Þrír milljarðar í sanngirnisbætur til hátt í 1200 einstaklinga Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. desember 2018 13:11 Breiðavík. Hátt í 1200 einstaklingar hafa fengið greiddar sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn og nema bótagreiðslur um þremur milljörðum króna. Sanngirnisbætur eru byggðar ár annsókn vistheimilanefndar á árunum 2007 á starfsemi vistheimila og stofnana þar sem börn voru vistuð á síðustu öld. Um er að ræða ellefu heimili og stofnanir og fjölda undirstofnana. Skýrsla um framkvæmd sanngirnisbóta verður kynnt síðar í dag. Eftir að Breiðavíkurmálið var til umfjöllunar í febrúar 2007 hófst umfangsmikið ferli þar sem farið var yfir vistun barna á vist- og meðferðarheimilum á Íslandi á síðustu öld. Rannsókna á starfsemi þessara stofnana og undirstofnana gáfu sterkar vísbendingar um að börn sem dvöldu á þeim hefðu í mörgum tilvikum mátt sæta ýmiskonar vanvirðandi og illri meðferð eða ofbeldi. Í tilkynningu frá vistheimilanefnd segir að greiðsla skaðabóta hafi verið miklum vandkvæðum bundin þar sem bótakröfur voru allar fyrndar og sönnun tjóns afar flókin. Var því farin sú leið að setja sérstök lög um sanngirnisbætur eða greiðslu bóta utan almennrar skyldu og tóku þau lög gildi 2010. Verkefnið hófst í október það ár en innköllun á kröfum fór fram eftir því sem starfi vistheimilanefndar miðaði áfram. „Með lögunum var málsmeðferð einfölduð til þess að hraða mætti afgreiðslu málanna. Árið 2015 var bætt við lögin bráðabirgðaákvæði sem gerði fyrrum nemendum Landakotsskóla var gert mögulegt að sækja um sanngirnisbætur.“Margir mátt þola illa meðferð Vistheimilanefnd hefur skilað fimm skýrslum um niðurstöðurnar og hefur dómsmálaráðuneytið haft umsjón með framkvæmd á bótagreiðslum. Guðrún Ögmundsdóttir var ráðin í sérstakt starf tengiliðar með vistheimilum og hefur haft það hlutverk að aðstoða þá sem vilja sækja um bætur og leita ýmissa úrræða sem eru í boði eins og sálfræðiaðstoðar og ráðgjafar. Þá var sýslumanninum á Siglufirði, síðar sýslumanninum á Norðurlandi eystra, falið að annast innköllun á bótakröfum og ákveða bætur. Umsjónarmaður sanngirnisbóta Ekki liggur fyrir hve margir dvöldu á þessum stofnunum en ætla má að það hafi verið um 5000 einstaklingar. „Ekki verður annað ráðið en tekist hafi að ná til meginþorra þeirra stofnana þar sem börn voru vistuð á síðustu öld. Nokkur gagnrýni hefur komið fram á að börn sem dvöldu á sveitaheimilum á síðustu öld hafi í mörgum tilvikum mátt þola illa meðferð sem er óbætt. Könnun á aðstæðum þeirra getur ekki talist annað en næsta ófær, enda ekki um að ræða stofnanir heldur einkaheimili sem njóta friðhelgi, auk þess sem upplýsingar eru af skornum skammti,“ segir í tilkynningu. „Þá hefur komið fram nokkur gagnrýni frá samtökunum Þroskahjálp vegna þess að aðstæður fatlaðra sem dvalið hafi á stofnunum hafi ekki verið kannaðar til hlítar, nema á Kópavogshælinu. Þess ber að geta að lög um sanngirnisbætur ná aðeins til þeirra sem dvöldu á stofnunum sem börn og bætur til fullorðinna einstaklinga sem orðið hafa fyrir misgjörðum á stofnunum verða ekki greiddar á grundvelli þeirra. Standi vilji stjórnvalda til að kanna heildstætt aðbúnað fatlaðra á stofnunum verður að fara aðra leið sem bíður ákvörðunar síðari tíma.“ Tengdar fréttir Vistheimili ríkisins verða rannsökuð vegna Breiðuvíkur Félagsmálaráðherra ætlar að láta rannsaka málefni vistheimilisins í Breiðuvík og fleiri stofnana og hagi þeirra sem þar voru vistaðir. Til greina kemur að greiða vistmönnum bætur vegna hrottalegrar meðferðar á heimilinu. 6. febrúar 2007 18:45 Vill láta rannsaka drengjaheimilið í Breiðuvík Félagsmálaráðherra telur mikilvægt að starfsemi á drengjaheimilinu í Breiðuvík á Vestfjörðum verði rannsökuð. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, vakti máls á fréttaflutningi Kastljósins af slæmri meðferð drengjanna sem þar dvöldu við upphaf þingfundar í dag. 6. febrúar 2007 13:37 Breiðavíkurdrengur segir erfitt að rifja upp "helvíti á jörð" "Það var mjög erfitt að rifja upp þetta helvíti á jörð og ég táraðist í viðtalinu," segir Guðmundur Gissurarson einn þeirra sem sendir voru á Breiðavíkurheimilið árið 1962 þá níu ára gamall. Guðmundur var einn þeirra sem fóru í viðtal í dag til nefndarinnar sem ríkisstjórrnin skipaði til að rannsaka málefni Breiðavíkurheimilisins. Alls hefur nefndin boðað rúmlega 60 fyrrum vistmenn í Breiðuvík til viðtals. 13. ágúst 2007 16:50 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Sjá meira
Hátt í 1200 einstaklingar hafa fengið greiddar sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn og nema bótagreiðslur um þremur milljörðum króna. Sanngirnisbætur eru byggðar ár annsókn vistheimilanefndar á árunum 2007 á starfsemi vistheimila og stofnana þar sem börn voru vistuð á síðustu öld. Um er að ræða ellefu heimili og stofnanir og fjölda undirstofnana. Skýrsla um framkvæmd sanngirnisbóta verður kynnt síðar í dag. Eftir að Breiðavíkurmálið var til umfjöllunar í febrúar 2007 hófst umfangsmikið ferli þar sem farið var yfir vistun barna á vist- og meðferðarheimilum á Íslandi á síðustu öld. Rannsókna á starfsemi þessara stofnana og undirstofnana gáfu sterkar vísbendingar um að börn sem dvöldu á þeim hefðu í mörgum tilvikum mátt sæta ýmiskonar vanvirðandi og illri meðferð eða ofbeldi. Í tilkynningu frá vistheimilanefnd segir að greiðsla skaðabóta hafi verið miklum vandkvæðum bundin þar sem bótakröfur voru allar fyrndar og sönnun tjóns afar flókin. Var því farin sú leið að setja sérstök lög um sanngirnisbætur eða greiðslu bóta utan almennrar skyldu og tóku þau lög gildi 2010. Verkefnið hófst í október það ár en innköllun á kröfum fór fram eftir því sem starfi vistheimilanefndar miðaði áfram. „Með lögunum var málsmeðferð einfölduð til þess að hraða mætti afgreiðslu málanna. Árið 2015 var bætt við lögin bráðabirgðaákvæði sem gerði fyrrum nemendum Landakotsskóla var gert mögulegt að sækja um sanngirnisbætur.“Margir mátt þola illa meðferð Vistheimilanefnd hefur skilað fimm skýrslum um niðurstöðurnar og hefur dómsmálaráðuneytið haft umsjón með framkvæmd á bótagreiðslum. Guðrún Ögmundsdóttir var ráðin í sérstakt starf tengiliðar með vistheimilum og hefur haft það hlutverk að aðstoða þá sem vilja sækja um bætur og leita ýmissa úrræða sem eru í boði eins og sálfræðiaðstoðar og ráðgjafar. Þá var sýslumanninum á Siglufirði, síðar sýslumanninum á Norðurlandi eystra, falið að annast innköllun á bótakröfum og ákveða bætur. Umsjónarmaður sanngirnisbóta Ekki liggur fyrir hve margir dvöldu á þessum stofnunum en ætla má að það hafi verið um 5000 einstaklingar. „Ekki verður annað ráðið en tekist hafi að ná til meginþorra þeirra stofnana þar sem börn voru vistuð á síðustu öld. Nokkur gagnrýni hefur komið fram á að börn sem dvöldu á sveitaheimilum á síðustu öld hafi í mörgum tilvikum mátt þola illa meðferð sem er óbætt. Könnun á aðstæðum þeirra getur ekki talist annað en næsta ófær, enda ekki um að ræða stofnanir heldur einkaheimili sem njóta friðhelgi, auk þess sem upplýsingar eru af skornum skammti,“ segir í tilkynningu. „Þá hefur komið fram nokkur gagnrýni frá samtökunum Þroskahjálp vegna þess að aðstæður fatlaðra sem dvalið hafi á stofnunum hafi ekki verið kannaðar til hlítar, nema á Kópavogshælinu. Þess ber að geta að lög um sanngirnisbætur ná aðeins til þeirra sem dvöldu á stofnunum sem börn og bætur til fullorðinna einstaklinga sem orðið hafa fyrir misgjörðum á stofnunum verða ekki greiddar á grundvelli þeirra. Standi vilji stjórnvalda til að kanna heildstætt aðbúnað fatlaðra á stofnunum verður að fara aðra leið sem bíður ákvörðunar síðari tíma.“
Tengdar fréttir Vistheimili ríkisins verða rannsökuð vegna Breiðuvíkur Félagsmálaráðherra ætlar að láta rannsaka málefni vistheimilisins í Breiðuvík og fleiri stofnana og hagi þeirra sem þar voru vistaðir. Til greina kemur að greiða vistmönnum bætur vegna hrottalegrar meðferðar á heimilinu. 6. febrúar 2007 18:45 Vill láta rannsaka drengjaheimilið í Breiðuvík Félagsmálaráðherra telur mikilvægt að starfsemi á drengjaheimilinu í Breiðuvík á Vestfjörðum verði rannsökuð. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, vakti máls á fréttaflutningi Kastljósins af slæmri meðferð drengjanna sem þar dvöldu við upphaf þingfundar í dag. 6. febrúar 2007 13:37 Breiðavíkurdrengur segir erfitt að rifja upp "helvíti á jörð" "Það var mjög erfitt að rifja upp þetta helvíti á jörð og ég táraðist í viðtalinu," segir Guðmundur Gissurarson einn þeirra sem sendir voru á Breiðavíkurheimilið árið 1962 þá níu ára gamall. Guðmundur var einn þeirra sem fóru í viðtal í dag til nefndarinnar sem ríkisstjórrnin skipaði til að rannsaka málefni Breiðavíkurheimilisins. Alls hefur nefndin boðað rúmlega 60 fyrrum vistmenn í Breiðuvík til viðtals. 13. ágúst 2007 16:50 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Sjá meira
Vistheimili ríkisins verða rannsökuð vegna Breiðuvíkur Félagsmálaráðherra ætlar að láta rannsaka málefni vistheimilisins í Breiðuvík og fleiri stofnana og hagi þeirra sem þar voru vistaðir. Til greina kemur að greiða vistmönnum bætur vegna hrottalegrar meðferðar á heimilinu. 6. febrúar 2007 18:45
Vill láta rannsaka drengjaheimilið í Breiðuvík Félagsmálaráðherra telur mikilvægt að starfsemi á drengjaheimilinu í Breiðuvík á Vestfjörðum verði rannsökuð. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, vakti máls á fréttaflutningi Kastljósins af slæmri meðferð drengjanna sem þar dvöldu við upphaf þingfundar í dag. 6. febrúar 2007 13:37
Breiðavíkurdrengur segir erfitt að rifja upp "helvíti á jörð" "Það var mjög erfitt að rifja upp þetta helvíti á jörð og ég táraðist í viðtalinu," segir Guðmundur Gissurarson einn þeirra sem sendir voru á Breiðavíkurheimilið árið 1962 þá níu ára gamall. Guðmundur var einn þeirra sem fóru í viðtal í dag til nefndarinnar sem ríkisstjórrnin skipaði til að rannsaka málefni Breiðavíkurheimilisins. Alls hefur nefndin boðað rúmlega 60 fyrrum vistmenn í Breiðuvík til viðtals. 13. ágúst 2007 16:50
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent