Búið að kalla út allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. febrúar 2018 12:49 Hundruð björgunarsveitarmanna voru að störfum í nótt víða um landið vegna veðurs. Vísir Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út. Davíð Már Bjarnason talsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir í samtali við Vísi að sveitirnar séu ekki komnar af stað í verkefni. Þær hafi þó allar verið beðnar að hafa að minnsta kosti einn hóp kláran í húsi. Veðrið á höfuðborgarsvæðinu hefur versnað hratt síðasta klukkutímann en samkvæmt veðurspám á ekki að lægja fyrr en í kvöld. Veðrið er orðið mjög slæmt í borginni og full ástæða til að fara ekki af stað heldur halda sig heima. Kringlumýrarbraut í suður er lokuð og ekki ljóst hvort takist að halda stofnbrautum opnum samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu. Er fólk hvatt til að vera heima. Skyggni í borginni er slæmt og er appelsínugul viðvörun á svæðinu, vestlæg átt 18-25 og snjókoma eða él. Mjög blint í snjókomu eða skafrenningi og líkur á samgöngutruflunum. Sjá einnig: Vonskuveður og mikilvægt að fólk virði lokanir Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Reykjanesbraut og samkvæmt Vegagerðinni verður henni hugsanlega lokað í dag. Eftirfarandi vegir eru lokaðir í augnablikinu: Hellisheiði - Þrengsli - Kjalarnes - Biskupstungnabraut - Mosfellsheiði, Kjósarskarð og Lyngdalsheiði - Fróðárheiði - Brattabrekka - Holtavörðuheiði - Vatnsskarð - Þverárfjall - Öxnadalsheiði - Mývatns- og Möðrudalsöræfi - Súðavíkurhlíð er lokuð vegna snjóflóðahættu. Auk þessara lokana er víða ófært eða ekki ferðaveður. Vegfarendur mega gera ráð fyrir að vegir lokist fyrirvaralaust og þjónustu hætt. Vegagerðin hvetur fólk til að fylgjast með tilkynningum um færð á heimasíðu Vegagerðarinnar og í síma 1777. Yfirlit yfir hugsanlegar lokanir má sjá hér: Lokanir 11. febrúarFréttin hefur verið uppfærð. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Stormur og takmarkað skyggni í dag Veðrið á Faxaflóasvæðinu og Suðurlandi verður slæmt í dag og má búast við samgöngutruflunum. 11. febrúar 2018 08:15 Vonskuveður og mikilvægt að ökumenn virði lokanir Fólk er hvatt til að halda sig heima í dag og fylgjast vel með fréttum af færð og veðri ef það ætlar að fara eitthvað. 11. febrúar 2018 11:32 Flugi aflýst vegna veðurs Fólk sem á bókað flug hvatt til að fylgjast vel með í dag. 11. febrúar 2018 08:33 Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út. Davíð Már Bjarnason talsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir í samtali við Vísi að sveitirnar séu ekki komnar af stað í verkefni. Þær hafi þó allar verið beðnar að hafa að minnsta kosti einn hóp kláran í húsi. Veðrið á höfuðborgarsvæðinu hefur versnað hratt síðasta klukkutímann en samkvæmt veðurspám á ekki að lægja fyrr en í kvöld. Veðrið er orðið mjög slæmt í borginni og full ástæða til að fara ekki af stað heldur halda sig heima. Kringlumýrarbraut í suður er lokuð og ekki ljóst hvort takist að halda stofnbrautum opnum samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu. Er fólk hvatt til að vera heima. Skyggni í borginni er slæmt og er appelsínugul viðvörun á svæðinu, vestlæg átt 18-25 og snjókoma eða él. Mjög blint í snjókomu eða skafrenningi og líkur á samgöngutruflunum. Sjá einnig: Vonskuveður og mikilvægt að fólk virði lokanir Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Reykjanesbraut og samkvæmt Vegagerðinni verður henni hugsanlega lokað í dag. Eftirfarandi vegir eru lokaðir í augnablikinu: Hellisheiði - Þrengsli - Kjalarnes - Biskupstungnabraut - Mosfellsheiði, Kjósarskarð og Lyngdalsheiði - Fróðárheiði - Brattabrekka - Holtavörðuheiði - Vatnsskarð - Þverárfjall - Öxnadalsheiði - Mývatns- og Möðrudalsöræfi - Súðavíkurhlíð er lokuð vegna snjóflóðahættu. Auk þessara lokana er víða ófært eða ekki ferðaveður. Vegfarendur mega gera ráð fyrir að vegir lokist fyrirvaralaust og þjónustu hætt. Vegagerðin hvetur fólk til að fylgjast með tilkynningum um færð á heimasíðu Vegagerðarinnar og í síma 1777. Yfirlit yfir hugsanlegar lokanir má sjá hér: Lokanir 11. febrúarFréttin hefur verið uppfærð.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Stormur og takmarkað skyggni í dag Veðrið á Faxaflóasvæðinu og Suðurlandi verður slæmt í dag og má búast við samgöngutruflunum. 11. febrúar 2018 08:15 Vonskuveður og mikilvægt að ökumenn virði lokanir Fólk er hvatt til að halda sig heima í dag og fylgjast vel með fréttum af færð og veðri ef það ætlar að fara eitthvað. 11. febrúar 2018 11:32 Flugi aflýst vegna veðurs Fólk sem á bókað flug hvatt til að fylgjast vel með í dag. 11. febrúar 2018 08:33 Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Stormur og takmarkað skyggni í dag Veðrið á Faxaflóasvæðinu og Suðurlandi verður slæmt í dag og má búast við samgöngutruflunum. 11. febrúar 2018 08:15
Vonskuveður og mikilvægt að ökumenn virði lokanir Fólk er hvatt til að halda sig heima í dag og fylgjast vel með fréttum af færð og veðri ef það ætlar að fara eitthvað. 11. febrúar 2018 11:32
Flugi aflýst vegna veðurs Fólk sem á bókað flug hvatt til að fylgjast vel með í dag. 11. febrúar 2018 08:33