Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Þórdís Valsdóttir skrifar 3. febrúar 2018 15:15 Silja Dögg Gunnarsdóttir lagði frumvarpið fram í vikunni. Frumvarpið hefur nú þegar vakið athygli úti í heimi. Vísir/pjetur „Forhúðin hefur tilgang rétt eins og skapabarmar hjá konum. Hún ver kynfærin fyrir sýkingum og heldur ákveðnu rakajafnvægi á þessum mikilvægu kynfærum sem á ekki að eiga neitt við,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Silja Dögg, ásamt átta öðrum þingmönnum, lagði fram frumvarp á Alþingi þess efnis að umskurður barna almennt yrði bannaður. „Sett voru lög á Íslandi árið 2005 sem banna umskurð á konum og stúlkubörnum og það var gert í kjölfar þess að SÞ tóku þetta fyrir og fleiri alþjóðlegar stofnanir eins og Alþjóða heilbrigðisstofnunin, Rauði Krossinn, Amnesty og fleiri að banna limlestingar á kynfærum kvenna. Mér er bent á það síðan að umskurður sé þá leyfður á drengjum á Íslandi, það kom kom mér á óvart því ég hafði bara ekki hugsað út í það og fer að velta fyrir mér hvort það sé ástæða til, og þá hvernig hægt er að breyta þessu,“ Segir Silja Dögg en í frumvarpinu leggur hún til að núgildandi lagagrein sem bannar umskurð á stúlkum og konum nái líka yfir drengi. Umboðsmenn barna á öllum norðurlöndunum undirrituðu árið 2013 viljayfirlýsingu þess efnis að banna ætti umskurð barna. „Barnaheill hafa beitt sér í málinu og fært rök gegn þeim rökum sem nú eru til staðar með umskurði á drengjum eins og hreinlætis og vörn við kynsjúkdómum, þvagfærasýkingum og fleiru sem virðast ekki standast skoðun,“ segir Silja Dögg.Áætlað er að um einn þriðji karlmanna heimsins séu umskornir. Umskurður er algengur í gyðingatrú og múslimatrú.Vísir/GettyVilja að gyðingar úti í heimi beiti íslensk stjórnvöld þrýstingi til að stöðva frumvarpið Frumvarpið sem búið er að leggja fram en er ekki komið í umræðu á Alþingi er nú þegar búið að kalla á viðbrögð úti í heimi. Trúarleiðtogar gyðinga í Evrópu eru ósáttir við frumvarp Silju segja að miklar líkur séu á því að frumvarpið verði samþykkt, eins og staðan er núna. Frá þessu er greint í frétt Ynetnews.com. Trúarleiðtogar gyðinga í Noregi og Danmörku, bræðurnir Yair og Yoav Melchior, hafa verið í forsvari þeirra sem gagnrýna frumvarpið en hliðstætt frumvarp er til skoðunar í Danmörku. Ynet News vitnar í skrif þeirra þar sem fram kemur að gyðingar séu tiltölulega fáir á Íslandi og fyrir vikið sé eina leiðin að beita alþjóðlegum þrýstingi til að stöðva frumvarpið sem lagt hafi verið fram á Alþingi á Íslandi. Silja segir að hér sé fyrst og fremst um barnaverndarmál að ræða. „Ég ber virðingu fyrir öðrum trúarbrögðum og mér þykir vænt um fólk alveg sama hvar það býr eða hverju það kýs að trúa en þetta er barnaverndarmál. Þetta er ofbeldi gegn börnum, þau fara í sjokk börnin, þau gráta og mér finnst þetta bara ekki boðlegt.“ Hún segir að hún vilji taka trúarhreyfingar algjörlega út fyrir svigann í þessu máli og að löggjafinn eigi að hlusta á það sem læknar segja um málið. „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis. Hún er óafturkræf og veldur hættu gagnvart sýkingum og fleiru,“ segir Silja Dögg. Melchior bræðurnir segja að Ísland muni setja „hættulegt fordæmi“ ef frumvarpið verði samþykkt því ekkert land í heimi bannar umskurð drengja og að íslensku lögin gætu haft áhrif á löggjöf annarra landa. „Mér finnst ekki rétt að gera þetta við börn sem hafa ekki getu og þroska til þess að ákveða þetta sjálf og þetta stangast líka gegn Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna,“ segir Silja Dögg.Víglínuna í heild sinni má sjá hér að neðan. Heilbrigðismál Trúmál Umskurðsfrumvarp Víglínan Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira
„Forhúðin hefur tilgang rétt eins og skapabarmar hjá konum. Hún ver kynfærin fyrir sýkingum og heldur ákveðnu rakajafnvægi á þessum mikilvægu kynfærum sem á ekki að eiga neitt við,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Silja Dögg, ásamt átta öðrum þingmönnum, lagði fram frumvarp á Alþingi þess efnis að umskurður barna almennt yrði bannaður. „Sett voru lög á Íslandi árið 2005 sem banna umskurð á konum og stúlkubörnum og það var gert í kjölfar þess að SÞ tóku þetta fyrir og fleiri alþjóðlegar stofnanir eins og Alþjóða heilbrigðisstofnunin, Rauði Krossinn, Amnesty og fleiri að banna limlestingar á kynfærum kvenna. Mér er bent á það síðan að umskurður sé þá leyfður á drengjum á Íslandi, það kom kom mér á óvart því ég hafði bara ekki hugsað út í það og fer að velta fyrir mér hvort það sé ástæða til, og þá hvernig hægt er að breyta þessu,“ Segir Silja Dögg en í frumvarpinu leggur hún til að núgildandi lagagrein sem bannar umskurð á stúlkum og konum nái líka yfir drengi. Umboðsmenn barna á öllum norðurlöndunum undirrituðu árið 2013 viljayfirlýsingu þess efnis að banna ætti umskurð barna. „Barnaheill hafa beitt sér í málinu og fært rök gegn þeim rökum sem nú eru til staðar með umskurði á drengjum eins og hreinlætis og vörn við kynsjúkdómum, þvagfærasýkingum og fleiru sem virðast ekki standast skoðun,“ segir Silja Dögg.Áætlað er að um einn þriðji karlmanna heimsins séu umskornir. Umskurður er algengur í gyðingatrú og múslimatrú.Vísir/GettyVilja að gyðingar úti í heimi beiti íslensk stjórnvöld þrýstingi til að stöðva frumvarpið Frumvarpið sem búið er að leggja fram en er ekki komið í umræðu á Alþingi er nú þegar búið að kalla á viðbrögð úti í heimi. Trúarleiðtogar gyðinga í Evrópu eru ósáttir við frumvarp Silju segja að miklar líkur séu á því að frumvarpið verði samþykkt, eins og staðan er núna. Frá þessu er greint í frétt Ynetnews.com. Trúarleiðtogar gyðinga í Noregi og Danmörku, bræðurnir Yair og Yoav Melchior, hafa verið í forsvari þeirra sem gagnrýna frumvarpið en hliðstætt frumvarp er til skoðunar í Danmörku. Ynet News vitnar í skrif þeirra þar sem fram kemur að gyðingar séu tiltölulega fáir á Íslandi og fyrir vikið sé eina leiðin að beita alþjóðlegum þrýstingi til að stöðva frumvarpið sem lagt hafi verið fram á Alþingi á Íslandi. Silja segir að hér sé fyrst og fremst um barnaverndarmál að ræða. „Ég ber virðingu fyrir öðrum trúarbrögðum og mér þykir vænt um fólk alveg sama hvar það býr eða hverju það kýs að trúa en þetta er barnaverndarmál. Þetta er ofbeldi gegn börnum, þau fara í sjokk börnin, þau gráta og mér finnst þetta bara ekki boðlegt.“ Hún segir að hún vilji taka trúarhreyfingar algjörlega út fyrir svigann í þessu máli og að löggjafinn eigi að hlusta á það sem læknar segja um málið. „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis. Hún er óafturkræf og veldur hættu gagnvart sýkingum og fleiru,“ segir Silja Dögg. Melchior bræðurnir segja að Ísland muni setja „hættulegt fordæmi“ ef frumvarpið verði samþykkt því ekkert land í heimi bannar umskurð drengja og að íslensku lögin gætu haft áhrif á löggjöf annarra landa. „Mér finnst ekki rétt að gera þetta við börn sem hafa ekki getu og þroska til þess að ákveða þetta sjálf og þetta stangast líka gegn Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna,“ segir Silja Dögg.Víglínuna í heild sinni má sjá hér að neðan.
Heilbrigðismál Trúmál Umskurðsfrumvarp Víglínan Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira