Leðurblökukonan hörfar frá Twitter Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2018 10:15 Ruby Rose gerði garðinn frægan í Orange is the New Black. vísir/getty Leikkonan Ruby Rose hefur eytt Twitter-reikningi sínum eftir að hafa orðið fyrir gríðarlegu netníði. Rose var á dögunum ráðin til að fara með hlutverk Leðurblökukonunnar í nýrri sjónvarpsþáttaröð og eru ekki allir á eitt sáttir með ráðninguna. Það er þó ekki vegna þess að Rose er léleg leikkona, þvert á móti, eins og leikur hennar í þáttaröðinni Orange is the New Black er til vitnis um. Hinsegin aðdáendur Leðurblökukonunnar telja ótækt að Rose fari með hlutverkið vegna þess að leikkonan er ekki lesbísk eins og söguhetjan. Ruby Rose hefur þó lengi látið baráttu hinsegin fólks sig varða, eða nánast allt frá því að hún kom út úr skápnum tólf ára gömul. Rose er flæðigerva (e. gender fluid) og upplifir sig því stundum sem karlmann og stundum sem konu. Leikkonan sendi frá sér röð tísta áður en hún lokaði aðgangi sínum. Þar gaf hún lítið fyrir gagnrýnina og sagði hana vera það „vitlausasta sem hún hefði heyrt.“ Á undanförnum árum hafi hún mátt búa við gagnrýni um kynhneigð hennar, að mörgum þætti hún „of samkynheigð“ fyrir ýmis hlutverk, og því skyti skökku við að núna væri hún gagnrýnd fyrir að vera ekki „nógu samkynhneigð“ til að leika Leðurblökukonuna. Hún kallaði eftir því að hinsegin samfélagið stæði saman, samstaðan geri það „óstöðvandi“ að mati Rose. Hins vegar hafi niðurrif ekkert gott í för með sér. „En hey, við elskum áskoranir,“ skrifaði Rose. Leikkonan lokaði ekki aðeins Twitter-reikningi sínum, hún herti jafnframt reglurnar um athugasemdaskrif við færslur hennar á Instagram. Þar skrifaði hún til að mynda í liðinni viku að hana hafi dreymt um hlutverk Leðurblökukonunnar frá því í barnæsku. Ofurhetjan sé öflug fyrirmynd fyrir ungt hinsegin fólk. The Bat is out of the bag and I am beyond thrilled and honored. I'm also an emotional wreck.. because this is a childhood dream. This is something I would have died to have seen on TV when I was a young member of the LGBT community who never felt represented on tv and felt alone and different. Thank you everyone. Thank you god. A post shared by Ruby Rose (@rubyrose) on Aug 7, 2018 at 10:53am PDT Bíó og sjónvarp Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Leikkonan Ruby Rose hefur eytt Twitter-reikningi sínum eftir að hafa orðið fyrir gríðarlegu netníði. Rose var á dögunum ráðin til að fara með hlutverk Leðurblökukonunnar í nýrri sjónvarpsþáttaröð og eru ekki allir á eitt sáttir með ráðninguna. Það er þó ekki vegna þess að Rose er léleg leikkona, þvert á móti, eins og leikur hennar í þáttaröðinni Orange is the New Black er til vitnis um. Hinsegin aðdáendur Leðurblökukonunnar telja ótækt að Rose fari með hlutverkið vegna þess að leikkonan er ekki lesbísk eins og söguhetjan. Ruby Rose hefur þó lengi látið baráttu hinsegin fólks sig varða, eða nánast allt frá því að hún kom út úr skápnum tólf ára gömul. Rose er flæðigerva (e. gender fluid) og upplifir sig því stundum sem karlmann og stundum sem konu. Leikkonan sendi frá sér röð tísta áður en hún lokaði aðgangi sínum. Þar gaf hún lítið fyrir gagnrýnina og sagði hana vera það „vitlausasta sem hún hefði heyrt.“ Á undanförnum árum hafi hún mátt búa við gagnrýni um kynhneigð hennar, að mörgum þætti hún „of samkynheigð“ fyrir ýmis hlutverk, og því skyti skökku við að núna væri hún gagnrýnd fyrir að vera ekki „nógu samkynhneigð“ til að leika Leðurblökukonuna. Hún kallaði eftir því að hinsegin samfélagið stæði saman, samstaðan geri það „óstöðvandi“ að mati Rose. Hins vegar hafi niðurrif ekkert gott í för með sér. „En hey, við elskum áskoranir,“ skrifaði Rose. Leikkonan lokaði ekki aðeins Twitter-reikningi sínum, hún herti jafnframt reglurnar um athugasemdaskrif við færslur hennar á Instagram. Þar skrifaði hún til að mynda í liðinni viku að hana hafi dreymt um hlutverk Leðurblökukonunnar frá því í barnæsku. Ofurhetjan sé öflug fyrirmynd fyrir ungt hinsegin fólk. The Bat is out of the bag and I am beyond thrilled and honored. I'm also an emotional wreck.. because this is a childhood dream. This is something I would have died to have seen on TV when I was a young member of the LGBT community who never felt represented on tv and felt alone and different. Thank you everyone. Thank you god. A post shared by Ruby Rose (@rubyrose) on Aug 7, 2018 at 10:53am PDT
Bíó og sjónvarp Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira