Sporðaköst fara aftur í vinnslu eftir 20 ára hlé Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. júní 2018 06:00 Eggert Skúlason fékk son sinn til að tattúvera á sig nafn sjónvarpsþáttanna þegar hann var búinn að taka ákvörðun um að ráðast aftur í gerð þáttanna. „Það hefur alltaf blundað í mér að halda áfram og svo þarf bara stundum að vaða í hlutina. Það eru 20 ár síðan síðasta sería var sýnd og ég ætla að fara og gera sex þátta seríu í sumar þar sem við förum bæði í lax og silung,“ segir Eggert Skúlason fjölmiðlamaður, sem ætlar að gera nýja þáttaröð af veiðiþáttunum Sporðaköst, eftir langt hlé. Eggert segir að eitt af því sem verði gaman að fanga í þáttunum séu breytingarnar sem hafi orðið frá því að þættirnir voru sýndir á sínum tíma. „Á þeim tíma voru árnar í niðursveiflu. Svo kom til „veiða og sleppa“ sem var mjög umdeilt á sínum tíma en í dag eru flestallar árnar á uppleið,“ segir Eggert. Hann rifjar upp fyrirsögn í Morgunblaðinu þar sem velt var upp þeirri spurningu hvort stórlaxinn yrði útdauður árið 2020. „En nú veiðist mikið af stórlöxum og vonandi verður það þannig líka í Sporðaköstum i sumar.“ Eggert ætlar að leita fanga víða. „Tvo þætti ætla ég að taka upp á hálendinu, þar sem enn eru til perlur sem menn þekkja ekki almennt í silungsveiði. Þar er mikið af stórum silungum á lítt þekktum stöðum. Svo ætla ég að fara í Víðdalsá og mynda þar aftur þegar verður veiddur 20 pundari. Síðan munum við taka tvo þætti á Norðausturlandi,“ segir Eggert. Hann nefnir líka Miðfjarðará og Dalina og Aðaldalinn sem fyrirhugaða tökustaði. Steingrímur Þórðarson kvikmyndatökumaður sér um kvikmyndatökuna og eftirvinnslu á þáttunum og Gunnar Árnason sér um eftirvinnslu á hljóði. Eggert segir að notað verði gamla stefið úr þáttunum, sem sé nostalgía fyrir marga. Stefið er eftir Jón Bjarka Bentsson, sem er núna yfirhagfræðingur hjá Íslandsbanka. „Það er alveg dásamleg nostalgía sem fylgir því lagi sem hann samdi sérstaklega fyrir Sporðaköst. Ef hann er jafn góður hagfræðingur og hann er tónlistarmaður þá getum við öll andað léttar,“ segir Eggert. Eggert segist ekki vera búinn að selja þættina. „Stundum þarf maður bara að henda sér út í djúpu laugina. En ég er að ræða við tvær sjónvarpsstöðvar og vonandi verður það frágengið,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Stangveiði Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira
„Það hefur alltaf blundað í mér að halda áfram og svo þarf bara stundum að vaða í hlutina. Það eru 20 ár síðan síðasta sería var sýnd og ég ætla að fara og gera sex þátta seríu í sumar þar sem við förum bæði í lax og silung,“ segir Eggert Skúlason fjölmiðlamaður, sem ætlar að gera nýja þáttaröð af veiðiþáttunum Sporðaköst, eftir langt hlé. Eggert segir að eitt af því sem verði gaman að fanga í þáttunum séu breytingarnar sem hafi orðið frá því að þættirnir voru sýndir á sínum tíma. „Á þeim tíma voru árnar í niðursveiflu. Svo kom til „veiða og sleppa“ sem var mjög umdeilt á sínum tíma en í dag eru flestallar árnar á uppleið,“ segir Eggert. Hann rifjar upp fyrirsögn í Morgunblaðinu þar sem velt var upp þeirri spurningu hvort stórlaxinn yrði útdauður árið 2020. „En nú veiðist mikið af stórlöxum og vonandi verður það þannig líka í Sporðaköstum i sumar.“ Eggert ætlar að leita fanga víða. „Tvo þætti ætla ég að taka upp á hálendinu, þar sem enn eru til perlur sem menn þekkja ekki almennt í silungsveiði. Þar er mikið af stórum silungum á lítt þekktum stöðum. Svo ætla ég að fara í Víðdalsá og mynda þar aftur þegar verður veiddur 20 pundari. Síðan munum við taka tvo þætti á Norðausturlandi,“ segir Eggert. Hann nefnir líka Miðfjarðará og Dalina og Aðaldalinn sem fyrirhugaða tökustaði. Steingrímur Þórðarson kvikmyndatökumaður sér um kvikmyndatökuna og eftirvinnslu á þáttunum og Gunnar Árnason sér um eftirvinnslu á hljóði. Eggert segir að notað verði gamla stefið úr þáttunum, sem sé nostalgía fyrir marga. Stefið er eftir Jón Bjarka Bentsson, sem er núna yfirhagfræðingur hjá Íslandsbanka. „Það er alveg dásamleg nostalgía sem fylgir því lagi sem hann samdi sérstaklega fyrir Sporðaköst. Ef hann er jafn góður hagfræðingur og hann er tónlistarmaður þá getum við öll andað léttar,“ segir Eggert. Eggert segist ekki vera búinn að selja þættina. „Stundum þarf maður bara að henda sér út í djúpu laugina. En ég er að ræða við tvær sjónvarpsstöðvar og vonandi verður það frágengið,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Stangveiði Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira