Nýársspá Siggu Kling - Tvíburinn: Í ástinni bjóðast tækifæri af ýmsum toga 5. janúar 2018 09:00 Elsku Tvíburinn minn, þú hefur verið að missa jafnvægið og heilinn þinn er algjörlega að springa úr alls konar hugsunum, það er svo mikilvægt fyrir þig að gera ekki of miklar væntingar til alls því þegar þér finnst útkoman ekki þér í vil er allt svo ömurlegt. Þetta hefur kennt mér mikið og er akkúrat sérstök setning til þín fyrir næstu þrjá mánuði. Um leið og þú sleppir hræðslunni um að útkoman verði þér ekki í hag þá sérðu lífið í litum regnbogans. Þegar vorið fer að nálgast verður þú eins og aðalrakettan, lýsir upp himininn og fólk fyllist aðdáun. Þú ert að fara inn á svo brjálæðislega draumórakennt og spennt ár þegar líða tekur á það, þótt þú sjáir það alls ekki núna, einfaldlega vegna þess að það er ekki sýnilegt. Í ástamálunum er trúlegt að þú sért efins um að þú sért á réttri leið eða að takmarkinu sé náð, þetta á sérstaklega við þá sem eru á lausu og suma sem eru í andlegri lægð vegna undanfarinna mánaða. Stundum veistu ekki hvort þú ert ástfanginn því að þú, sem ert svo ótrúlega skemmtileg persóna, fyllist oft kvíða, það á sérstaklega við ef þú ert ungur. Það er svo skrýtið að okkar frægustu grínistar hafa glímt við mikið þunglyndi og kvíða en akkúrat í þeirri líðan eru það húmorinn og sköpunargleðin sem einkenna. Um leið og þú getur gert grín að og hlegið að vandamálunum þá fara þau. Mesti heilunarmáttur sem er til er nefnilega hláturinn og grínið, ef ég hefði ekki húmor fyrir lífinu myndi ég ekki æskja þess að lifa því. Seinnipart vors og frameftir því leikur þú við hvern þinn fingur því þú finnur að áhrif þín á lífið, tilveruna og annað fólk færa þér óskir þínar á silfurfati. Það er mjög trúlegt að þú munir skipta um heimili, eignast kannski bara annað heimili, fara í betri vinnu, verkefni eða skóla því það verður óþrjótandi hvað mun bjóðast þér eftir að vorið gengur í garð, sumarið og langt fram á veturinn. Þetta tímabil sem hefst í enda apríl og heldur áfram fram á mitt næsta ár mun hafa áhrif á líf þitt næstu sjö árin – hversu dásamlegt er það? Í ástinni bjóðast tækifæri af ýmsum toga, en ef þú ert í sambandi skaltu svo sannarlega skoða kosti þeirrar persónu sem er svo heppin að vera með þér, hvort sú manneskja sé sannarlega hin rétta. Einnar nætur gaman mun aldrei gefa þér neitt, nema bara það að þú munt steingleyma því eins og hverju öðru kaffiboði. Þú þarft svo sannarlega á því að halda að það sé litið upp til þín og að þú fáir aðdáun til þess að þú sért hitaður upp í það að gefa þig allan í ástinni.Frægir Tvíburar: Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður, Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland, Donald Trump, Þórarinn Þórarinsson blaðamaður, Bjartmar Guðlaugsson, söngvari og snillingur, Jóhanna Heiðdal lögfræðingur. Setningin þín er: Brostu við öllu, þá brosir allt við þér – Ef þú smælar framan í heiminn (Megas). Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sjá meira
Elsku Tvíburinn minn, þú hefur verið að missa jafnvægið og heilinn þinn er algjörlega að springa úr alls konar hugsunum, það er svo mikilvægt fyrir þig að gera ekki of miklar væntingar til alls því þegar þér finnst útkoman ekki þér í vil er allt svo ömurlegt. Þetta hefur kennt mér mikið og er akkúrat sérstök setning til þín fyrir næstu þrjá mánuði. Um leið og þú sleppir hræðslunni um að útkoman verði þér ekki í hag þá sérðu lífið í litum regnbogans. Þegar vorið fer að nálgast verður þú eins og aðalrakettan, lýsir upp himininn og fólk fyllist aðdáun. Þú ert að fara inn á svo brjálæðislega draumórakennt og spennt ár þegar líða tekur á það, þótt þú sjáir það alls ekki núna, einfaldlega vegna þess að það er ekki sýnilegt. Í ástamálunum er trúlegt að þú sért efins um að þú sért á réttri leið eða að takmarkinu sé náð, þetta á sérstaklega við þá sem eru á lausu og suma sem eru í andlegri lægð vegna undanfarinna mánaða. Stundum veistu ekki hvort þú ert ástfanginn því að þú, sem ert svo ótrúlega skemmtileg persóna, fyllist oft kvíða, það á sérstaklega við ef þú ert ungur. Það er svo skrýtið að okkar frægustu grínistar hafa glímt við mikið þunglyndi og kvíða en akkúrat í þeirri líðan eru það húmorinn og sköpunargleðin sem einkenna. Um leið og þú getur gert grín að og hlegið að vandamálunum þá fara þau. Mesti heilunarmáttur sem er til er nefnilega hláturinn og grínið, ef ég hefði ekki húmor fyrir lífinu myndi ég ekki æskja þess að lifa því. Seinnipart vors og frameftir því leikur þú við hvern þinn fingur því þú finnur að áhrif þín á lífið, tilveruna og annað fólk færa þér óskir þínar á silfurfati. Það er mjög trúlegt að þú munir skipta um heimili, eignast kannski bara annað heimili, fara í betri vinnu, verkefni eða skóla því það verður óþrjótandi hvað mun bjóðast þér eftir að vorið gengur í garð, sumarið og langt fram á veturinn. Þetta tímabil sem hefst í enda apríl og heldur áfram fram á mitt næsta ár mun hafa áhrif á líf þitt næstu sjö árin – hversu dásamlegt er það? Í ástinni bjóðast tækifæri af ýmsum toga, en ef þú ert í sambandi skaltu svo sannarlega skoða kosti þeirrar persónu sem er svo heppin að vera með þér, hvort sú manneskja sé sannarlega hin rétta. Einnar nætur gaman mun aldrei gefa þér neitt, nema bara það að þú munt steingleyma því eins og hverju öðru kaffiboði. Þú þarft svo sannarlega á því að halda að það sé litið upp til þín og að þú fáir aðdáun til þess að þú sért hitaður upp í það að gefa þig allan í ástinni.Frægir Tvíburar: Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður, Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland, Donald Trump, Þórarinn Þórarinsson blaðamaður, Bjartmar Guðlaugsson, söngvari og snillingur, Jóhanna Heiðdal lögfræðingur. Setningin þín er: Brostu við öllu, þá brosir allt við þér – Ef þú smælar framan í heiminn (Megas).
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sjá meira