Frítt í Hvalfjarðargöngin frá og með eftirmiðdegi á morgun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. september 2018 12:57 Ekki verður lengur þörf á að stoppa við göngin til þess að greiða. Fréttablaðið/Pjetur Innheimtu í Hvalfjarðargöngin verður hætt skömmu eftir hádegi á morgun og göngin verða afhent íslenska ríkinu á sunnudaginn. Rúv greindi fyrst frá.Í samtali við Vísi segir Gísla Gíslason, stjórnarformaður Spalar, að nú liggi fyrir samkomulag um endanlegt uppgjör vegna afhendingu ganganna. Í gær barst staðfesting þess efnis að Ríkisskattstjóri hafi staðfest skilning Spalar á meðferð á skattalegri afskrift ganganna þannig að tryggt er að engir bakreikningar berist Speli á næsta ári. Því séu öll skilyrði fyrir hendi til þess að afhenda göngin og hætta innheimtu veggjalda.Margir kannast við þessa stöðu.Vísir/Jói„Það verður laust upp úr klukkan eitt. Þetta er ekki alveg einfalt það er smá tæknivinnu að loka kerfinu. Þetta er ekki einn takki,“ segir Gísli aðspurður um hvenær dags á morgun megi búast við því að gjaldheimtu verði hætt. Hlutverki Spalar er þó ekki alveg enn lokið því að eftir á að gera upp við þá viðskiptavini sem eiga inneign hjá félaginu en að sögn Gísla eru um 50 lyklar í umferð og tuttugu þúsund áskriftasamningar. Tíma taki að ljúka þeirri vinnu og bendir hann viðskiptavinum á að fara inn á heimasíðu Spalar þar sem nálgast má upplýsingar um það hvernig skila megi lyklum og sækja um endurgreiðslu. Hvalfjarðargöngin voru opnuð árið 1998 og því tuttugu ár frá því að þau voru opnuð. Gísli segist vera ánægður með að geta skilað göngunum af sér á þessum tímapunkti.„Satt og segja er þetta bara léttir. Þetta er gott. það er búið að vera langur gangur í þessu. Menn sögðu að tuttugu ár væri langur tími en nú eru þau liðin. Ótrúlegt en satt. Okkar er ekki lengur þörf.“ Samgöngur Tengdar fréttir Beðið eftir grænu ljósi frá ríkisskattstjóra Stjórn Spalar hf. bíður enn eftir áliti Ríkisskattstjóra (RSK) um áhrif afskriftar ganganna og hugsanlegrar skattlagningar félagsins á árinu 2018. 22. september 2018 09:30 Hefur starfað í gjaldskýlinu frá fyrsta degi Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær ríkið tekur við rekstri Hvalfjarðarganga en fundað var um málið í morgun þar sem ræddar voru útfærslur á því hvernig göngin verða afhent. 31. ágúst 2018 19:00 Hætta að rukka í göngin 28. september Spölur stefnir að því að afhenda Vegagerðinni Hvalfjarðargöng til eignar og rekstrar sunnudaginn 30. september 2018. Innheimtu veggjalds yrði þá hætt föstudaginn 28. september. 10. september 2018 11:41 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Sjá meira
Innheimtu í Hvalfjarðargöngin verður hætt skömmu eftir hádegi á morgun og göngin verða afhent íslenska ríkinu á sunnudaginn. Rúv greindi fyrst frá.Í samtali við Vísi segir Gísla Gíslason, stjórnarformaður Spalar, að nú liggi fyrir samkomulag um endanlegt uppgjör vegna afhendingu ganganna. Í gær barst staðfesting þess efnis að Ríkisskattstjóri hafi staðfest skilning Spalar á meðferð á skattalegri afskrift ganganna þannig að tryggt er að engir bakreikningar berist Speli á næsta ári. Því séu öll skilyrði fyrir hendi til þess að afhenda göngin og hætta innheimtu veggjalda.Margir kannast við þessa stöðu.Vísir/Jói„Það verður laust upp úr klukkan eitt. Þetta er ekki alveg einfalt það er smá tæknivinnu að loka kerfinu. Þetta er ekki einn takki,“ segir Gísli aðspurður um hvenær dags á morgun megi búast við því að gjaldheimtu verði hætt. Hlutverki Spalar er þó ekki alveg enn lokið því að eftir á að gera upp við þá viðskiptavini sem eiga inneign hjá félaginu en að sögn Gísla eru um 50 lyklar í umferð og tuttugu þúsund áskriftasamningar. Tíma taki að ljúka þeirri vinnu og bendir hann viðskiptavinum á að fara inn á heimasíðu Spalar þar sem nálgast má upplýsingar um það hvernig skila megi lyklum og sækja um endurgreiðslu. Hvalfjarðargöngin voru opnuð árið 1998 og því tuttugu ár frá því að þau voru opnuð. Gísli segist vera ánægður með að geta skilað göngunum af sér á þessum tímapunkti.„Satt og segja er þetta bara léttir. Þetta er gott. það er búið að vera langur gangur í þessu. Menn sögðu að tuttugu ár væri langur tími en nú eru þau liðin. Ótrúlegt en satt. Okkar er ekki lengur þörf.“
Samgöngur Tengdar fréttir Beðið eftir grænu ljósi frá ríkisskattstjóra Stjórn Spalar hf. bíður enn eftir áliti Ríkisskattstjóra (RSK) um áhrif afskriftar ganganna og hugsanlegrar skattlagningar félagsins á árinu 2018. 22. september 2018 09:30 Hefur starfað í gjaldskýlinu frá fyrsta degi Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær ríkið tekur við rekstri Hvalfjarðarganga en fundað var um málið í morgun þar sem ræddar voru útfærslur á því hvernig göngin verða afhent. 31. ágúst 2018 19:00 Hætta að rukka í göngin 28. september Spölur stefnir að því að afhenda Vegagerðinni Hvalfjarðargöng til eignar og rekstrar sunnudaginn 30. september 2018. Innheimtu veggjalds yrði þá hætt föstudaginn 28. september. 10. september 2018 11:41 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Sjá meira
Beðið eftir grænu ljósi frá ríkisskattstjóra Stjórn Spalar hf. bíður enn eftir áliti Ríkisskattstjóra (RSK) um áhrif afskriftar ganganna og hugsanlegrar skattlagningar félagsins á árinu 2018. 22. september 2018 09:30
Hefur starfað í gjaldskýlinu frá fyrsta degi Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær ríkið tekur við rekstri Hvalfjarðarganga en fundað var um málið í morgun þar sem ræddar voru útfærslur á því hvernig göngin verða afhent. 31. ágúst 2018 19:00
Hætta að rukka í göngin 28. september Spölur stefnir að því að afhenda Vegagerðinni Hvalfjarðargöng til eignar og rekstrar sunnudaginn 30. september 2018. Innheimtu veggjalds yrði þá hætt föstudaginn 28. september. 10. september 2018 11:41