Ómögulegt að segja til um bótafjárhæð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. október 2018 06:00 Aðstandendur Tryggva Rúnars Leifssonar í Hæstarétti síðastliðinn fimmtudag þegar dómur gekk í endurupptöku málanna. fréttablaðið/eyþór Ómögulegt er að sjá fyrir upphæð mögulegra bóta til sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Málin séu með öllu fordæmalaus. Þetta segir dósent í réttarfari við Háskóla Íslands. Síðastliðinn fimmtudag sýknaði Hæstiréttur Sævar Ciesielski, Kristján Viðar Júlíusson, Tryggva Rúnar Leifsson og Guðjón Skarphéðinsson af ákærum er vörðuðu hvörf Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1974. Samanlagt voru mennirnir rúm sextán ár í gæsluvarðhaldi. Degi síðar sendi forsætisráðherra frá sér yfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar þar sem sakborningar og aðstandendur þeirra voru beðnir afsökunar á því ranglæti sem þeir hafa mátt þola. Samtímis var sagt frá því að skipaður yrði starfshópur, með fulltrúum forsætisráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og dómsmálaráðuneytisins, sem fengi það verkefni að leiða sáttaviðræður við aðila málanna og aðstandendur þeirra vegna miska og tjóns sem þau hafa hlotið af þeim. Í lögum um meðferð sakamála er að finna heimild til að greiða ákærðum bætur hafi hann verið sýknaður með endanlegum dómi eða mál hans fellt niður. Þá er þar heimild til að greiða bætur vegna þeirra rannsóknaraðgerða sem hann hefur mátt þola. Að endingu er þar heimild til að greiða bætur hafi „saklaus maður [hlotið] dóm í sakamáli“ og þolað refsingu. Dæmdar bætur á grundvelli greinarinnar eru yfirleitt ekki háar. „Þetta eru náttúrulega mál sem eru afar sérstaks eðlis og algjörlega fordæmalaus. Mér þykir sennilegt að einhvers konar sanngirnisbætur, líkt og í tilfelli vist- og meðferðarheimilanna, þó um nokkuð eðlisólík mál sé að ræða, verði greiddar,“ segir Kristín Benediktsdóttir, dósent í réttarfari við Háskóla Íslands. Aðspurð segir Kristín ómögulegt að gera sér mögulega bótafjárhæð í hugarlund þar sem ekkert sambærilegt mál fyrirfinnist í íslenskri réttarsögu sem hægt sé að miða við. Yrði sú leið farin þyrfti að setja sérstök lög um efnið þar sem núgildandi lög um sanngirnisbætur ná aðeins til stofnana sem valdsvið vistheimilanefndar nær til. Hámark bóta samkvæmt þeim lögum er nú 7,2 milljónir króna til hvers og eins. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sanngjarnar bætur yrðu býsna háar Verjendur segja að sýkna ætti Erlu, Kristján og Sævar af röngum sakargiftum. Bæturnar þurfi að vera háar til að teljast sanngjarnar. Ríkisstjórnin hefur beðið þolendur málsins afsökunar. 29. september 2018 09:30 Segir það fallegt af forsætisráðherra að biðja sig afsökunar Var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna sökum anna. 28. september 2018 14:03 Blendnar tilfinningar eftir sýknudóm Erla Bolladóttir, sem var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist glíma við blendnar tilfinningar eftir að dómur Hæstaréttar féll í málinu á fimmtudaginn. Hún segist fagna sýknudómi Hæstaréttar yfir mönnunum fimm sem ákærðir voru í málinu árið 1976 og dæmdir árið 1980. Erla var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 í dag. 29. september 2018 14:10 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut Íslands“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira
Ómögulegt er að sjá fyrir upphæð mögulegra bóta til sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Málin séu með öllu fordæmalaus. Þetta segir dósent í réttarfari við Háskóla Íslands. Síðastliðinn fimmtudag sýknaði Hæstiréttur Sævar Ciesielski, Kristján Viðar Júlíusson, Tryggva Rúnar Leifsson og Guðjón Skarphéðinsson af ákærum er vörðuðu hvörf Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1974. Samanlagt voru mennirnir rúm sextán ár í gæsluvarðhaldi. Degi síðar sendi forsætisráðherra frá sér yfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar þar sem sakborningar og aðstandendur þeirra voru beðnir afsökunar á því ranglæti sem þeir hafa mátt þola. Samtímis var sagt frá því að skipaður yrði starfshópur, með fulltrúum forsætisráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og dómsmálaráðuneytisins, sem fengi það verkefni að leiða sáttaviðræður við aðila málanna og aðstandendur þeirra vegna miska og tjóns sem þau hafa hlotið af þeim. Í lögum um meðferð sakamála er að finna heimild til að greiða ákærðum bætur hafi hann verið sýknaður með endanlegum dómi eða mál hans fellt niður. Þá er þar heimild til að greiða bætur vegna þeirra rannsóknaraðgerða sem hann hefur mátt þola. Að endingu er þar heimild til að greiða bætur hafi „saklaus maður [hlotið] dóm í sakamáli“ og þolað refsingu. Dæmdar bætur á grundvelli greinarinnar eru yfirleitt ekki háar. „Þetta eru náttúrulega mál sem eru afar sérstaks eðlis og algjörlega fordæmalaus. Mér þykir sennilegt að einhvers konar sanngirnisbætur, líkt og í tilfelli vist- og meðferðarheimilanna, þó um nokkuð eðlisólík mál sé að ræða, verði greiddar,“ segir Kristín Benediktsdóttir, dósent í réttarfari við Háskóla Íslands. Aðspurð segir Kristín ómögulegt að gera sér mögulega bótafjárhæð í hugarlund þar sem ekkert sambærilegt mál fyrirfinnist í íslenskri réttarsögu sem hægt sé að miða við. Yrði sú leið farin þyrfti að setja sérstök lög um efnið þar sem núgildandi lög um sanngirnisbætur ná aðeins til stofnana sem valdsvið vistheimilanefndar nær til. Hámark bóta samkvæmt þeim lögum er nú 7,2 milljónir króna til hvers og eins.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sanngjarnar bætur yrðu býsna háar Verjendur segja að sýkna ætti Erlu, Kristján og Sævar af röngum sakargiftum. Bæturnar þurfi að vera háar til að teljast sanngjarnar. Ríkisstjórnin hefur beðið þolendur málsins afsökunar. 29. september 2018 09:30 Segir það fallegt af forsætisráðherra að biðja sig afsökunar Var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna sökum anna. 28. september 2018 14:03 Blendnar tilfinningar eftir sýknudóm Erla Bolladóttir, sem var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist glíma við blendnar tilfinningar eftir að dómur Hæstaréttar féll í málinu á fimmtudaginn. Hún segist fagna sýknudómi Hæstaréttar yfir mönnunum fimm sem ákærðir voru í málinu árið 1976 og dæmdir árið 1980. Erla var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 í dag. 29. september 2018 14:10 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut Íslands“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira
Sanngjarnar bætur yrðu býsna háar Verjendur segja að sýkna ætti Erlu, Kristján og Sævar af röngum sakargiftum. Bæturnar þurfi að vera háar til að teljast sanngjarnar. Ríkisstjórnin hefur beðið þolendur málsins afsökunar. 29. september 2018 09:30
Segir það fallegt af forsætisráðherra að biðja sig afsökunar Var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna sökum anna. 28. september 2018 14:03
Blendnar tilfinningar eftir sýknudóm Erla Bolladóttir, sem var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist glíma við blendnar tilfinningar eftir að dómur Hæstaréttar féll í málinu á fimmtudaginn. Hún segist fagna sýknudómi Hæstaréttar yfir mönnunum fimm sem ákærðir voru í málinu árið 1976 og dæmdir árið 1980. Erla var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 í dag. 29. september 2018 14:10