Leðurblökukonan hörfar frá Twitter Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2018 10:15 Ruby Rose gerði garðinn frægan í Orange is the New Black. vísir/getty Leikkonan Ruby Rose hefur eytt Twitter-reikningi sínum eftir að hafa orðið fyrir gríðarlegu netníði. Rose var á dögunum ráðin til að fara með hlutverk Leðurblökukonunnar í nýrri sjónvarpsþáttaröð og eru ekki allir á eitt sáttir með ráðninguna. Það er þó ekki vegna þess að Rose er léleg leikkona, þvert á móti, eins og leikur hennar í þáttaröðinni Orange is the New Black er til vitnis um. Hinsegin aðdáendur Leðurblökukonunnar telja ótækt að Rose fari með hlutverkið vegna þess að leikkonan er ekki lesbísk eins og söguhetjan. Ruby Rose hefur þó lengi látið baráttu hinsegin fólks sig varða, eða nánast allt frá því að hún kom út úr skápnum tólf ára gömul. Rose er flæðigerva (e. gender fluid) og upplifir sig því stundum sem karlmann og stundum sem konu. Leikkonan sendi frá sér röð tísta áður en hún lokaði aðgangi sínum. Þar gaf hún lítið fyrir gagnrýnina og sagði hana vera það „vitlausasta sem hún hefði heyrt.“ Á undanförnum árum hafi hún mátt búa við gagnrýni um kynhneigð hennar, að mörgum þætti hún „of samkynheigð“ fyrir ýmis hlutverk, og því skyti skökku við að núna væri hún gagnrýnd fyrir að vera ekki „nógu samkynhneigð“ til að leika Leðurblökukonuna. Hún kallaði eftir því að hinsegin samfélagið stæði saman, samstaðan geri það „óstöðvandi“ að mati Rose. Hins vegar hafi niðurrif ekkert gott í för með sér. „En hey, við elskum áskoranir,“ skrifaði Rose. Leikkonan lokaði ekki aðeins Twitter-reikningi sínum, hún herti jafnframt reglurnar um athugasemdaskrif við færslur hennar á Instagram. Þar skrifaði hún til að mynda í liðinni viku að hana hafi dreymt um hlutverk Leðurblökukonunnar frá því í barnæsku. Ofurhetjan sé öflug fyrirmynd fyrir ungt hinsegin fólk. The Bat is out of the bag and I am beyond thrilled and honored. I'm also an emotional wreck.. because this is a childhood dream. This is something I would have died to have seen on TV when I was a young member of the LGBT community who never felt represented on tv and felt alone and different. Thank you everyone. Thank you god. A post shared by Ruby Rose (@rubyrose) on Aug 7, 2018 at 10:53am PDT Bíó og sjónvarp Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Fleiri fréttir Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Sjá meira
Leikkonan Ruby Rose hefur eytt Twitter-reikningi sínum eftir að hafa orðið fyrir gríðarlegu netníði. Rose var á dögunum ráðin til að fara með hlutverk Leðurblökukonunnar í nýrri sjónvarpsþáttaröð og eru ekki allir á eitt sáttir með ráðninguna. Það er þó ekki vegna þess að Rose er léleg leikkona, þvert á móti, eins og leikur hennar í þáttaröðinni Orange is the New Black er til vitnis um. Hinsegin aðdáendur Leðurblökukonunnar telja ótækt að Rose fari með hlutverkið vegna þess að leikkonan er ekki lesbísk eins og söguhetjan. Ruby Rose hefur þó lengi látið baráttu hinsegin fólks sig varða, eða nánast allt frá því að hún kom út úr skápnum tólf ára gömul. Rose er flæðigerva (e. gender fluid) og upplifir sig því stundum sem karlmann og stundum sem konu. Leikkonan sendi frá sér röð tísta áður en hún lokaði aðgangi sínum. Þar gaf hún lítið fyrir gagnrýnina og sagði hana vera það „vitlausasta sem hún hefði heyrt.“ Á undanförnum árum hafi hún mátt búa við gagnrýni um kynhneigð hennar, að mörgum þætti hún „of samkynheigð“ fyrir ýmis hlutverk, og því skyti skökku við að núna væri hún gagnrýnd fyrir að vera ekki „nógu samkynhneigð“ til að leika Leðurblökukonuna. Hún kallaði eftir því að hinsegin samfélagið stæði saman, samstaðan geri það „óstöðvandi“ að mati Rose. Hins vegar hafi niðurrif ekkert gott í för með sér. „En hey, við elskum áskoranir,“ skrifaði Rose. Leikkonan lokaði ekki aðeins Twitter-reikningi sínum, hún herti jafnframt reglurnar um athugasemdaskrif við færslur hennar á Instagram. Þar skrifaði hún til að mynda í liðinni viku að hana hafi dreymt um hlutverk Leðurblökukonunnar frá því í barnæsku. Ofurhetjan sé öflug fyrirmynd fyrir ungt hinsegin fólk. The Bat is out of the bag and I am beyond thrilled and honored. I'm also an emotional wreck.. because this is a childhood dream. This is something I would have died to have seen on TV when I was a young member of the LGBT community who never felt represented on tv and felt alone and different. Thank you everyone. Thank you god. A post shared by Ruby Rose (@rubyrose) on Aug 7, 2018 at 10:53am PDT
Bíó og sjónvarp Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Fleiri fréttir Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Sjá meira