Prjónuðu bangsarnir veita börnum huggun í erfiðum aðstæðum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 14:15 Arndís Hilmarsdóttir og Brynja Bjarnadóttir afhentu 82 nýja bangsa fyrir jólin. Mynd/Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu Arndís Hilmarsdóttir setti af stað samfélagsverkefnið Sjúkrabílabangsar sem gengur út á að prjóna bangsa fyrir börn sem þurfa á aðstoð sjúkraflutningmanna að halda. Bangsinn er hugsaður sem huggun og fær barnið auðvitað að eiga bangsann. Verkefnið hefur stækkað ört og nokkur hundruð taka þátt í að prjóna bangsa sem tengiliðir um land allt sjá svo um að afhenda. „Við heyrðum af verkefni í Noregi með svona bangsa og ákváðum bara að fara í þetta og framkvæma.“Tengiliðir víða um landið Í nokkur ár hefur þessi hópur starfsfólks í Foldaskóla prjónað jólagjafir fyrir vökudeild Barnaspítala Hringsins og einnig prjónað föt fyrir Konukot og fleiri staði þar sem þörf er fyrir slíkt. Rétt fyrir jólin fór Arndís ásamt Brynju Bjarnadóttir og færði Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu 82 nýja bangsa frá starfsfólkinu í Foldaskóla en hópurinn afhenti alls 230 bangsa árið 2017. En þessi hópur er ekki einn að prjóna, um allt land eru fleiri sem taka þátt í þessu verkefni. „Ég er með tengiliði um allt land, mikið til í kvenfélögum á hverjum stað. Tengiliðirnir sjá um að afhenda bangsa og láta vita ef vantar svo hægt sé að dreifa þeim ef það er of mikið á einum stað en of lítið á öðrum.“ Upplýsingar um tengiliðina má finna á Facebook síðu verkefnisins.Staðsetning tengiliðanna er merkt með rauðum punktum á kortinu.Mynd/SjúkrabílabangsarBangsarnir hugga börnin Bangsarnir eru ekki aðeins fyrir börn sem flutt eru með sjúkrabíl heldur öll börn sem þurfa á aðstoð sjúkraflutningamanna að halda. Ef foreldri eða systkini barns er flutt í burtu með sjúkrabíl er barninu líka gefinn slíkur bangsi, sem getur hjálpað barninu í erfiðum eða stressandi aðstæðum.„Þetta á að veita smá huggun.“ Þeir einstaklingar sem taka þátt leggja sjálfir út fyrir efniskostnaði eða nota afgangsgarn sem til er á heimilinu. Arndís er mjög ánægð með þau viðbrögð sem þetta verkefni hefur fengið og vonar að enn fleiri vilji taka þátt. „Ég hef fengið góð viðbrögð bæði frá foreldrum barna sem þurfa að nota þetta og mjög góð viðbrögð frá slökkviliðinu og sjúkraflutningaþjónustum um landið.“Bangsarnir eru tilbúnir í sjúkrabílunum þegar á þarf að halda.Mynd/Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinuAllir geta hjálpað Bangsarnir eru flestir prjónaðir eftir uppskrift sem finna má á Facebook síðu Sjúkrabílabangsa en þeir eru misjafnir af stærð, áferð og lit eftir því hvernig garn er valið og á hvaða stærð af prjónum þeir eru gerðir. „Það er náttúrulega enginn skyldugur til þess að nota forskriftina en hún er svona hugsuð sem hjálpartæki til að koma fólki af stað.“ Flestir starfsmenn Foldaskóla taka þátt í verkefninu með einhverjum hætti. Arndís segir að margir prjóni, einhverjir troði í og sauma saman og aðrir kaupi efnið. Fundartímar eru nýttir vel og eiga starfsmenn ánægjulega samveru í kaffitímum að vinna að þessu verkefni. Hún skorar á starfsmenn annarra grunnskóla og alla aðra til að taka þátt í þessu samfélagsverkefni og halda því gangandi. „Það geta allir verið með og það þarf ekki að vera mikið frá hverjum og einum,“ segir Arndís að lokum. Heilbrigðismál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Arndís Hilmarsdóttir setti af stað samfélagsverkefnið Sjúkrabílabangsar sem gengur út á að prjóna bangsa fyrir börn sem þurfa á aðstoð sjúkraflutningmanna að halda. Bangsinn er hugsaður sem huggun og fær barnið auðvitað að eiga bangsann. Verkefnið hefur stækkað ört og nokkur hundruð taka þátt í að prjóna bangsa sem tengiliðir um land allt sjá svo um að afhenda. „Við heyrðum af verkefni í Noregi með svona bangsa og ákváðum bara að fara í þetta og framkvæma.“Tengiliðir víða um landið Í nokkur ár hefur þessi hópur starfsfólks í Foldaskóla prjónað jólagjafir fyrir vökudeild Barnaspítala Hringsins og einnig prjónað föt fyrir Konukot og fleiri staði þar sem þörf er fyrir slíkt. Rétt fyrir jólin fór Arndís ásamt Brynju Bjarnadóttir og færði Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu 82 nýja bangsa frá starfsfólkinu í Foldaskóla en hópurinn afhenti alls 230 bangsa árið 2017. En þessi hópur er ekki einn að prjóna, um allt land eru fleiri sem taka þátt í þessu verkefni. „Ég er með tengiliði um allt land, mikið til í kvenfélögum á hverjum stað. Tengiliðirnir sjá um að afhenda bangsa og láta vita ef vantar svo hægt sé að dreifa þeim ef það er of mikið á einum stað en of lítið á öðrum.“ Upplýsingar um tengiliðina má finna á Facebook síðu verkefnisins.Staðsetning tengiliðanna er merkt með rauðum punktum á kortinu.Mynd/SjúkrabílabangsarBangsarnir hugga börnin Bangsarnir eru ekki aðeins fyrir börn sem flutt eru með sjúkrabíl heldur öll börn sem þurfa á aðstoð sjúkraflutningamanna að halda. Ef foreldri eða systkini barns er flutt í burtu með sjúkrabíl er barninu líka gefinn slíkur bangsi, sem getur hjálpað barninu í erfiðum eða stressandi aðstæðum.„Þetta á að veita smá huggun.“ Þeir einstaklingar sem taka þátt leggja sjálfir út fyrir efniskostnaði eða nota afgangsgarn sem til er á heimilinu. Arndís er mjög ánægð með þau viðbrögð sem þetta verkefni hefur fengið og vonar að enn fleiri vilji taka þátt. „Ég hef fengið góð viðbrögð bæði frá foreldrum barna sem þurfa að nota þetta og mjög góð viðbrögð frá slökkviliðinu og sjúkraflutningaþjónustum um landið.“Bangsarnir eru tilbúnir í sjúkrabílunum þegar á þarf að halda.Mynd/Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinuAllir geta hjálpað Bangsarnir eru flestir prjónaðir eftir uppskrift sem finna má á Facebook síðu Sjúkrabílabangsa en þeir eru misjafnir af stærð, áferð og lit eftir því hvernig garn er valið og á hvaða stærð af prjónum þeir eru gerðir. „Það er náttúrulega enginn skyldugur til þess að nota forskriftina en hún er svona hugsuð sem hjálpartæki til að koma fólki af stað.“ Flestir starfsmenn Foldaskóla taka þátt í verkefninu með einhverjum hætti. Arndís segir að margir prjóni, einhverjir troði í og sauma saman og aðrir kaupi efnið. Fundartímar eru nýttir vel og eiga starfsmenn ánægjulega samveru í kaffitímum að vinna að þessu verkefni. Hún skorar á starfsmenn annarra grunnskóla og alla aðra til að taka þátt í þessu samfélagsverkefni og halda því gangandi. „Það geta allir verið með og það þarf ekki að vera mikið frá hverjum og einum,“ segir Arndís að lokum.
Heilbrigðismál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira