Hétu því að heimsækja Tyrkland aldrei aftur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. mars 2018 06:00 Þóra Björg Birgisdóttir í faðmi barna sinna sem biðu spennt eftir því að fá föður sinn aftur heim. Vísir/VIlhelm „Ég trúi því varla að hann sé að koma heim. Krakkarnir eru ótrúlega spenntir að hitta hann, þau eru búin að bíða svo lengi eftir því að hitta hann,“ sagði Þóra Björg Birgisdóttir á forsíðu Fréttablaðsins á þessum degi fyrir fimm árum. Þá var tyrkneskur farbannsúrskurður yfir sambýlismanni hennar, Davíð Erni Bjarnasyni, felldur úr gildi. Davíð og Þóra höfðu verið á ferðalagi í Tyrklandi nokkrum vikum fyrr. Á markaði festu þau kaup á litlum marmarasteini og ætluðu að hafa hann með sér heim sem minjagrip. Þegar þau voru á heimleið voru þau handtekin í Anatalya eftir að steinninn fannst við gegnumlýsingu hjá tollinum. Parið grunaði ekki að hann gæti komið þeim í klandur enda höfðu þau keypt hann í túristaverslun. „Ég spyr svo hvað er í gangi og hvenær við fáum að fara? Hann segir að þetta sé merkilegur steinn og ég segi: Þú mátt eiga þennan stein, við þurfum að koma okkur heim – erum með barnapíu og þrjú börn heima. Þið megið hirða þennan stein, hann skiptir okkur engu máli,“ sagði Þóra í viðtali við Vísi þann 10. mars 2013.Sjá einnig: Davíð Örn dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir fornminjasmygl Þóru var hleypt áfram til Íslands en Davíð var eftir grunaður um að reyna að smygla fornmun úr landi. Tyrknesk lög banna að slíkir steinar séu fluttir úr landi og getur margra ára fangelsi legið við slíku broti. Davíð var í tæpan mánuð í varðhaldi ytra áður en honum var hleypt frá Tyrklandi. Þegar hann var leiddur fyrir dómara, sem taka átti afstöðu til þess hvort hann myndi vera lengur í haldi lögreglu í Tyrklandi eður ei, misbauð dómaranum framkoma Davíðs og ákvað að gera honum 700 evra sekt. Það var sökum þess að hann hafði skilið vegabréf sitt eftir en honum hafði verið tjáð að ekki væri þörf á að hafa það meðferðis. Sú sekt var síðar felld úr gildi. „Maður er svona hálfklikkaður, farinn að tala við sjálfan sig, maður er búinn að vera svo mikið einn hérna,“ sagði Davíð eftir að farbannsúrskurðurinn var felldur úr gildi. Davíð var um miðjan apríl 2013 dæmdur í rúmlega árs skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar fyrir brot sitt. Hann ætlar aldrei aftur til Tyrklands. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Davíð Örn dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir fornminjasmygl Davíð Örn Bjarnason var í dag dæmdur í eins árs og tíu daga skilorðsbundið fangelsi í Tyrklandi samkvæmt fréttastofu RÚV. Dóminn hlaut hann fyrir að hafa ætlað að fara með marmarastein úr landi, en steinninn er sagður fornminjar. Davíð segist feginn að niðurstaða sé komin í málið, en að hann ætli aldrei aftur til Tyrklands. 25. apríl 2013 18:09 "Trúi varla að hann sé að koma“ Davíð Örn Bjarnason er laus úr farbanni í Tyrklandi og er væntanlegur heim á næstu dögum. Hann var handtekinn fyrir tæpum þremur vikum í Antalya í Tyrklandi sakaður um að hafa ætlað að smygla fornmun úr landi. 26. mars 2013 06:00 Ætlar ekki aftur til Tyrklands Davíð Örn Bjarnason, sem sat í varðhaldi í tyrknesku fangelsi grunaður um smygl á fornminjum, reiknar með að niðurstaða fáist í mál hans fyrir tyrkneskum dómstólum í dag. 25. apríl 2013 09:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
„Ég trúi því varla að hann sé að koma heim. Krakkarnir eru ótrúlega spenntir að hitta hann, þau eru búin að bíða svo lengi eftir því að hitta hann,“ sagði Þóra Björg Birgisdóttir á forsíðu Fréttablaðsins á þessum degi fyrir fimm árum. Þá var tyrkneskur farbannsúrskurður yfir sambýlismanni hennar, Davíð Erni Bjarnasyni, felldur úr gildi. Davíð og Þóra höfðu verið á ferðalagi í Tyrklandi nokkrum vikum fyrr. Á markaði festu þau kaup á litlum marmarasteini og ætluðu að hafa hann með sér heim sem minjagrip. Þegar þau voru á heimleið voru þau handtekin í Anatalya eftir að steinninn fannst við gegnumlýsingu hjá tollinum. Parið grunaði ekki að hann gæti komið þeim í klandur enda höfðu þau keypt hann í túristaverslun. „Ég spyr svo hvað er í gangi og hvenær við fáum að fara? Hann segir að þetta sé merkilegur steinn og ég segi: Þú mátt eiga þennan stein, við þurfum að koma okkur heim – erum með barnapíu og þrjú börn heima. Þið megið hirða þennan stein, hann skiptir okkur engu máli,“ sagði Þóra í viðtali við Vísi þann 10. mars 2013.Sjá einnig: Davíð Örn dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir fornminjasmygl Þóru var hleypt áfram til Íslands en Davíð var eftir grunaður um að reyna að smygla fornmun úr landi. Tyrknesk lög banna að slíkir steinar séu fluttir úr landi og getur margra ára fangelsi legið við slíku broti. Davíð var í tæpan mánuð í varðhaldi ytra áður en honum var hleypt frá Tyrklandi. Þegar hann var leiddur fyrir dómara, sem taka átti afstöðu til þess hvort hann myndi vera lengur í haldi lögreglu í Tyrklandi eður ei, misbauð dómaranum framkoma Davíðs og ákvað að gera honum 700 evra sekt. Það var sökum þess að hann hafði skilið vegabréf sitt eftir en honum hafði verið tjáð að ekki væri þörf á að hafa það meðferðis. Sú sekt var síðar felld úr gildi. „Maður er svona hálfklikkaður, farinn að tala við sjálfan sig, maður er búinn að vera svo mikið einn hérna,“ sagði Davíð eftir að farbannsúrskurðurinn var felldur úr gildi. Davíð var um miðjan apríl 2013 dæmdur í rúmlega árs skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar fyrir brot sitt. Hann ætlar aldrei aftur til Tyrklands.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Davíð Örn dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir fornminjasmygl Davíð Örn Bjarnason var í dag dæmdur í eins árs og tíu daga skilorðsbundið fangelsi í Tyrklandi samkvæmt fréttastofu RÚV. Dóminn hlaut hann fyrir að hafa ætlað að fara með marmarastein úr landi, en steinninn er sagður fornminjar. Davíð segist feginn að niðurstaða sé komin í málið, en að hann ætli aldrei aftur til Tyrklands. 25. apríl 2013 18:09 "Trúi varla að hann sé að koma“ Davíð Örn Bjarnason er laus úr farbanni í Tyrklandi og er væntanlegur heim á næstu dögum. Hann var handtekinn fyrir tæpum þremur vikum í Antalya í Tyrklandi sakaður um að hafa ætlað að smygla fornmun úr landi. 26. mars 2013 06:00 Ætlar ekki aftur til Tyrklands Davíð Örn Bjarnason, sem sat í varðhaldi í tyrknesku fangelsi grunaður um smygl á fornminjum, reiknar með að niðurstaða fáist í mál hans fyrir tyrkneskum dómstólum í dag. 25. apríl 2013 09:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Davíð Örn dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir fornminjasmygl Davíð Örn Bjarnason var í dag dæmdur í eins árs og tíu daga skilorðsbundið fangelsi í Tyrklandi samkvæmt fréttastofu RÚV. Dóminn hlaut hann fyrir að hafa ætlað að fara með marmarastein úr landi, en steinninn er sagður fornminjar. Davíð segist feginn að niðurstaða sé komin í málið, en að hann ætli aldrei aftur til Tyrklands. 25. apríl 2013 18:09
"Trúi varla að hann sé að koma“ Davíð Örn Bjarnason er laus úr farbanni í Tyrklandi og er væntanlegur heim á næstu dögum. Hann var handtekinn fyrir tæpum þremur vikum í Antalya í Tyrklandi sakaður um að hafa ætlað að smygla fornmun úr landi. 26. mars 2013 06:00
Ætlar ekki aftur til Tyrklands Davíð Örn Bjarnason, sem sat í varðhaldi í tyrknesku fangelsi grunaður um smygl á fornminjum, reiknar með að niðurstaða fáist í mál hans fyrir tyrkneskum dómstólum í dag. 25. apríl 2013 09:00