Kanna hvort Sindri hafi verið í einni af rúmlega 40 vélum sem fóru frá Keflavík í morgun Birgir Olgeirsson skrifar 17. apríl 2018 12:54 Lögreglan yfirfer nú gögn til að komast að því hvort Sindri hafi verið í einni af flugvélunum sem fóru í morgun. Samsett „Það styttist í að hann finnist eða við fáum einhverja vitneskju um ferðir hans,“ segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, um fangann Sindra Þór Stefánsson sem strauk af Sogni í nótt. Sindri hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð frá desember til janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti 200 milljóna króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin.Sjá einnig: Lofa sex milljóna króna fundarlaunum fyrir stolinn tölvubúnað Sindri er íþróttamannslega vaxinn, með skolleit hár, skegghýjung og er 192 sentímetrar á hæð. Allir þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Sindra frá því klukkan eitt í nótt eru beðnir um að koma þeim á framfæri við lögregluna.Talinn hafa flúið út um glugga Lögreglan telur Sindra hafa flúið út um glugga á fangelsinu um klukkan eitt í nótt en lögreglan fékk vitneskju um flóttann um klukkan átta í morgun. Því liðu um sjö klukkustundir frá því Sindri er talinn hafa flúið fangelsið og þangað til lögreglan hóf leit.Fangelsið Sogni er staðsett í Ölfusi, skammt frá Hveragerði.vísirSogn er í Ölfusi, rétt hjá Hveragerði, en lögreglan segir Sindra hafa geta komist ansi langt á þeim tíma sem leið frá því hann strauk. Lögreglan hefur enn ekki fengið staðfestingu á því hvort Sindri hafi komist úr landi. Gunnar Schram sagði í samtali við Vísi í morgun að lögreglan óttaðist að Sindri myndi reyna það.40 vélar frá Keflavík Gunnar segir tímafrekt að leita staðfestingar á því. Yfir fjörutíu farþegavélar fóru frá Keflavíkurflugvelli í morgun og er lögreglan að fara yfir gögn til að komast að því hvort Sindri hafi verið í einni af þeim vélum. „Vonandi skilar þetta okkur staðfestingu á því hvort hann hafi farið í morgun eða ekki,“ segir Gunnar.Kanna hvað hann gerði á Sogni Sogn er opið fangelsi en fangelsismálastjóri sagði í samtali við Vísi fyrr í morgun að algengt væri að gæsluvarðhaldsfangar væru vistaðir þar. Færi það eftir því hvort þeir væru taldir hættulegir, en Sindri var ekki talinn hættulegur eða líklegur til að flýja þegar ákveðið var að vista hann á Sogni. Gunnar Schram segir Sindra hafa haft einhvern aðgang að tölvu og síma í Sogni og verið sé að kanna hvernig hann notaði það. Þá er algengt að fangar komist yfir farsíma og fái þannig opnari aðgang að netinu. Verið sé að kanna hvort það hafi verið raunin hjá Sindra. „Við erum að skoða allt sem er mögulegt að skoða,“ segir Gunnar. Hann segir lögreglu ekki hafa borist nýtilegar ábendingar um ferðir Sindra enn sem komið er. Lögregluembættið á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins í samstarfi við öll lögregluembætti landsins. Tengdar fréttir Kemur til greina að nota fundarlaun við rannsókn á fleiri málum Nokkrar ábendingar hafa þegar borist varðandi innbrot í gagnaver eftir að fundarlaunum var lofað. 26. mars 2018 20:30 Óttast að strokufanginn reyni að komast úr landi Gæti hafa komist ansi langt miðað við þann tíma sem hefur liðið frá strokinu. 17. apríl 2018 10:50 Lögreglan lýsir eftir strokufanga Hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglunnar á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. 17. apríl 2018 09:38 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
„Það styttist í að hann finnist eða við fáum einhverja vitneskju um ferðir hans,“ segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, um fangann Sindra Þór Stefánsson sem strauk af Sogni í nótt. Sindri hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð frá desember til janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti 200 milljóna króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin.Sjá einnig: Lofa sex milljóna króna fundarlaunum fyrir stolinn tölvubúnað Sindri er íþróttamannslega vaxinn, með skolleit hár, skegghýjung og er 192 sentímetrar á hæð. Allir þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Sindra frá því klukkan eitt í nótt eru beðnir um að koma þeim á framfæri við lögregluna.Talinn hafa flúið út um glugga Lögreglan telur Sindra hafa flúið út um glugga á fangelsinu um klukkan eitt í nótt en lögreglan fékk vitneskju um flóttann um klukkan átta í morgun. Því liðu um sjö klukkustundir frá því Sindri er talinn hafa flúið fangelsið og þangað til lögreglan hóf leit.Fangelsið Sogni er staðsett í Ölfusi, skammt frá Hveragerði.vísirSogn er í Ölfusi, rétt hjá Hveragerði, en lögreglan segir Sindra hafa geta komist ansi langt á þeim tíma sem leið frá því hann strauk. Lögreglan hefur enn ekki fengið staðfestingu á því hvort Sindri hafi komist úr landi. Gunnar Schram sagði í samtali við Vísi í morgun að lögreglan óttaðist að Sindri myndi reyna það.40 vélar frá Keflavík Gunnar segir tímafrekt að leita staðfestingar á því. Yfir fjörutíu farþegavélar fóru frá Keflavíkurflugvelli í morgun og er lögreglan að fara yfir gögn til að komast að því hvort Sindri hafi verið í einni af þeim vélum. „Vonandi skilar þetta okkur staðfestingu á því hvort hann hafi farið í morgun eða ekki,“ segir Gunnar.Kanna hvað hann gerði á Sogni Sogn er opið fangelsi en fangelsismálastjóri sagði í samtali við Vísi fyrr í morgun að algengt væri að gæsluvarðhaldsfangar væru vistaðir þar. Færi það eftir því hvort þeir væru taldir hættulegir, en Sindri var ekki talinn hættulegur eða líklegur til að flýja þegar ákveðið var að vista hann á Sogni. Gunnar Schram segir Sindra hafa haft einhvern aðgang að tölvu og síma í Sogni og verið sé að kanna hvernig hann notaði það. Þá er algengt að fangar komist yfir farsíma og fái þannig opnari aðgang að netinu. Verið sé að kanna hvort það hafi verið raunin hjá Sindra. „Við erum að skoða allt sem er mögulegt að skoða,“ segir Gunnar. Hann segir lögreglu ekki hafa borist nýtilegar ábendingar um ferðir Sindra enn sem komið er. Lögregluembættið á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins í samstarfi við öll lögregluembætti landsins.
Tengdar fréttir Kemur til greina að nota fundarlaun við rannsókn á fleiri málum Nokkrar ábendingar hafa þegar borist varðandi innbrot í gagnaver eftir að fundarlaunum var lofað. 26. mars 2018 20:30 Óttast að strokufanginn reyni að komast úr landi Gæti hafa komist ansi langt miðað við þann tíma sem hefur liðið frá strokinu. 17. apríl 2018 10:50 Lögreglan lýsir eftir strokufanga Hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglunnar á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. 17. apríl 2018 09:38 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Kemur til greina að nota fundarlaun við rannsókn á fleiri málum Nokkrar ábendingar hafa þegar borist varðandi innbrot í gagnaver eftir að fundarlaunum var lofað. 26. mars 2018 20:30
Óttast að strokufanginn reyni að komast úr landi Gæti hafa komist ansi langt miðað við þann tíma sem hefur liðið frá strokinu. 17. apríl 2018 10:50
Lögreglan lýsir eftir strokufanga Hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglunnar á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. 17. apríl 2018 09:38