Kanna hvort Sindri hafi verið í einni af rúmlega 40 vélum sem fóru frá Keflavík í morgun Birgir Olgeirsson skrifar 17. apríl 2018 12:54 Lögreglan yfirfer nú gögn til að komast að því hvort Sindri hafi verið í einni af flugvélunum sem fóru í morgun. Samsett „Það styttist í að hann finnist eða við fáum einhverja vitneskju um ferðir hans,“ segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, um fangann Sindra Þór Stefánsson sem strauk af Sogni í nótt. Sindri hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð frá desember til janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti 200 milljóna króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin.Sjá einnig: Lofa sex milljóna króna fundarlaunum fyrir stolinn tölvubúnað Sindri er íþróttamannslega vaxinn, með skolleit hár, skegghýjung og er 192 sentímetrar á hæð. Allir þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Sindra frá því klukkan eitt í nótt eru beðnir um að koma þeim á framfæri við lögregluna.Talinn hafa flúið út um glugga Lögreglan telur Sindra hafa flúið út um glugga á fangelsinu um klukkan eitt í nótt en lögreglan fékk vitneskju um flóttann um klukkan átta í morgun. Því liðu um sjö klukkustundir frá því Sindri er talinn hafa flúið fangelsið og þangað til lögreglan hóf leit.Fangelsið Sogni er staðsett í Ölfusi, skammt frá Hveragerði.vísirSogn er í Ölfusi, rétt hjá Hveragerði, en lögreglan segir Sindra hafa geta komist ansi langt á þeim tíma sem leið frá því hann strauk. Lögreglan hefur enn ekki fengið staðfestingu á því hvort Sindri hafi komist úr landi. Gunnar Schram sagði í samtali við Vísi í morgun að lögreglan óttaðist að Sindri myndi reyna það.40 vélar frá Keflavík Gunnar segir tímafrekt að leita staðfestingar á því. Yfir fjörutíu farþegavélar fóru frá Keflavíkurflugvelli í morgun og er lögreglan að fara yfir gögn til að komast að því hvort Sindri hafi verið í einni af þeim vélum. „Vonandi skilar þetta okkur staðfestingu á því hvort hann hafi farið í morgun eða ekki,“ segir Gunnar.Kanna hvað hann gerði á Sogni Sogn er opið fangelsi en fangelsismálastjóri sagði í samtali við Vísi fyrr í morgun að algengt væri að gæsluvarðhaldsfangar væru vistaðir þar. Færi það eftir því hvort þeir væru taldir hættulegir, en Sindri var ekki talinn hættulegur eða líklegur til að flýja þegar ákveðið var að vista hann á Sogni. Gunnar Schram segir Sindra hafa haft einhvern aðgang að tölvu og síma í Sogni og verið sé að kanna hvernig hann notaði það. Þá er algengt að fangar komist yfir farsíma og fái þannig opnari aðgang að netinu. Verið sé að kanna hvort það hafi verið raunin hjá Sindra. „Við erum að skoða allt sem er mögulegt að skoða,“ segir Gunnar. Hann segir lögreglu ekki hafa borist nýtilegar ábendingar um ferðir Sindra enn sem komið er. Lögregluembættið á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins í samstarfi við öll lögregluembætti landsins. Tengdar fréttir Kemur til greina að nota fundarlaun við rannsókn á fleiri málum Nokkrar ábendingar hafa þegar borist varðandi innbrot í gagnaver eftir að fundarlaunum var lofað. 26. mars 2018 20:30 Óttast að strokufanginn reyni að komast úr landi Gæti hafa komist ansi langt miðað við þann tíma sem hefur liðið frá strokinu. 17. apríl 2018 10:50 Lögreglan lýsir eftir strokufanga Hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglunnar á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. 17. apríl 2018 09:38 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
„Það styttist í að hann finnist eða við fáum einhverja vitneskju um ferðir hans,“ segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, um fangann Sindra Þór Stefánsson sem strauk af Sogni í nótt. Sindri hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð frá desember til janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti 200 milljóna króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin.Sjá einnig: Lofa sex milljóna króna fundarlaunum fyrir stolinn tölvubúnað Sindri er íþróttamannslega vaxinn, með skolleit hár, skegghýjung og er 192 sentímetrar á hæð. Allir þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Sindra frá því klukkan eitt í nótt eru beðnir um að koma þeim á framfæri við lögregluna.Talinn hafa flúið út um glugga Lögreglan telur Sindra hafa flúið út um glugga á fangelsinu um klukkan eitt í nótt en lögreglan fékk vitneskju um flóttann um klukkan átta í morgun. Því liðu um sjö klukkustundir frá því Sindri er talinn hafa flúið fangelsið og þangað til lögreglan hóf leit.Fangelsið Sogni er staðsett í Ölfusi, skammt frá Hveragerði.vísirSogn er í Ölfusi, rétt hjá Hveragerði, en lögreglan segir Sindra hafa geta komist ansi langt á þeim tíma sem leið frá því hann strauk. Lögreglan hefur enn ekki fengið staðfestingu á því hvort Sindri hafi komist úr landi. Gunnar Schram sagði í samtali við Vísi í morgun að lögreglan óttaðist að Sindri myndi reyna það.40 vélar frá Keflavík Gunnar segir tímafrekt að leita staðfestingar á því. Yfir fjörutíu farþegavélar fóru frá Keflavíkurflugvelli í morgun og er lögreglan að fara yfir gögn til að komast að því hvort Sindri hafi verið í einni af þeim vélum. „Vonandi skilar þetta okkur staðfestingu á því hvort hann hafi farið í morgun eða ekki,“ segir Gunnar.Kanna hvað hann gerði á Sogni Sogn er opið fangelsi en fangelsismálastjóri sagði í samtali við Vísi fyrr í morgun að algengt væri að gæsluvarðhaldsfangar væru vistaðir þar. Færi það eftir því hvort þeir væru taldir hættulegir, en Sindri var ekki talinn hættulegur eða líklegur til að flýja þegar ákveðið var að vista hann á Sogni. Gunnar Schram segir Sindra hafa haft einhvern aðgang að tölvu og síma í Sogni og verið sé að kanna hvernig hann notaði það. Þá er algengt að fangar komist yfir farsíma og fái þannig opnari aðgang að netinu. Verið sé að kanna hvort það hafi verið raunin hjá Sindra. „Við erum að skoða allt sem er mögulegt að skoða,“ segir Gunnar. Hann segir lögreglu ekki hafa borist nýtilegar ábendingar um ferðir Sindra enn sem komið er. Lögregluembættið á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins í samstarfi við öll lögregluembætti landsins.
Tengdar fréttir Kemur til greina að nota fundarlaun við rannsókn á fleiri málum Nokkrar ábendingar hafa þegar borist varðandi innbrot í gagnaver eftir að fundarlaunum var lofað. 26. mars 2018 20:30 Óttast að strokufanginn reyni að komast úr landi Gæti hafa komist ansi langt miðað við þann tíma sem hefur liðið frá strokinu. 17. apríl 2018 10:50 Lögreglan lýsir eftir strokufanga Hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglunnar á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. 17. apríl 2018 09:38 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
Kemur til greina að nota fundarlaun við rannsókn á fleiri málum Nokkrar ábendingar hafa þegar borist varðandi innbrot í gagnaver eftir að fundarlaunum var lofað. 26. mars 2018 20:30
Óttast að strokufanginn reyni að komast úr landi Gæti hafa komist ansi langt miðað við þann tíma sem hefur liðið frá strokinu. 17. apríl 2018 10:50
Lögreglan lýsir eftir strokufanga Hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglunnar á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. 17. apríl 2018 09:38