Nokkrar ábendingar borist um stolinn tölvubúnað eftir að fundarlaunum var lofað Birgir Olgeirsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 26. mars 2018 12:42 Einn er í haldi lögreglu vegna rannsóknar málsins. VÍSIR/GVA Eigandi tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri í Reykjanesbæ fyrir nokkrum vikum heitir sex milljóna króna fundarlaunum til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn sé að finna. Lögreglan á Suðurnesjum tekur við ábendingum sem þurfa að berast fyrir tólfta apríl. Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri segir nokkrar ábendingar þegar hafa borist. „Við fengum í morgun nokkur símtöl en það er verið að vinna úr því hvort það leiði til einhvers,“ segir Ólafur. Fundarlaunin verða greidd til þess sem lögreglan staðfestir að hafi fyrstur komið með ábendingu sem nýtist og mun heimildarmaðurinn njóta fyllsta trúnaðar. Ólafur segir óvíst hvort þær sem komnar eru muni nýtast. „Kannski rétt að segja að það sé ekki fram komið neitt sem er mjög líklegt.“ Íslenskur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarinnar sem nær til þriggja innbrota í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð frá desember til janúar þar sem sex hundruð tölvum að verðmæti 200 milljóna króna var stolið. Ólafur segir yfirheyrslur ekki hafa borið árangur en talið er að málið geti tengt anga sína til annarra landa. „Auðvitað er þetta af því umfangi að það leiðir hugann að því hvort þarna sé eitthvað alþjóðlegt á ferðinni,“ segir Ólafur. Hann segist aldrei hafa unnið að rannsókn þar sem fundarlaunum er heitið. „Það hefur ekki gerst í minni tíð og þar sem ég hef unnið.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Lofa sex milljóna króna fundarlaunum fyrir stolinn tölvubúnað Eigendur tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri á Suðurnesjum fyrir nokkrum vikum heita sex milljónum króna í fundarlaun til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn er að finna. 25. mars 2018 16:04 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Eigandi tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri í Reykjanesbæ fyrir nokkrum vikum heitir sex milljóna króna fundarlaunum til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn sé að finna. Lögreglan á Suðurnesjum tekur við ábendingum sem þurfa að berast fyrir tólfta apríl. Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri segir nokkrar ábendingar þegar hafa borist. „Við fengum í morgun nokkur símtöl en það er verið að vinna úr því hvort það leiði til einhvers,“ segir Ólafur. Fundarlaunin verða greidd til þess sem lögreglan staðfestir að hafi fyrstur komið með ábendingu sem nýtist og mun heimildarmaðurinn njóta fyllsta trúnaðar. Ólafur segir óvíst hvort þær sem komnar eru muni nýtast. „Kannski rétt að segja að það sé ekki fram komið neitt sem er mjög líklegt.“ Íslenskur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarinnar sem nær til þriggja innbrota í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð frá desember til janúar þar sem sex hundruð tölvum að verðmæti 200 milljóna króna var stolið. Ólafur segir yfirheyrslur ekki hafa borið árangur en talið er að málið geti tengt anga sína til annarra landa. „Auðvitað er þetta af því umfangi að það leiðir hugann að því hvort þarna sé eitthvað alþjóðlegt á ferðinni,“ segir Ólafur. Hann segist aldrei hafa unnið að rannsókn þar sem fundarlaunum er heitið. „Það hefur ekki gerst í minni tíð og þar sem ég hef unnið.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Lofa sex milljóna króna fundarlaunum fyrir stolinn tölvubúnað Eigendur tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri á Suðurnesjum fyrir nokkrum vikum heita sex milljónum króna í fundarlaun til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn er að finna. 25. mars 2018 16:04 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Lofa sex milljóna króna fundarlaunum fyrir stolinn tölvubúnað Eigendur tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri á Suðurnesjum fyrir nokkrum vikum heita sex milljónum króna í fundarlaun til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn er að finna. 25. mars 2018 16:04