Innlent

Vill láta rannsaka drengjaheimilið í Breiðuvík

MYND/Gunnar

Félagsmálaráðherra telur mikilvægt að starfsemi á drengjaheimilinu í Breiðuvík á Vestfjörðum verði rannsökuð. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, vakti máls á fréttaflutningi Kastljósins af slæmri meðferð drengjanna sem þar dvöldu við upphaf þingfundar í dag.

Hún sagði mikilvægt að stjórnvöld láti vinna úttekt á stofnunum eins og Breiðuvík og Heyrnleysingjarskólanum. Þarna hafi ung börn verið send fyrir atbeinan stjórnvalda og þar ofurseld andrúmslofti ofbeldis og níðinga.

Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, sagði að fjallað hafi verið um málið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Verið sé að safna göngum en unnið sé nú hratt og örugglega að því að málið verði sett í réttan farveg.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×