Fagleg og yfirveguð viðbrögð við mjög ógnvekjandi atburði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2018 09:00 Rósa Guðbjartsdóttir hrósar flugliðum WOW Air í hástert fyrir viðbrögð þeirra við erfiðum aðstæðum. Vísir Farþegi í flugi WOW Air frá Los Angeles til Keflavíkur aðfaranótt sunnudags veiktist alvarlega þegar um klukkustund var eftir til Íslands. Farþegi um borð segir viðbrögð áhafnarinnar hafa verið til fyrirmyndar, svo góð raunar að hún hugsar stöðugt um þau. „Má til með að hrósa áhöfninni í flugi WW174 sem var á leið frá Los Angeles til Keflavíkur aðfaranótt sunnudags. Undir lok flugsins varð einn farþeginn, ung stúlka, alvarlega veik og nærstöddum mjög brugðið. Áhöfnin brást við á aðdáunarverðan hátt, yfirvegað og faglega rétt eins og hvert einasta þeirra væri þaulvant slíkum aðstæðum,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði á Facebook.Dáðist að flugliðunum Í samtali við Vísi segist Rósa hafa hugsað mikið um þetta síðan hún gekk frá borði. Um leið hafi hún hrósað flugliðunum en það hefði verið mjög góð tilfinning að upplifa hve vel flugfreyjurnar væru þjálfaðar og sinntu vinnu sinni faglega. „Það sem mestu máli skipti var að þau náðu að bæta ástand sjúklingsins fyrir lendingu áður en sjúkraliðar tóku við en létu á meðan á þessu stóð viðstadda fá traustvekjandi tilfinningu, jafnvel þótt liði yfir farþega sem horfði upp á ástand stúlkunnar. Ég hef sem betur fer aldrei áður orðið vitni að atburði sem þessum í flugi en dáðist svo innilega að flugliðunum í skelfilegum aðstæðunum.“ Eftir því sem Vísir kemst næst var um erlendan ferðamann að ræða, stúlku á menntaskólaaldri. Hún var á ferðalagi með systur sinni en þegar um klukkustund var eftir af fluginu til Íslands fékk hún heiftarlegt flogakast, í fyrsta skipti.Eigum að hrósa meira Rósa segir hafa verið erfitt að horfa upp á veikindi stúlkunnar á gólfi flugvélarinnar. Þökk sé viðbrögðum áhafnar hafi farþegar aldrei upplifað annað en að stúlkan væri í góðum höndum. Fyrir það sé rétt að hrósa segir Rósa sem hefur fengið jákvæð viðbrögð við frásögn sinni á Facebook. „Við gerum ekki nóg af því að hrósa, erum meira í því að kvarta. Það er eitthvað sem einkennir okkur í þessu þjóðfélagi,“ segir Rósa. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Farþegi í flugi WOW Air frá Los Angeles til Keflavíkur aðfaranótt sunnudags veiktist alvarlega þegar um klukkustund var eftir til Íslands. Farþegi um borð segir viðbrögð áhafnarinnar hafa verið til fyrirmyndar, svo góð raunar að hún hugsar stöðugt um þau. „Má til með að hrósa áhöfninni í flugi WW174 sem var á leið frá Los Angeles til Keflavíkur aðfaranótt sunnudags. Undir lok flugsins varð einn farþeginn, ung stúlka, alvarlega veik og nærstöddum mjög brugðið. Áhöfnin brást við á aðdáunarverðan hátt, yfirvegað og faglega rétt eins og hvert einasta þeirra væri þaulvant slíkum aðstæðum,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði á Facebook.Dáðist að flugliðunum Í samtali við Vísi segist Rósa hafa hugsað mikið um þetta síðan hún gekk frá borði. Um leið hafi hún hrósað flugliðunum en það hefði verið mjög góð tilfinning að upplifa hve vel flugfreyjurnar væru þjálfaðar og sinntu vinnu sinni faglega. „Það sem mestu máli skipti var að þau náðu að bæta ástand sjúklingsins fyrir lendingu áður en sjúkraliðar tóku við en létu á meðan á þessu stóð viðstadda fá traustvekjandi tilfinningu, jafnvel þótt liði yfir farþega sem horfði upp á ástand stúlkunnar. Ég hef sem betur fer aldrei áður orðið vitni að atburði sem þessum í flugi en dáðist svo innilega að flugliðunum í skelfilegum aðstæðunum.“ Eftir því sem Vísir kemst næst var um erlendan ferðamann að ræða, stúlku á menntaskólaaldri. Hún var á ferðalagi með systur sinni en þegar um klukkustund var eftir af fluginu til Íslands fékk hún heiftarlegt flogakast, í fyrsta skipti.Eigum að hrósa meira Rósa segir hafa verið erfitt að horfa upp á veikindi stúlkunnar á gólfi flugvélarinnar. Þökk sé viðbrögðum áhafnar hafi farþegar aldrei upplifað annað en að stúlkan væri í góðum höndum. Fyrir það sé rétt að hrósa segir Rósa sem hefur fengið jákvæð viðbrögð við frásögn sinni á Facebook. „Við gerum ekki nóg af því að hrósa, erum meira í því að kvarta. Það er eitthvað sem einkennir okkur í þessu þjóðfélagi,“ segir Rósa.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira