð. Framboðið vill að auka fagmennsku í þjónustu við eldri borgara og færa félagsstarf þeirra í takt við nýja tíma.Karl Pétur JónssonMynd/AðsendHvað skipulagsmál varðar, vill framboðið vanda sérstaklega til hönnunar nýs hverfis á svokölluðum Bygggarðareit. Þar verði færustu arkítektum falið að hanna byggð sem er í samræmi við hina miklu náttúrufegurð sem svæðið er þekkt fyrir. Framboðið vill þróa áfram hugmyndir um uppbyggingu miðbæjar Seltjarnarness og finna nýjum leikskóla góðan stað.“ Framboðið vil þar að auki fara í stórátak til að bæta ástand innviða bæjarins, skóla, leikskóla og önnur mannvirki, sem mörg hver liggja undir skemmdum vegna lélegs viðhalds. „Síðast en ekki síst vill Viðreisn/Neslistinn að fjármál bæjarins verði tekin mun fastari tökum, en bæjarfélagið var rekið með um 100 milljón króna halla á síðasta ári, á sama tíma og fjárfestingarhlutfall bæjarins er lágt í samanburði við önnur sveitarfélög.“ Listi Viðreisnar/Neslista er skipaður eftirfarandi fólki:1. Karl Pétur Jónsson - Viðskiptafræðingur og varabæjarfulltrúi2. Hildigunnur Gunnarsdóttir - Menntunarfræðingur og varabæjarfulltrúi3. Björn Gunnlaugsson - Kennari og verkefnastjóri4. Rán Ólafsdóttir - Háskólanemi og starfsmaður RSK5. Oddur Jónas Jónasson - Forstöðumaður þýðinga hjá Stöð 26. Margrét H. Gústavsdóttir - Fjölmiðlakona7. Ragnar Jónsson - Rannsóknarlögreglumaður8. Ragnhildur Ingólfsdóttir - Arkítekt9. Garðar Gíslason - Viðskiptafræðingur10. Dagbjört H. Kristinsdóttir - Hjúkrunarfræðingur11. Benedikt Bragi Sigurðsson - Sálfræðingur12. Halldór Jóhannesdóttir Sanko - Sérkennari13. Páll Árni Jónsson - Framkvæmdastjóri14. Árni Einarsson - Bæjarfulltrúi Kosningar 2018 Seltjarnarnes Tengdar fréttir Karl Pétur leiðir lista Viðreisnar/Neslista á Seltjarnarnesi Viðreisn og Neslistinn bjóða fram sameiginlegan lista í bæjarstjórnarkosningunum á Seltjarnarnesi. 27. apríl 2018 00:13 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Viðreisn/Neslistinn, sem býður fram lista til bæjarstjórnar Seltjarnarness hefur gefið út stefnuskrá sína fyrir komandi kjörtímabil. „Það sem ber hæst í stefnuskránni eru áherslur listans um bætta stjórnsýslu og aukna valddreifingu á Seltjarnarnesi, þar sem sami flokkur hefur verið í hreinum meirihluta frá 1950, eða í 68 ár. Málefni skóla eru fyrirferðarmikil í stefnuskránni. Þannig vill framboðið hækka laun kennara, byggja leikskóla fyrir 300 börn og setja aukinn metnað í þróun skólastarfs, með það að markmiði að Grunnskóli Seltjarnarness taki faglega forystu á landsvísu,“ segir í fréttatilkynningu frá Karli Pétri Jónssyni, sem leiðir listann. „Framboðið leggur ríka áherslu á málefni eldri borgara. Leggur framboðið til að Öldungaráð Seltjarnarnesbæjar fái fulltrúa í öllum nefndum og ráðum bæjarins, á sama hátt og Ungmennaráð. Framboðið vill að auka fagmennsku í þjónustu við eldri borgara og færa félagsstarf þeirra í takt við nýja tíma.Karl Pétur JónssonMynd/AðsendHvað skipulagsmál varðar, vill framboðið vanda sérstaklega til hönnunar nýs hverfis á svokölluðum Bygggarðareit. Þar verði færustu arkítektum falið að hanna byggð sem er í samræmi við hina miklu náttúrufegurð sem svæðið er þekkt fyrir. Framboðið vill þróa áfram hugmyndir um uppbyggingu miðbæjar Seltjarnarness og finna nýjum leikskóla góðan stað.“ Framboðið vil þar að auki fara í stórátak til að bæta ástand innviða bæjarins, skóla, leikskóla og önnur mannvirki, sem mörg hver liggja undir skemmdum vegna lélegs viðhalds. „Síðast en ekki síst vill Viðreisn/Neslistinn að fjármál bæjarins verði tekin mun fastari tökum, en bæjarfélagið var rekið með um 100 milljón króna halla á síðasta ári, á sama tíma og fjárfestingarhlutfall bæjarins er lágt í samanburði við önnur sveitarfélög.“ Listi Viðreisnar/Neslista er skipaður eftirfarandi fólki:1. Karl Pétur Jónsson - Viðskiptafræðingur og varabæjarfulltrúi2. Hildigunnur Gunnarsdóttir - Menntunarfræðingur og varabæjarfulltrúi3. Björn Gunnlaugsson - Kennari og verkefnastjóri4. Rán Ólafsdóttir - Háskólanemi og starfsmaður RSK5. Oddur Jónas Jónasson - Forstöðumaður þýðinga hjá Stöð 26. Margrét H. Gústavsdóttir - Fjölmiðlakona7. Ragnar Jónsson - Rannsóknarlögreglumaður8. Ragnhildur Ingólfsdóttir - Arkítekt9. Garðar Gíslason - Viðskiptafræðingur10. Dagbjört H. Kristinsdóttir - Hjúkrunarfræðingur11. Benedikt Bragi Sigurðsson - Sálfræðingur12. Halldór Jóhannesdóttir Sanko - Sérkennari13. Páll Árni Jónsson - Framkvæmdastjóri14. Árni Einarsson - Bæjarfulltrúi
Kosningar 2018 Seltjarnarnes Tengdar fréttir Karl Pétur leiðir lista Viðreisnar/Neslista á Seltjarnarnesi Viðreisn og Neslistinn bjóða fram sameiginlegan lista í bæjarstjórnarkosningunum á Seltjarnarnesi. 27. apríl 2018 00:13 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Karl Pétur leiðir lista Viðreisnar/Neslista á Seltjarnarnesi Viðreisn og Neslistinn bjóða fram sameiginlegan lista í bæjarstjórnarkosningunum á Seltjarnarnesi. 27. apríl 2018 00:13