Engin pólitísk viðkvæmni fyrir því að nota orðið borgarlína mikael@frettabladid.is skrifar 22. september 2018 07:30 Framkvæmdastjórar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ásamt ráðherra við undirritunina í gær. Fréttablaðið/Ernir Samgöngur Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir enga pólitíska viðkvæmni hafa verið fyrir því að nota orðið borgarlína í viljayfirlýsingu hans, borgarstjóra og bæjarstjóra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sem undirrituð var í gær. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, veitti fjarveru orðsins athygli í gær. Dagur B. Eggertsson segir að í skjölum sem vísað er í sé orðið notað. „Mér finnst borgarlínuorðið mjög gott og nota það gjarnan sjálfur um hágæða almenningssamgöngukerfi sem er hugtakið sem er notað í þessu samkomulagi. Í þeim skjölum sem vísað er í er orðið borgarlína líka notað þannig að ég held að það taki ekki langan tíma að fjalla um það í þeirri vinnu sem fram undan er,“ segir Dagur B. spurður út í málið.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Fréttablaðið/ErnirSkjölin sem Dagur vísar í eru að hans sögn sameiginlegar tillögur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, Vegagerðarinnar og samgönguráðuneytisins sem lagðar voru fram í febrúar síðastliðnum. „Það er ekki nein einstök framkvæmd tilgreind þarna, heldur er talað um samgöngur á stofnbrautum, umferðarflæði, nútímaalmenningssamgöngur, ekkert hugtak eða nafn á neinum tilteknum framkvæmdum notað,“ segir Sigurður Ingi. Fjallað sé almennt um þetta en afraksturinn verði síðan tilteknar framkvæmdir og samkomulag um þær. Dagur sagði við undirritunina í gær að öllum vafa væri nú eytt um skiptingu kostnaðar við borgarlínuverkefnið. Eyþór Arnalds sagði á Facebook-síðu sinni í gær að það væri vissulega fagnaðarefni að farið yrði í framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu eftir stórt stopp en að ljóst væri að Miklabraut í stokk væri ekki væntanlegt verkefni næsta áratuginn og að borgarlínan væri ófjármögnuð. Viljayfirlýsingin er um að hefja viðræður um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að ná samkomulagi um fjármagnaða áætlun um fjárfestingar í stofnvegum og kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Í viljayfirlýsingunni er talað um að hefja framkvæmdir við hágæða almenningssamgöngur á þarnæsta ári, eyða flöskuhálsum og stefna að sjálfbæru, kolefnishlutlausu borgarsamfélagi og öflugri almenningssamgöngum í takt við loftslagsáætlun stjórnvalda og áherslur sveitarfélaganna, eins og það er orðað í yfirlýsingunni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Samgöngur Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir enga pólitíska viðkvæmni hafa verið fyrir því að nota orðið borgarlína í viljayfirlýsingu hans, borgarstjóra og bæjarstjóra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sem undirrituð var í gær. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, veitti fjarveru orðsins athygli í gær. Dagur B. Eggertsson segir að í skjölum sem vísað er í sé orðið notað. „Mér finnst borgarlínuorðið mjög gott og nota það gjarnan sjálfur um hágæða almenningssamgöngukerfi sem er hugtakið sem er notað í þessu samkomulagi. Í þeim skjölum sem vísað er í er orðið borgarlína líka notað þannig að ég held að það taki ekki langan tíma að fjalla um það í þeirri vinnu sem fram undan er,“ segir Dagur B. spurður út í málið.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Fréttablaðið/ErnirSkjölin sem Dagur vísar í eru að hans sögn sameiginlegar tillögur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, Vegagerðarinnar og samgönguráðuneytisins sem lagðar voru fram í febrúar síðastliðnum. „Það er ekki nein einstök framkvæmd tilgreind þarna, heldur er talað um samgöngur á stofnbrautum, umferðarflæði, nútímaalmenningssamgöngur, ekkert hugtak eða nafn á neinum tilteknum framkvæmdum notað,“ segir Sigurður Ingi. Fjallað sé almennt um þetta en afraksturinn verði síðan tilteknar framkvæmdir og samkomulag um þær. Dagur sagði við undirritunina í gær að öllum vafa væri nú eytt um skiptingu kostnaðar við borgarlínuverkefnið. Eyþór Arnalds sagði á Facebook-síðu sinni í gær að það væri vissulega fagnaðarefni að farið yrði í framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu eftir stórt stopp en að ljóst væri að Miklabraut í stokk væri ekki væntanlegt verkefni næsta áratuginn og að borgarlínan væri ófjármögnuð. Viljayfirlýsingin er um að hefja viðræður um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að ná samkomulagi um fjármagnaða áætlun um fjárfestingar í stofnvegum og kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Í viljayfirlýsingunni er talað um að hefja framkvæmdir við hágæða almenningssamgöngur á þarnæsta ári, eyða flöskuhálsum og stefna að sjálfbæru, kolefnishlutlausu borgarsamfélagi og öflugri almenningssamgöngum í takt við loftslagsáætlun stjórnvalda og áherslur sveitarfélaganna, eins og það er orðað í yfirlýsingunni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira