Móðir bresks skiptinema sem svipti sig lífi á Íslandi fordæmir sjálfsvígssíður Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2018 12:15 Connel Arthur og móðir hans, Nathalie Arthur. Go Fund me Nathalie Arthur, móðir bresks skiptinema sem svipti sig lífi á Íslandi í síðasta mánuði, hefur fordæmt síður á netinu sem birta leiðbeiningar um aðferðir til að fremja sjálfsvíg. Hún vill nú auka meðvitund meðal almennings um andleg veikindi meðal ungra karlmanna. Þetta gerir hún eftir að í ljós kom að sonur hennar, Connel Arthur, notaðist við leitarvélina Google til að hafa uppi á aðferðum til að svipta sig lífi, dagana fyrir dauða sinn. Hinn 21 ára Connel, sem var nemandi við Háskólann í Glasgow, fannst látinn í herbergi sínu í Reykjavík þann 19. desember síðastliðinn. Hann hafði verið við skiptinám hér á landi.Sýndi engin merki um þunglyndi Móðir Connel segir í samtali við Daily Record að sonur sinn hafi hvorki sýnt nein merki um þunglyndi né hafi hann hafi átt við andleg veikindi að stríða áður en hann svipti sig lífi. Hann hafi hins vegar haft áhyggjur því að hann myndi standa uppi heimilislaus. „Hann hafði átt í vandræðum með að finna húsnæði í Reykjavík og ég held að hann hafi haft miklar áhyggjur af því að verða heimilislaus,“ segir Nathalie. Hún segist dagana fyrir andlátið hafa haft á tilfinningunni að ekki væri allt með felldu og því hafi hún sent honum nokkur skilaboð þar sem hún spurði hvernig hann hefði það. Í svörum hans hafi komið fram að allt væri í lagi. „Ég held að það hafi ekki verið nein leið að ná til hans á þessum tímapunkti – hann vissi hvað hann ætlaði að gera.“Hæfileikaríkur gítarspilari Í viðtalinu minnist Nathalie sonar síns og segir hann hafa verið hæfileikaríkan gítarspilara og mikinn áhugamann um brimbretti og snjóbretti. Hann hafi sent kveðjuskilaboð til kærustu sinnar daginn sem hann dó og síðar fundist í herbergi sínu nokkrum klukkustundum síðar.Connel Arthur var mikill áhugamaður um brimbretti og snjóbretti.Nathalie ArthurNathalie segir að Connel hafi verið í meistaranámi og eignast marga vini á Íslandi. Þá hafi hann starfað á veitingastað í borginni. „Við hugðumst fara til að hitta hann um áramótin. Við höfðum bókað fjögurra daga ferð frá 28. desember til 1. janúar. Hann sendi mér skilaboð daginn sem hann dó þar sem hann spurði hvenær við kæmum, en hann fékk aldri svörin mín.“Sáu leitarniðurstöðurnarFjölskyldan hafi svo komið til Íslands eftir dauða hans og þá séð Google-leitarniðurstöður í tölvu Connel. „Það er eitt atriði sem ég vil ræða – Connel hafði leitað á Google um aðferðir til að svipta sig lífi og gat auðveldlega nálgast þær upplýsingar. Við fórum út í þeirri trú að þetta hafi verið ákvörðun sem hann hafi tekið í skyndi en þar fundust hins vegar allar þessar leitir frá dögunum fyrir. Mikið var rætt um átröskunarsíður og síður um hvernig vegi skaða sjálfan sig fyrir nokkrum árum, þannig að af hverju er ekkert rætt um þessar sjálfsvígssíður og af hverju eru þær aðgengilegar? Það er ekki í lagi. Þessar upplýsingar eiga ekki að vera aðgengilegar fólki,“ segir Nathalie, sem hefur stofnað fjármögnunarsíðu til að stuðla að aukinni meðvitund fólks um andleg veikindi ungmenna. Lesa má viðtalið við Nathalie Arthur, móður Connel, í frétt Daily Record. Heilbrigðismál Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Nathalie Arthur, móðir bresks skiptinema sem svipti sig lífi á Íslandi í síðasta mánuði, hefur fordæmt síður á netinu sem birta leiðbeiningar um aðferðir til að fremja sjálfsvíg. Hún vill nú auka meðvitund meðal almennings um andleg veikindi meðal ungra karlmanna. Þetta gerir hún eftir að í ljós kom að sonur hennar, Connel Arthur, notaðist við leitarvélina Google til að hafa uppi á aðferðum til að svipta sig lífi, dagana fyrir dauða sinn. Hinn 21 ára Connel, sem var nemandi við Háskólann í Glasgow, fannst látinn í herbergi sínu í Reykjavík þann 19. desember síðastliðinn. Hann hafði verið við skiptinám hér á landi.Sýndi engin merki um þunglyndi Móðir Connel segir í samtali við Daily Record að sonur sinn hafi hvorki sýnt nein merki um þunglyndi né hafi hann hafi átt við andleg veikindi að stríða áður en hann svipti sig lífi. Hann hafi hins vegar haft áhyggjur því að hann myndi standa uppi heimilislaus. „Hann hafði átt í vandræðum með að finna húsnæði í Reykjavík og ég held að hann hafi haft miklar áhyggjur af því að verða heimilislaus,“ segir Nathalie. Hún segist dagana fyrir andlátið hafa haft á tilfinningunni að ekki væri allt með felldu og því hafi hún sent honum nokkur skilaboð þar sem hún spurði hvernig hann hefði það. Í svörum hans hafi komið fram að allt væri í lagi. „Ég held að það hafi ekki verið nein leið að ná til hans á þessum tímapunkti – hann vissi hvað hann ætlaði að gera.“Hæfileikaríkur gítarspilari Í viðtalinu minnist Nathalie sonar síns og segir hann hafa verið hæfileikaríkan gítarspilara og mikinn áhugamann um brimbretti og snjóbretti. Hann hafi sent kveðjuskilaboð til kærustu sinnar daginn sem hann dó og síðar fundist í herbergi sínu nokkrum klukkustundum síðar.Connel Arthur var mikill áhugamaður um brimbretti og snjóbretti.Nathalie ArthurNathalie segir að Connel hafi verið í meistaranámi og eignast marga vini á Íslandi. Þá hafi hann starfað á veitingastað í borginni. „Við hugðumst fara til að hitta hann um áramótin. Við höfðum bókað fjögurra daga ferð frá 28. desember til 1. janúar. Hann sendi mér skilaboð daginn sem hann dó þar sem hann spurði hvenær við kæmum, en hann fékk aldri svörin mín.“Sáu leitarniðurstöðurnarFjölskyldan hafi svo komið til Íslands eftir dauða hans og þá séð Google-leitarniðurstöður í tölvu Connel. „Það er eitt atriði sem ég vil ræða – Connel hafði leitað á Google um aðferðir til að svipta sig lífi og gat auðveldlega nálgast þær upplýsingar. Við fórum út í þeirri trú að þetta hafi verið ákvörðun sem hann hafi tekið í skyndi en þar fundust hins vegar allar þessar leitir frá dögunum fyrir. Mikið var rætt um átröskunarsíður og síður um hvernig vegi skaða sjálfan sig fyrir nokkrum árum, þannig að af hverju er ekkert rætt um þessar sjálfsvígssíður og af hverju eru þær aðgengilegar? Það er ekki í lagi. Þessar upplýsingar eiga ekki að vera aðgengilegar fólki,“ segir Nathalie, sem hefur stofnað fjármögnunarsíðu til að stuðla að aukinni meðvitund fólks um andleg veikindi ungmenna. Lesa má viðtalið við Nathalie Arthur, móður Connel, í frétt Daily Record.
Heilbrigðismál Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira