Vistheimili ríkisins verða rannsökuð vegna Breiðuvíkur 6. febrúar 2007 18:45 Félagsmálaráðherra ætlar að láta rannsaka málefni vistheimilisins í Breiðuvík og fleiri stofnana og hagi þeirra sem þar voru vistaðir. Til greina kemur að greiða vistmönnum bætur vegna hrottalegrar meðferðar á heimilinu. Formaður Samfylkingarinnar setti sig í samband við félagsmálaráðherra eftir að hafa horft á Kastljósið í gærkvöldi, þar sem karlmenn greindu frá hrottafenginni meðferð á sér þegar þeir voru börn á vistheimilinu á Breiðuvík á Vestfjörðum. En DV vakti athygli á málinu um þar síðustu helgi. Málið var svo rætt á Alþingi í dag. "Þarna voru ung börn send fyrir atbeina opinberra aðila í útlegð ef svo má segja og ofurseld andrúmslofti ofbeldis og níðingsverka," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Samfélagið ætti þessu fólki skuld að gjalda og hún óskaði eftir því að félagsmálaráðherra beitti sér fyrir úttekt á þessum málum. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sagði ríkisstjórnina hafa rætt málið í morgun og menn verið sammála um að mikilvægt væri að rannsaka þau. "Ég legg áherslu á að stjórnvöld taki fulla ábyrgð og rannsaki málið til hlýtar og að því er nú þegar unnið innan stjórnarráðsins," sagði félagsmálaráðherra. "Ég vil fullyrða að það verður unnið hratt og örugglega að því að þetta mál verði sett í vandaðan farveg. Nauðsynlegt er að upplýsa málið vegna þeirra sem kunna að hafa sætt ómannúðlegri meðferð á stofnunum ríkisins og jafnframt vegna þeirra sem störfuðu í þágu ríkisins en hafa ekkert til sakar unnið, sagði ráðherra. Guðrún Ögmundsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði afar brýnt að skoðað yrði hvernig bæði Norðmenn og Svíjar hefðu gert þetta. Það væri búið að dæma mjög stórum hópi fólks um fimmtugt bætur vegna svipaðra mála. Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður Frjálslynda flokksins og Steingrímur J Sigfússon formaður Vinstri grænna tóku í sama streng og Steingrímur spurði líka um núverandi kröfur og eftirlit í þessum efnum. En það er ekki bara í félagsmálaráðuneytinu sem menn verða að skoða mál vistmanna á Breiðuvík og öðrum vistheimilum, því heimilin heyrðu lengst af undir menntamálaráðuneytið. Þau börn sem dvöldu á Breiðuvík voru ekki eingöngu rænd sálarheill og lífi sínu heldur voru þau svikin um alla menntun. "Í dag þegar verið er að ræna börn mentun þá segjum við að það sé verið að ræna börnin lífinu, það er bara þannig. Menntun í dag er tækifæri unga fólksins," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, sem ætlar að láta kanna þau gögn sem til eru um þessi mál í ráðuneyti menntamála. Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Félagsmálaráðherra ætlar að láta rannsaka málefni vistheimilisins í Breiðuvík og fleiri stofnana og hagi þeirra sem þar voru vistaðir. Til greina kemur að greiða vistmönnum bætur vegna hrottalegrar meðferðar á heimilinu. Formaður Samfylkingarinnar setti sig í samband við félagsmálaráðherra eftir að hafa horft á Kastljósið í gærkvöldi, þar sem karlmenn greindu frá hrottafenginni meðferð á sér þegar þeir voru börn á vistheimilinu á Breiðuvík á Vestfjörðum. En DV vakti athygli á málinu um þar síðustu helgi. Málið var svo rætt á Alþingi í dag. "Þarna voru ung börn send fyrir atbeina opinberra aðila í útlegð ef svo má segja og ofurseld andrúmslofti ofbeldis og níðingsverka," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Samfélagið ætti þessu fólki skuld að gjalda og hún óskaði eftir því að félagsmálaráðherra beitti sér fyrir úttekt á þessum málum. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sagði ríkisstjórnina hafa rætt málið í morgun og menn verið sammála um að mikilvægt væri að rannsaka þau. "Ég legg áherslu á að stjórnvöld taki fulla ábyrgð og rannsaki málið til hlýtar og að því er nú þegar unnið innan stjórnarráðsins," sagði félagsmálaráðherra. "Ég vil fullyrða að það verður unnið hratt og örugglega að því að þetta mál verði sett í vandaðan farveg. Nauðsynlegt er að upplýsa málið vegna þeirra sem kunna að hafa sætt ómannúðlegri meðferð á stofnunum ríkisins og jafnframt vegna þeirra sem störfuðu í þágu ríkisins en hafa ekkert til sakar unnið, sagði ráðherra. Guðrún Ögmundsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði afar brýnt að skoðað yrði hvernig bæði Norðmenn og Svíjar hefðu gert þetta. Það væri búið að dæma mjög stórum hópi fólks um fimmtugt bætur vegna svipaðra mála. Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður Frjálslynda flokksins og Steingrímur J Sigfússon formaður Vinstri grænna tóku í sama streng og Steingrímur spurði líka um núverandi kröfur og eftirlit í þessum efnum. En það er ekki bara í félagsmálaráðuneytinu sem menn verða að skoða mál vistmanna á Breiðuvík og öðrum vistheimilum, því heimilin heyrðu lengst af undir menntamálaráðuneytið. Þau börn sem dvöldu á Breiðuvík voru ekki eingöngu rænd sálarheill og lífi sínu heldur voru þau svikin um alla menntun. "Í dag þegar verið er að ræna börn mentun þá segjum við að það sé verið að ræna börnin lífinu, það er bara þannig. Menntun í dag er tækifæri unga fólksins," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, sem ætlar að láta kanna þau gögn sem til eru um þessi mál í ráðuneyti menntamála.
Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira