Umdeildar leiguþyrlur fá grænt ljós frá áhöfnum Gæslunnar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. september 2018 07:15 Super Puma af þeirri gerð sem leysa á tvær núverandi þyrlur Landhelgisgæslunnar af hólmi. „Ég býst við að Landhelgisgæslan taki þessar þyrlur,“ segir Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Landhelgisgæslan samdi í maí um að fá til sín nýrri gerð af Airbus Super Puma H225 þyrlum í stað tveggja eldri sem hér eru. Gerðin sem er væntanleg á ekki upp á pallborðið í Bretlandi og Noregi eftir mannskæð slys í þessum löndum 2009 og 2016. Eftir að herþyrla með gírkassa frá Airbus hrapaði í Suður-Kóreu um miðjan júlí kallaði Ingvar eftir því að Landhelgisgæslan endurmæti stöðuna. Walter Erhart, þyrluflugstjóri og staðgengill flugrekstrarstjóra, segir að þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar hafi á dögunum fengið ítarlega kynningu á eiginleikum og getu Super Puma H225 þyrlanna. „Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um komu þeirra en ég yrði mjög ánægður ef svo yrði. Að kynningu lokinni var ekki annað að sjá og heyra en að áhafnarmeðlimir teldu komu vélanna vera ákaflega heillavænlegt skref fyrir Landhelgisgæsluna,“ segir Walter.Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna.„Menn náttúrlega hrukku í kút þegar þetta gerðist í Suður-Kóreu en það blasir núna við að það er allt önnur atburðarás þar. Við vitum að þetta var ekki gírkassinn sem gaf sig – það er alveg á hreinu,“ segir Ingvar. Slysin í Noregi og Skotlandi eru einmitt rakin til galla í gírkassa. Ingvar segir orsökina hafa verið slit í legum gírkassans. Tvö fyrirtæki hafi framleitt legurnar og Airbus hafi hætt viðskiptum við það fyrirtæki sem framleiddi legurnar sem voru í þyrlunum sem fórust. „Airbus er hreinlega búið að taka þessa legu úr umferð og þar með eru menn í raun og veru búnir að leysa þetta vandamál,“ segir Ingvar. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í júlí telur rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi, sem skilaði skýrslu um slysið 2016, að Airbus þyrfti að endurhanna gírkassann. „Rökstuðningurinn að baki þeirri tillögu er dálítið í uppástungustíl,“ segir Ingvar um þetta. Ingvar og Walter minna á að Flugöryggisstofnun Evrópu og eftirlitsaðilar allra landa hafi gefið óskert leyfi til flugs á þyrlunum. „Það er ekkert á borðinu sem vefengir eða truflar það mat og mér heyrist að flugmenn Gæslunnar séu sáttir við farveginn sem málið er í. Og fyrir okkar leyti þá berum við alveg fullt traust til tæknistjóra og flugrekstrarstjóra Gæslunnar um að taka ákvarðanir í þessa veru,“ segir formaður flugöryggisnefndar FÍA. Ekki fékkst staðfest í gær hjá Landhelgisgæslunni hvort endanleg ákvörðun hefði verið tekin um að leigja umræddar þyrlur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
„Ég býst við að Landhelgisgæslan taki þessar þyrlur,“ segir Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Landhelgisgæslan samdi í maí um að fá til sín nýrri gerð af Airbus Super Puma H225 þyrlum í stað tveggja eldri sem hér eru. Gerðin sem er væntanleg á ekki upp á pallborðið í Bretlandi og Noregi eftir mannskæð slys í þessum löndum 2009 og 2016. Eftir að herþyrla með gírkassa frá Airbus hrapaði í Suður-Kóreu um miðjan júlí kallaði Ingvar eftir því að Landhelgisgæslan endurmæti stöðuna. Walter Erhart, þyrluflugstjóri og staðgengill flugrekstrarstjóra, segir að þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar hafi á dögunum fengið ítarlega kynningu á eiginleikum og getu Super Puma H225 þyrlanna. „Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um komu þeirra en ég yrði mjög ánægður ef svo yrði. Að kynningu lokinni var ekki annað að sjá og heyra en að áhafnarmeðlimir teldu komu vélanna vera ákaflega heillavænlegt skref fyrir Landhelgisgæsluna,“ segir Walter.Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna.„Menn náttúrlega hrukku í kút þegar þetta gerðist í Suður-Kóreu en það blasir núna við að það er allt önnur atburðarás þar. Við vitum að þetta var ekki gírkassinn sem gaf sig – það er alveg á hreinu,“ segir Ingvar. Slysin í Noregi og Skotlandi eru einmitt rakin til galla í gírkassa. Ingvar segir orsökina hafa verið slit í legum gírkassans. Tvö fyrirtæki hafi framleitt legurnar og Airbus hafi hætt viðskiptum við það fyrirtæki sem framleiddi legurnar sem voru í þyrlunum sem fórust. „Airbus er hreinlega búið að taka þessa legu úr umferð og þar með eru menn í raun og veru búnir að leysa þetta vandamál,“ segir Ingvar. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í júlí telur rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi, sem skilaði skýrslu um slysið 2016, að Airbus þyrfti að endurhanna gírkassann. „Rökstuðningurinn að baki þeirri tillögu er dálítið í uppástungustíl,“ segir Ingvar um þetta. Ingvar og Walter minna á að Flugöryggisstofnun Evrópu og eftirlitsaðilar allra landa hafi gefið óskert leyfi til flugs á þyrlunum. „Það er ekkert á borðinu sem vefengir eða truflar það mat og mér heyrist að flugmenn Gæslunnar séu sáttir við farveginn sem málið er í. Og fyrir okkar leyti þá berum við alveg fullt traust til tæknistjóra og flugrekstrarstjóra Gæslunnar um að taka ákvarðanir í þessa veru,“ segir formaður flugöryggisnefndar FÍA. Ekki fékkst staðfest í gær hjá Landhelgisgæslunni hvort endanleg ákvörðun hefði verið tekin um að leigja umræddar þyrlur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira